Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Qupperneq 36

Frjáls verslun - 01.02.1989, Qupperneq 36
STJÓRNUN VERÐBÓLGAI STARFSHEITUM — HVER ER MUNURINN Á FORSTJÓRA OG FRAMKVÆMDASTJÓRA? í íslensku atvínnulífi virðist ríkja hálfgerður glundroði í notkun starfsheita. Til dæmis eru æðstu stjórnendur fyrir- tækja ýmist kallaðir fram- kvæmdastjórar, forstjórar, for- stöðumenn, stjórnarformenn eða öðrum nöfnum allt eftir smekk hverju sinni. I þessum efnum eru hvorki til ákveðnar fastmótaðar hefðir né skráðar reglur. I allra stærstu fyrirtækj- um á Islandi má þó finna nokkuð fast form á heitum æðstu yfir- manna en síðan er það mjög mis- mundandi hvernig aðrir yfir- menn eru titlaðir. Þetta eru fyrirtæki eins og Samband ís- lenskra Samvinnufélaga, Flug- leiðir, Eimskip o.s.frv. Þar heita æðstu stjórnendur forstjórar og síðan eru framkvæmdastjórar sem heyra undir forstjórana og lúta þeirra stjórn. GLUNDROÐI Að undanskildum þessum allra stærstu fyrirtækjum er ekki nokkur leið að sjá fyrir um hvort yfirmaður tiltekins fyrirtækis er kallaður fram- kvæmdastjóri, forstjóri eða eitthvað enn annað. Stærð og starfsmanna- fjöldi fyrirtækja virðist ekkert hafa að segja varðandi þessi starfsheiti - það eru næstum alveg jafn miklar líkur á að finna forstjóra í fyrirtæki þar sem vinna um 30 manns eins og í fyrirtæki þar sem vinna um 300 manns. Og stundum er enginn titlaður sem for- stjóri í stóru fyrirtækjunum þótt slík- TEXTI: KATRÍN BALDURSDÓTTIR TEIKNING: B ur titill finnist í þeim smærri. Stærð, umsvif, velta og starfsmannafjöldi er því ekki heppilegur leiðarvísir varð- andi það hvort biðja beri um fram- kvæmdastjórann eða forstjórann vilji maður eiga tal við æðsta yfirmann tiltekins fyrirtækis. STANGAST Á HJÁ TRYGGINGAFÉLÖGUNUM Tryggingafélögin, sem flestir kannast við og hafa verið í sviðsljós- inu að undanförnu, eru ágætt dæmi um þetta misræmi í notkun starfs- heita. Æðsti yfirmaður Sjóvátrygg- ingafélagsins bar starfsheitið fram- kvæmdastjóri en sá sem var í sömu stöðu hjá Almennum tryggingum bar heitið forstjóri og þó var Sjóvátrygg- ingafélagið stærra fyrirtæki en Al- mennar tryggingar. Nú er búið að sameina þessi félög og nýja félagið er að sjálfsögðu mun stærra en umrædd félög voru sitt í hvoru lagi, en samt fmnst þar enginn forstjóri. Tveir framkvæmdastjórar og aðstoðar- framkvæmdastjóri eru yfirmenn fyrirtækisins. Hjá Brunabótafélagi íslands var bæði að finna forstjóra og tvo aðstoð- arforstjóra og yfirmaðurinn hjá Sam- vinnutryggingum var nefndur for- stjóri og hafði hann framkvæmda- stjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra sér við hlið. Eftir sameiningu Sam- vinnutrygginga og Brunabótafélags- ins var ákveðið að hafa einn aðila með forstjóratitil, einn stjórnarformann í fullu starfí og síðan íjóra fram- kvæmdastjóra. Þótt þessi tvö sam- einuðu tryggingafélög séu af svipaðri VAR LEÓS stærð heita stöður æðstu yfirmanna öðrum nöfnum. Við samrunann í báðum þessum til- fellum átti sér stað nokkur samdrátt- ur í notkun titla og margur yfirmanna- titillinn var látinn fjúka. Þetta á sér- staklega við um samruna Sjóvá og Almennra trygginga. Um þessa skip- an mála segir Sigurjón Pétursson að- stoðarframkvæmdastjóri hins nýja sameinaða félags: „Áður en félögin voru sameinuð ákváðum við hjá Sjóvá að fækka ýmsum titlum og mörg starfsheiti lögðust niður. Og enn meiri hagræðing var gerð þegar fé- lögin voru sameinuð. Þetta gerðist ekki sársaukalaust, en var engu að síður nauðsynlegt. Á sínum tíma var okkur hjá Sjóvá ráðlagt að taka upp skipulag sem fól í sér heilmikila fjölg- un á starfsheitum. Til dæmis urðu allt í einu til forstöðumenn hvers sviðs og einnig voru til deildarstjóra á hverju sviði. Þetta voru óþarflega margir titlar. Það eru verkefnin sem skipta máli en ekki starfsheitin. Auk þess er verulegur verðbólgu- þefur af allri þessari notkun á starfs- heitum. Ef sú þróun, sem verið hefur á undanfömum árum, heldur áfram endar það með því að annar hvor maður verður orðinn forstjóri, fram- kvæmdastjóri, fjármálastjóri eða deildarstjóri. Nei, slíkt gengur ekki og sem betur fer eru fyrirtæki og einstaklingar farnir að kippa í spott- ana og láta titlana fjúka.“ SPURNING UM LAUN HJÁ RÍKINU Sá ruglingur sem viðgengst í notk- un starfsheita æðstu yfirmanna í ís- 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.