Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Side 46

Frjáls verslun - 01.02.1989, Side 46
FJOLMIÐLUN efnahagsmál en auk þess hefur Ver- benko sent fjölda viðtala við ýmsa frammámenn í efnahagslífmu hér á landi og kynnt þar með málstað ís- lendinga. Fjölmiðlar á íslandi eru ekki í bein- línusambandi við fréttastofuna en geta leitað til okkar ef þeir óska. Við sendum daglega út fréttabréf til fjöl- miðla eða á hverjum virkum degi og ennfremur gefum við hálfsmánaðar- lega út blað sem ber heitið Fréttir frá Sovétríkjunum. Auk þess er hægt að fá víðtækar og almennar upplýsingar um Sovétríkjin hjá okkur,“ sagði María ennfremur. Aðspurð sagði María að íslending- ar hefðu talsvert mikinn áhuga á frétt- um frá Sovétríkjunum og að hennar sögn hefur gengið vel að miðla frétt- um frá APN hér á landi. „Áhugi ís- lendinga á Sovétríkjunum hefur auk- ist verulega síðan leiðtogafundurinn var haldinn hér á landi og síðan Gor- batsjov komst til valda.“ — En hefur APN fréttastofan ein- hvern raunverulegan áhuga á íslandi og því sem hér gerist? „Fréttastofan hefur ávallt haft áhuga á fréttum héðan. ísland er t.d. oft á tíðum umfjöllunarefni blaða og tímarita sem gefm eru út í Sovétríkj- unum af APN,“ sagði María að lokum. AFP — AGENCE FRANCE PRESSE: ÍSLENSK MENNING ER EKKIFRÉTT „Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, er þekkt persóna í Frakk- landi og Frakkar hafa áhuga á að fá fréttir af henni. Núna er ísland í tísku sem ferðamannaland og auk þess ber landið oftar á góma vegna aukinna samskipta landsins við önnur ríki. Hins vegar hefur sérstaða íslands í mörgu tilliti minnkað sem rýrir auð- vitað áhugann á landinu. Nú er búið að leyfa bjórinn og hundahald í Reykjavík og um þessar mundir er verðbólgan „ömurlega" lítil. Eldgos hafa verið fá á undanförnum árum og þorskastríðum er lokið fyrir löngu,“ sagði Frakkinn Gérard Lemarquis fréttaritari AFP — Agence France Presse á íslandi. AFP fréttaþjónustan hefur verið starfrækt á íslandi frá árinu 1976. Gérard hefur verið fréttaritari frétta- stofunnar frá upphafi en hefur ásamt Gérard Lemarquis, fréttaritari frönsku fréttastofunnar AFP. því þjónað öðrum frönskumælandi fjölmiðlum, til dæmis dagblaðinu Le Monde. Enginn fjölmiðill á íslandi nýtir sér þjónustu AFP en hún er samt 3ja stærsta fréttastofa í heimi og á viðskiptavini í yfir 100 löndum. AFP er sterkust í Vestur-Afríku, Róm- önsku-Ameríu og Suðaustur-Asíu. Hún sendir út fréttir á fjórum tungu- málum; frönsku, ensku, þýsku og spænsku. Fréttir frá Islandi eru sendar um Stokkhólm til Parísar og þaðan til rúmlega 100 landa. „Ég sendi að með- altali 2-3 fréttir í viku; stjórnmála- fréttir, efnahagsfréttir, íþróttafréttir og gamlar lummur eins og ég kalla fréttir af bjór, hundum og því sem gerir ísland sérstætt í augum um- heimsins. Ég þarf að fylgjast vel með öllum alþjóðlegum íþróttamótum sem hér fara fram til þess að geta birt úrslitin helst samstundis. Ég vildi gjarnan skrifa meira um íslensk menningarmál en það er enginn markaður fyrir slíkar fréttir hjá AFP. En það er töluverður áhugi fyrir land- inu og mínar fréttir birtast á ólíkleg- ustu stöðum t.d. í Kólumbíu, Japan og víðar. Ég skrifaði nýlega langa grein um hundakosningarnar í Reykjavík og sú grein var þýdd á fjögur tungumál 46

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.