Frjáls verslun - 01.02.1989, Qupperneq 45
að sjálfsögðu eftir atburðarásinni hér
á landi. „í síðustu kosningum var brjá-
læðisleg vinna að vera fréttaritari AP,
maður hafði vart undan. En stundum
kemur fyrir að heilu vikurnar líði án
þess að nokkur frétt sé send og þá
byrjar samviskan að naga mann. Yfir-
leitt erum við þó nokkuð duglegir við
fréttasendingamar.
Fréttirnar sem við sendum eru
vitaskuld þær sem á einhvern hátt
koma útlendingum við eða þykja for-
vitnilegar. Dæmi um hið síðamefnda
er Kvennalistinn á Islandi og bjór-
bannið. Nú, áfengiskaup Magnúsar
Thoroddsen hæstaréttardómara
vöktu mikla athygli heimsbyggðarinn-
ar og eins vildu menn vita allt um
ísbjöminn sem var drepinn hér uppi á
Fróni síðastliðinn vetur. Sú frétt þótti
einstök.
Allskonar svona fréttir, sem í út-
löndum túlkast sem „ólíkindafréttir“,
eru mjög vinsælar. Aftur á móti hefur
enginn áhuga á því þótt skattar hækki
hér á landi eða hvort hér sé á ferðinni
eitthvert hneyksli varðandi samsetn-
ingu kjöthakks. Og almennt séð hafa
útlendingar ekki áhuga á frásögnum
sem eru einhverjar „spekulasjónir"
um eitt eða annað á íslandi. Það verð-
ur einhver einstakur atburður að hafa
átt sér stað. Agúst hefur matað AP á
þeim fjölmörgu flug- og sjóslysum
sem hér hafa orðið í nágrenni landsins
og hefur frætt heiminn um björgunar-
aðgerðir og slík mál. En sem sagt, að
undanskildum atburðum á sviði
stjórnmála, eru það fréttir sem þykja
með ólíkindum sem vekja mesta eftir-
tekt,“ sagði Ásgeir að lokum.
APN — AGNETSTVO PETSJATI
NOVOSTI:
Sovéska fréttastofan APN — Ag-
entstvo Petsjati Novosti, hóf starf-
semi sína á íslandi árið 1970 og hefur
starfað hér óslitið síðan. Yfirmaður
hennar hér heitir Vladimir Verbenko
og sér hann um að senda fréttir héðan
inn á net APN. Þetta er fullt starf hjá
Verbenko og er vera hans á íslandi að
öllu leytið kostuð af APN sem er sjálf-
stæð stofnun og í engum tengslum
við sovéska sendiráðið hér á landi.
Verbenko talar ekki íslensku og skilur
ekki málið þannig að fréttir héðan eru
þýddar fyrir hann.
María Þorsteinsdóttir, ábyrgðarmaður sovésku fréttastofunnar APN.
María Þorsteinsdóttir er ábyrgðar-
maður fréttastofunnar og hefur starf-
að sem slík í um 11 ára skeið. Að sögn
Maríu var APN fréttastofan stofnuð
1961. Að stofnun hennar stóðu Blaða-
mannafélag Sovétríkjanna, Rithöf-
undasamband Sovétríkjanna, Sam-
band vináttufélaga og menningar-
tengsla við önnur lönd, félagið
Znaníe, sem er útgáfufyrirtæki, og
miðstjórn Alþýðusambands Sovét-
ríkjanna. APN hefur skrifstofur í
mörgum löndum og er efni fréttastof-
unnar dreift í 110 þjóðlöndum og í
borgum Sovétríkjanna.
„Fréttastofa APN flytur fjölþættar
fréttir frá Sovétríkjunum en auk
stjórnmálafrétta og frétta frá verka-
lýðssamtökum færir hún fréttir af við-
burðum á sviði lista og menningar og
þjóðlífi hinna ýmsu þjóða sem byggja
Sovétríkin. Fréttastofan túlkar
stefnu Sovétríkjanna í alþjóðamálum
— hún hefur t.d. birt í heild sinni þá
samninga sem Sovétríkin og Banda-
rílcin hafa gert um afvopnunarmál,“
sagði María.
„Við sendum fréttastofunni fréttir
um íslenskt þjóðfélag, menningu
þjóðarinnar, stjórnmálaviðburði og
45