Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Síða 40

Frjáls verslun - 01.02.1989, Síða 40
IÐNAÐUR Magnús Helgason framkvæmdastjóri Hörpu, Stanley Pálsson verkfræðing- ur og Páll Sigurjónsson forstjóri Istaks skála fyrir nýja Hörpuhúsinu. geta snúið lykli í útihurð hins nýja mann- virkis! En hvenær hentar þessi bygging- araðferð að mati Jónasar Frírnannsson- ar? NÆGT FJÁRMAGN ER SKILYRÐI „Alverktöku má beita með góðum ár- angri þegar verið er að byggja mannvirki sem byggð hafa verið áður, t.d. iðnaðar- hús, skrifstofubyggingar eða íþróttahús. Um leið og byggingar verða flóknar er ekki víst að hagkvæmni þessarar aðferðar skili sér eins vel. Dæmi um hús sem við byggðum eru Ártúnsskóli í Reykjavík, en í því tilfelli liðu rúmir 4 mánuðir frá því fram- kvæmdir hófust til þess að fyrsta kennslu- stundin hófst í hinu nýja húsi. Nýlega luk- um við byggingu húss fyrir málningar- verksmiðjuna Hörpu hf. í Reykjavík í alverktöku og ég er þess fullviss að for- ráðamenn þess fyrirtækis sjá ekki eftir að hafa haft þennan hátt á.“ Jónas taldi frumforsendu þess að al- verktaka gæti heppnast vera þá að bygg- ingaraðili ráði yfir nægu fjármagni. „Einn meginkosta aðferðarinnar er hinn stutti byggingartúni og skkt skiptir miklu máli þegar ijármagn er jafn dýrt og raun ber vitni. Til þess að alverktakinn geti hagað framkvæmdum eins og hann vill má ekki standa á fjármagni. Þama hygg ég að sé að finna eina skýringuna á því hvers vegna alverktaka hefur ekki fyrir löngu rutt sér til rúms hér á landi,“ sagði Jónas. HARPA í NÝTT HÚS í lok síðasta árs flutti málningarverk- smiðjan Harpa í nýtt og glæsilegt húsnæði að Stórhöfða 44. Þar var á mjög skömm- um tíma byggt 2.500 fermetra hús á 8000 fermetra lóð og nægjanlegt svigrúm skap- aðist fyrir þetta gamalgróna fyrirtæki. Samningur um verkið var gerður á milli Hörpu hf. og ístaks hf. í lok febrúar 1988 og húsið afhent eigendum fullbúið rúmlega 9 mánuðum síðar. Að sögn Magnúsar Helgasonar fram- kvæmdastjóra Hörpu hf. tókst alverktak- an undir stjóm ístaks hf. mjög vel. Hann taldi engan vafa leika á að hagkvæmni þessarar aðferðar væri ótvfræð auk þess sem góðir arkitektar að húsi Hörpu og virkt byggingareftirlit Stanleys Pálssonar verkfræðings hefði stuðlað að ódýru og afar heppilegu húsi fyrir starfsemi verksmiðjunnar. FYRIRHÖFN SPARAST „Það er ekki aðeins að alverktakan sparaði okkur fjármuni heldur einnig fyrir- höfn. Með því að varpa framkvæmdinni og eftirliti með henni yfir á herðar sérfræð- inga gátum við sem stjómum þessu fyrir- tæki einbeitt okkur að okkar eigin verk- sviði, þ.e. að framleiða málningu. Ég tel að fleiri ættu að hagnýta sér þennan kost því það hlýtur að vera eðlilegast að sér- fræðingamir fáist við það sem þeir kunna best en aðrir séu ekki að fást við það sem þeir ekki kunna til hlítar,“ sagði Magnús. Hið nýja hús Hörpu hf. er sérhannað fyrir starfsemina af arkitektunum Ormari Þór Guðmundssyni og Ömólfi Hall. Áður var framleiðsla Hörpu á 7 gólfum en er nú á einni hæð. Vélakostur var stórbættur og að sögn Magnúsar er Harpa betur í stakk búin en nokkru sinni fyrr að mæta kröfum íslenskra kaupenda. Hefur þú áhuga á að fara út í atvinnurekstur, eða viltu ef til vill auka við fyrirtæki sem þú rekur í dag. # bjóðum upp á ný tækifæri og hugmyndir, # einnig framleiðsluleyfi og know-how. Gerum: # markaðsathuganir, # framleiðsluútreikninga. Öflum tilboða í vélar og hráefni. Hafðu samband það kostar ekkert. ÍSLENSK FJÁRFESTING HF. SÍMI: 28450 - AUSTURSTRÆTI 17, RVÍK 40

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.