Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Page 47

Frjáls verslun - 01.02.1989, Page 47
og birt í mörgum löndum,“ sagði Gér- ard Lemarquis. RITZAU: ÓTRÚLEGT FRJÁLSLYNDI Ritzau fréttastofan hefur verið starfrækt á Islandi um nokkurt skeið og hefur haft hér fréttaritara í fullu starfi síðan árið 1981. Fréttir Ritzau frá íslandi hafa oft á tíðum þótt krass- andi og verið kenndar við æsifréttir. Til dæmis var það Ritzau fréttastofan sem boðaði þau tíðindi fyrst allra að íslenskur verkalýðsleiðtogi, Guð- mundur J. Guðmundsson, hefðiþegið mútur frá fjármálaráðherra landsins, Albert Guðmundssyni. Þetta þóttu aldeilis tíðindi úti í hinum stóra heimi og eins og allir vita urðu þessar fréttir kveikjan að því að Albert vék úr sæti Ijármálaráðherra og stofnaði í kjölfar- ið Borgaraflokkinn. Magnús Guðmundsson, blaðamaður, var fyrsti fréttaritari Ritzau á íslandi í fullu starfi og gegndi því í 7 ár en á síðasta ári tók danskur maður að nafni Lars Toft Rasmunssen við frétta- þjónustunni. Áður en Magnús hóf hér störf fyrir Ritzau höfðu ýmsir unnið í lausamennsku fyrir fréttastofuna, þar á meðal Árni Gunnarsson núverandi þingmaður og Borgþór Kjæmested. „Það er misskilningur að fréttimar sem ég skrifaði hafi verið einhverjar æsifréttir. Þetta er hlutlaus frétta- stofa og þótt ég hafi stundum reynt að segja satt og rétt frá þeirri spillingu, eða hinu ótrúlega frjálslyndi, sem óumdeilanlega þrífst hér í stjómkerfi íslendinga, var ég kallaður landráða- maður. Sú spilling sem fyrirfinnst hér í stjómmálum og á öðrum sviðum þjóðlífsins myndi aldrei ná að þrífast í Skandinavíu. Það má ekki gleyma því að Ritzau horfir á íslenskt þjóðlíf með gestsauga. Ég var hins vegar búinn að vera svo lengi þegar ég hætti að starfa fyrir fréttastofuna að ég var orðinn samdauna því kerfi sem hér ríkir og þess vegna vildi ég hætta,“ sagði Magnús Guðmundsson í samtali við Fijálsa verslun. Ritzau fréttastofan er dönsk og mun vera ein sú elsta í heimi. Daninn Ritzau stofnaði hana á fyrrihluta síð- ustu aldar og fljótlega eftir stofnun hennar sá hún öllum fjölmiðlum í Dan- mörku fyrir fréttaefni. Hún varð nokkurs konar þjóðarfréttastofa Dana. Ritzau er nú sameign svokall- aðra „non-profit“ fjölmiðla í Dan- mörku og reynir þannig að halda sjálf- stæði sínu. Ritzau er nú með aðsetur í mörgum löndum og heldur uppi nánu samstarfi við NTB, norsku fréttastof- una, TT fréttastofuna í Svíþjóð og FNB í Finnlandi. Sameiginlega reka þessar fréttastofur útibú út um allan heim. Ríkisútvarpið og Sjónvarpið eru þeir fjölmiðlar á íslandi sem nýta sér þjónustu Ritzau. „Síðan Magnús hætti hafa fréttirn- ar frá íslandi breyst örlítið. Ég hef lagt meiri áherslu á viðskiptafréttir af ýmsu tagi og er sú breyting í sam- ræmi við stefnu fréttastofunnar. Ég hef kynnt mér rekstur og afkomu stærstu fyrirtækjanna hér á landi og skrifað fréttir um þau. Ég tala ekki íslensku en ég skil og les málið og get því fylgst með öllum fréttum. Mér finnst gott að vera á íslandi enda sér- legur áhugamaður um lönd sem liggja langt í norðri. Ég starfaði til dæmis fyrir Ritzau á Grænlandi. Þar náði ég mér í grænlenska konu sem fluttist með mér til Islands. Ég get vel hugs- að mér að vera hér áfram,“ sagði Daninn Lars Toft Rasmussen. Lars Toft Rasmussen, fréttaritari Ritzau. 47

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.