Frjáls verslun - 01.02.1989, Page 43
staðar hitti Frjáls verslun þá aðila sem
starfa fyrir þessar fréttastofur á ís-
landi.
REUTERS:
ÍSLAND í DAGBLÖÐUM
PERSAFLÓARÍKJANNA
Allir stærstu fjölmiðlar á Islandi
nota sér fréttaþjónustu Reuters og
má raunar segja að Reuters einoki
hinn íslenska fjölmiölamarkað. Sjón-
varpið, Stöð 2, öll stærstu dagblöðin
og útvarpsstöðvarnar nota Reuters
en enginn nema Ríkisútvarpið og
Sjónvarpið hafa aðgang að öðru en
Reuters. Reuters rekur einnig frétta-
myndaþjónustu og hafa t.d. bæði
Morgunblaðið og D.V. komið sér upp
búnaði til að taka á móti fréttamynd-
um frá fyrirtækinu.
Allir bankar á íslandi taka á móti
viðskiptafréttum frá fréttastofunni og
er sú þjónusta mjög þýðingarmikil
þegar haft er í huga að mínútur og
jafnvel sekúndubrot geta skipt máli í
heimi fjármálanna. Reuters er einnig
með hótelfréttir og eru þær notaðar
af nokkrum fyrirtækjum hér á landi
t.d. Hótel Holti.
Reuters er lfldega stærsta fyrir-
tæki í heimi sem starfar eingöngu við
upplýsingamiðlun. Enginn einkaaðili
er með jafn stórt samskiptanet og
upplýsingar af ýmsu tagi eru sendar
til samtals 133 landa.
Reuters var stofnað árið 1851 af
Julius Reuter sem fyrst um sinn starf-
rækti fyrirtækið úr tveimur herbergj-
um í kauphöllinni í London. Reuter
hafði einn aðstoðarmann sem var tólf
ára drengur. En eins og gerist í ævin-
týrunum þá óx fyrirtækið og dafnaði
en var fyrstu öldina aðallega í eigu
breskra dagblaða. Árið 1984 voru
hlutabréf í fyrirtækinu seld á frjálsum
markaði en tuttugu árum áður hafði
Reuters tekið þá afdrifaríku ákvörðun
að nota tölvutækni til að dreifa fjár-
málaupplýsingum til fyrirtækja um all-
an heim. Það er nú aðalverkefni Reut-
ers, þótt það sé áfram ein af þremur
eða fjórum stærstu fréttastofum
heims.
Við árslok 1987 störfuðu á annað
þúsund fréttamenn, ljósmyndarar og
sjónvarpsupptökumenn við Reuters.
Þar við bætast fréttamenn og ljós-
Þórir Guðmundsson, fréttaritari Reuters á íslandi.
myndarar í hlutastarfi, sennilega í
hverju einasta ríki í heimi. Reuters er
eina fyrirtækið í heimi sem tekur á
móti og dreifir fréttum, fréttamynd-
um og sjónvarpsfréttum til áskrifenda
um víða veröld.
Á íslandi er enginn í fullu starfi hjá
Reuters, en fulltrúi söludeildar er
Þorsteinn Thorarensen og frétta-
maður í hlutastarfi er Þórir Guð-
mundsson, fréttamaður á Stöð 2.
Þórir var spurður að því hverju það
sætti að Reuters einokaði næstum
markaðinn fyrir erlendar fréttir hér á
landi: „Fréttir Reuters eru ef til vill
nær okkar heimsmynd en t.d. fréttir
bandarísku fréttastofanna, sem eru
aðallega skrifaðar fyrir bandaríska
neytendur. Reuters er stærsta
fréttastofan í Evrópu og ber keim af
því. En mér fínnst það miður að ekki
skuli ríkja meiri samkeppni um er-
lenda fréttamiðlun á íslandi. Það er
slæmt fyrir neytendur og einnig
Reuters fréttastofuna sjálfa."
Þórir sagði það mjög misjafnt
hversu margar fréttir hann sendi héð-
an. „Ef eitthvað er að gerast á vett-
vangi stjómmálanna sendi ég stund-
um 2 - 3 fréttir á dag, annars geta liðið
allt að tvær eða þrjár vikur án þess að
nokkuð þyki fréttnæmt héðan. Reut-
ers hefur mikinn áhuga á efnahags-
málum og ég reyni að greina reglu-
43