Frjáls verslun - 01.02.1989, Qupperneq 53
minnsta kosti og veldur því auðvitað
stærð markaðarins en einnig sú venja
sem víða hefur skapast að fleiri en
einn og fleiri en tveir aðilar sjá um
reikningsuppgjör bankanna.
Tölvuvæðing banka og sparisjóða
hefur aukist mjög á síðustu árum og
heyrst hafa raddir um að sumir þeirra
séu það vel tæknivæddir að þeir gætu
sem best annast þá þjónustu sem
Reiknistofan hefur með höndum.
Hvað segir Þórður B. Sigurðsson um
þau mál?
68 MILUÓN FÆRSLUR
,Jú, vissulega hafa bankarnir
tæknivæðst eins og önnur fyrirtæki
og það gerir þeim kleift að annast
ýmsar þær færslur sem við hefðum
áður tekið að okkur. Hins vegar bæt-
ast stöðugt við ný verkefni í hverri
stofnun og þróunin hefur verið sú að
stofnanirnar hafa leyst sum þeirra en
meginverkefni okkar hafa aukist ár
frá ári þrátt fyrir það. Ég man þá tíð
þegar við vorum að undirbúa stofnun
þessa fyrirtækis að samreikningar úr
öllum bönkum og sparisjóðum árið
1971 sýndu 7 milljón færslur það ár.
Fyrsta starfsárið, 1975-76, hafði
færslufjöldinn nær tvöfaldast og æ
síðan hefur hann aukist ár frá ári.
Færslufjöldi árið 1988 var 68.192.182
eða 9.6% meiri en árið á undan. Það
er því ljóst að Reiknistofa bankanna
hefur þýðingarmiklu hlutverki að
gegna og að þetta samstarf peninga-
stofnana í landinu er ódýrasti kostur-
inn en jafnframt sá öruggasti."
Langinestur hluti af verkefnum
Reiknistofunnar er fólginn í færslum
vegna tékkareikninga og voru þær
49.222.000 talsins á síðasta ári. Þar á
eftir komu færslur vegna sparisjóðs-
bóka, aðalbókhalds, skuldabréfa og
víxla. Það er athyglisvert að skoða
aukinn fjölda tékkafærslna í ljósi mik-
illar aukningar á notkun greiðslu-
korta. Reiknistofan hefur fleira með
höndum en færslur fyrir banka og
sparisjóði því fyrir nokkru fól fyrir-
tækið Greiðslumiðlun hf. eða VISA á
íslandi Reiknistofu bankanna að sjá
um færslur sínar og má því segja að
fleiri stoðum hafi verið rennt undir
þessa traustu stofnun í húsinu dökka
við Arnarhól.
Þórður B. Sigurðsson.
RÁÐGARÐUR
Sérhæfð ráðningaþjónusta fyrir
stjórnendur og sérfræðinga
ATVINNUREKENDUR ATH!
Rétt val á fólki til stjórnunar og sérfræðistarfa er mikilvægur þáttur í
rekstri fyrirtækja.
Við finnum fyrir ykkur rétta starfsmanninn í skrám okkar, með
fyrirspurnum og auglýsingum.
Þið sparið ykkur mikla vinnu og tíma með því að láta okkur annast
ráðninguna fyrir ykkur.
Hafið samband og kynnið ykkur málin.
Okkar fag er ráðning sérhæfðra starfsmanna til að annast
stjórnunarstörf, fjármál og tæknileg málefni.
RÁÐGARÐUR
STjÓRNUNAR OG REKSTRARRÁDGJÖF
NÓATÚNI 17, 105 REYKJAVÍK, SÍMl (91) 68 66 88
53