Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Side 42

Frjáls verslun - 01.02.1989, Side 42
FJOLMIÐLUN ERLENDAR FRÉTTASTOFUR Á ÍSLANDI: ISLAND A HEIMSKORTIÐ Þrátt fyrir íbúafæð landsins hefur Island vakið eftirtekt heimsbyggðarinnar fyrir margra hluta sakir. Við þykjum um margt sérstök og sérsinna og mörgum finnst með ólíkindum hvað hér getur skotið upp kollin- um. A sínum tíma þótti t.d. alveg einstakt að hér sæist ekkert sjórnvarp á fimmtudögum, ekk- ert brennivín drukkið á mið- vikudögum, engir hundar leyfð- ir í höfuðborginni og síðast en ekki síst enginn bjór heimilað- ur. TEXTI: KATRÍN BALDURSDÓTTIR MYNDIR: GU Smám saman hefur orðið breyting á þessu og erum við að missa sér- stöðu hvað framangreind mál varðar, meira að segja bjórinn er að koma á markaðinn. En önnur mál hafa tekið við sem vakið hafa athygli, mál eins og uppkoma Kvennalistans, kjör Vig- dísar Finnbogadóttur í embætti for- seta íslands og hvalamálið svo eitt- hvað sé nefrit. Nú skákeinvígi Fischers og Spasskys er j)að sem út- lendingar minnast á er Island ber á góma að ógleymdum leiðtogafundin- um. En hveijir eru það sem miðla frétt- AR GUNNARSSON O.FL. um frá íslandi út í hinn stóra heim? Að vísu skrifa margir fyrir einstök erlend blöð og tímarit um hérlenda atburði en það eru ekki þeir sem miðla frétt- um til erlendu fréttastofanna sem ná hvað mestri útbreiðslu á sínu efni um veröldina. Þær fréttastofur sem senda reglu- lega fréttir héðan og út í hinn stóra heim eru Reuters fréttastofan, AP — Associated Press, APN — Agents- tvo Petsjati Novosti, AFP — Agence France Presse og Ritzau. Til að for- vitnast um starfsemi og virkni þess- ara fréttastofa á íslandi og annars 42

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.