Frjáls verslun - 01.02.1989, Síða 37
lensku atvinnulífi á einnig við hjá opin-
berum fyrirtækjum, sem á undan-
fömum árum hafa verið að taka upp
heiti stjóratitla úr viðskiptalífinu. Nú
eru t.d. hjúkrunarkonur sem eru yfir-
menn í ákveðnum stofnunum ekki
lengur kallaðar forstöðukonur eða
yfirhjúkrunarkonur heldur hjúkrunar-
forstjórar og sumir yfirlæknar eru
kallaðir framkvæmdastjórar ákveð-
inna sviða. Það eru einnig til hjúkrun-
arframkvæmdastjórar, hjúkrunar-
stjórar og hjúkrunardeildarstjórar en
stundum er mikið ósamræmi í notkun
orðanna.
Hvert sem litið er má sjá, að lítils
samræmis gætir í notkun starfsheita
hjá ríkinu. Þannig eru yfirmenn tiltek-
inna stofnana á vegum ríkisins ýmist
kallaðir forstöðumenn, forstjórar,
framkvæmdastjórar eða eitthvað enn
annað. Yfirmaður Pósts og síma er
t.d. kallaður póst- og símamálastjóri,
yfirmaður Innkaupastofnunar ríkisins
er kallaður forstjóri, yfirmaður Raf-
magnsveitu ríkisins kallaður raf-
magnsveitustjóri ríkisins, yfirmaður
Landsvirkjunar kallaður forstjóri,
yfirmaður Hollustuvemdar ríkisins
kallaður framkvæmdastjóri sem og
yfirmaður Sfldarverksmiðja rfldsins
og yfirmaður Almannavarna ríkisins.
Þá eru yfirmenn tiltekinna stofnana
ríkisins kallaðir forstöðumenn eins og
t.d. sá sem stjómar Unglingaheimili
ríkisins.
„Þær breytingar sem gerðar hafa
verið á undanförnum árum á notkun
starfsheita hjá hinu opinbera og þar á
meðal hjá okkur á Ríkisspítölunum
eru í anda þess skipulags sem ríkir hjá
almennum viðskiptafyrirtækjum og
gerðar í hreinum stjómunarlegum til-
gangi. Þær hafa einnig verið gerðar í
anda jafnréttis því nú er óheimilt að
láta stöðuheiti enda á t.d. orðinu
kona. Þess vegna þurfti orðið for-
stöðukona að fjúka og tekið var upp
orðið hjúkrunarforstjóri,“ sagði
Davíð Á. Gunnarsson sem er yfir-
maður Ríkisspítalanna og kallast sú
staða nú forstjóri Ríkisspítalanna, en
hét áður ráðsmaður.
VERÐBÓLGA í TITLUM
„Öll þessi aukning á notkun tilta hjá
okkur og annarsstaðar er að sjálf-
sögðu einnig afurð verðbólgunnar.
Það er verið að búa til titla til þess að
skapa grundvöll fyrir hærri launum.
Hjá Ríkisspítulunum hefur það m.a.
gerst þannig, að yfirmönnum er feng-
in aukin ábyrgð og bera þeir því ekki
aðeins faglega ábyrgð heldur einnig
fjárhagslega. Til dæmis eru sumir
hjúkrunarforstjórarnir og sumir yfir-
37