Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.02.1989, Blaðsíða 35
í janúarmánuði kom til harðra orðahnippinga í fjölmiðlum milli forsvarsmanna vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar vegna deilumála milli Flugleiða og Yerslunarmannafélags Suð- urnesja eftir að Flugleiðir stefndu formanni Verslunar- mannafélagsins vegna meintra brota í verkfalli verslunar- manna vorið 1988. Fyrr en varði höfðu ýmsir forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar gengið fram fyrir skjöld og látið þung orð falla. Þeirra á meðal var sjálfur forseti ASÍ, Ásmundur Stefánsson. Hann og félagar hans gagnrýndu stefnu Flugleiða í þessu máli. Ætla verður að forstjóri Flugleiða, Sigurð- ur Helgason, hafi tekið lokaákvörðun um að stefna verslunarmönnum. Þar með stóðu þeir Ásmundur og Sigurð- ur andspænis hvor öðrum gráir fyrir járnum. TEXTI: HELGI MAGNÚSSON Þessi grafalvarlega staða fékk samt ýmsa til að brosa. Þar er átt við þá sem muna þá tíma þegar þeir Sig- urður og Ásmundur unnu hlið við hlið sem ráðgjafar hjá Hagvangi, ásamt fleiri góðum mönnum, á árunum upp úr 1970. Af þessu tilefni er meðfylgj- andi mynd birt hér til gamans, með leyfi Hagvangs. Á myndinni eru frá vinstri: Sigurður R. Helgason (nú framkvæmdastjóri Björgunar), Ósk- ar S. Óskarsson (nú starfandi í Nor- egi), Ingibjörg Haraldsdóttir ritari, Ólafur Örn Haraldsson (nú fram- kvæmdastjóri Gallup á íslandi), Sig- urður Helgason forstjóri Flugleiða og Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ. Þess má geta að fjöldi manna hefur starfað hjá Hagvangi við ráðgjafastörf um tíma en farið svo til þýðingarmik- illa ábyrgðarstarfa úti í atvinnulífmu. Meðal þeirra eru: Gunnar Helgi Hálf- dánarsson framkvæmdastjóri Fjár- festingarfélags íslands, EggertÁgúst Sverrisson forstöðumaður SÍS í Lon- don, Sveinbjörn Óskarsson fjármála- stjóri RARIK, Þorsteinn Þorsteins- son hjá Norræna fjárfestingarbankan- um í Finnlandi, Hilmir Hilmirson framkvæmdastjóri Slippfélagsins í Reykjavík, Örn Gústafsson hjá SIS, Guðmundur Sigurðsson yfirvið- skiptafræðingur Verðlagsstofnunar, Þórður Hilmarsson forstjóri Glóbus, Aðalsteinn Helgason aðstoðarfor- stjóri Álafoss, Kirsten Flygering hjá SH og Sveinn Hjörtur Hjartarsson hagfræðingur LÍÚ svo einhverjir séu nefndir. Gunnar Maack, Reynir Kristins- son og fleiri starfsmenn Hagvangs halda sér við heimaslóðir en Reynir fór þó um tíma út úr Hagvangi og gerðist aðstoðarmaður Sverris Her- mannssonar í menntamálaráðuneyt- inu en snéri til baka þegar því verki lauk. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.