Frjáls verslun - 01.02.1989, Side 44
sem ég hef skrifað fyrir fréttastofuna.
Mér skilst að viðtalið hafi birst í Int-
ernational Herald Tribune."
AP — ASSOCIATED PRESS:
„ÓLÍKINDAFRÉTTIR" VEKJA EFTIRTEKT
AP fréttastofan er langstærsta
fréttaþjónusta í heimi með höfuð-
stöðvar í New York. Fyrirtækið er í
eigu bandarískra dagblaða og er svo-
kallað „non profit organizatiorí', þ.e.
verði einhver ágóði af rekstrinum er
honum varið til að bæta fréttanetið.
Tilgangurinn með þessu fyrirkomu-
lagi er að tryggja sjálfstæði frétta-
þjónustunnar.
Fyrsti fréttaritari AP á íslandi mun
hafa verið Ivar Guðmundsson blaða-
maður og fyrrum fréttastjóri hjá
Morgunblaðinu en síðar gerðist ræð-
ismaður íslands í New York. Ætíð
síðan hafa fréttaritarar AP á íslandi
verið starfandi blaðamenn hjá Morg-
unblaðinu og nú sinna þessu starfi
þeir Agúst Asgeirsson og Asgeir
Sverrisson sem báðir skrifa erlendar
fréttir fyrir Morgunblaðið.
Morgunblaðið gerðist áskrifandi að
AP fréttastofunni árið 1961 og Ríkis-
útvarpið notfærði sér einnig þessa
þjónustu um tíma. Þessir fjölmiðlar
notuðu sér fréttaþjónustu AP sem
ætluð var Mið-Austurlöndum. Um
var að ræða eins konar endurvarp
loftskeyta sem unnt var að veita við-
töku. Síðar fékk Morgunblaðið sér-
staka Evrópulínu og notfærði sér
fréttaþjónustu AP allt til ársins 1987. í
dag nýtir blaðið sér hins vegar síma-
myndaþjónustu AP.
„AP er ekki samkeppnishæf við
Reuters á sviði tæknibúnaðar. Auk
þess náði Reuters gífurlegum
árangri þegar þeir hófu að senda við-
skiptafréttir og bjóða upp á mjög
háþróaðan tæknibúnað á lægra
verði,“ sagði Ásgeir Sverrisson er
hann var spurður um ástæðuna fyrir
því að fjölmiðlar á íslandi væru að
mestu hættir að nýta sér fréttaþjón-
ustu AP. „Ég er hins vegar þeirrar
skoðunar að AP sé miklu betri frétta-
stofa og það er synd að hér ríki nánast
einokun Reutersfrétta," sagði Ás-
geir.
Ásgeir sagði að fréttastreymi AP
frá íslandi væri ansi misjafnt og færi
lega frá slíku. Einnig er áhugi fyrir
staðreyndum sem þykja sérstakar og
öðruvísi, eins og til dæmis bjórbannið
og hundabannið. En það má segja að
héðan berist fáar stórfréttir og það er
enginn þrýstingur frá Reuters með að
fá æsifréttir."
— En hafa einhverjir áhuga á frétt-
um frá íslandi? Birtast þær einhvers
staðar?
,Já, það er ólíklegasta fólk sem
sýnir fréttum frá íslandi áhuga. Til
dæmis kom mér á óvart, er ég heim-
sótti Persaflóaríkin fyrir nokkru,
hversu margir þar höfðu áhuga á Is-
landi. Blöð í Kuwait og Bahrain birtu
fréttir héðan sem ég hafði skráð.
Fréttirnar mínar fara að vísu ekki
beint inn á Reuters-kerfið heldur eru
fyrst ritskoðaðar og þýddar en stund-
um er nánast engu breytt. í aðalda-
gblaðinu í Taiwan og í dagblöðunum í
Peking gat fyrir skömmu að líta grein-
ar sem ég skrifaði um jólabókaflóðið á
íslandi sem þykir með ólíkindum. Int-
emational Herald Tribune, hið
þekkta dagblað, birtir stundum grein-
ar um íslensk efnahagsmál sem koma
ffá Reuters og svo mætti lengi telja. “
— Þórir var að lokum spurður að
því hvaða frétt honum hefði þótt
skemmtilegast að skrifa fyrir Reut-
ers?
„Ég tók einu sinni viðtal við Halldór
Laxness fyrir Reuters og sennilega
er það samtal það skemmtilegasta
Ásgeir Sverrisson og Ágúst Ásgeirsson, fréttaritarar AP.
FJOLMIÐLUN
44