Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Síða 55

Frjáls verslun - 01.02.1989, Síða 55
Ragnar Birgisson, Sanitas: Efverð á innlendum bjór feryfir 80-100 kr. dósin mun smyglið blómstra. Lárus Berg, Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni: Egils Gull bjór verður í fyrírrúmi hjá okkur ogsvo flytjum við inn Tuborg. og er þá að sjálfsögðu ótalið smyglið sem eflaust nemur tugum lítra. Þess ber að geta að inni í þessum neyslu- tölum öllum er pilsner talinn með en þess má geta að erlendis neyta menn mjög lítils magns af slíku öli. Má telja víst að sama verði upp á teningnum hér þegar Kða fer á árið. Eins og áður sagði mun neysla hér- lendis ráðast mjög af verðlagningu bjórsins. Nýjustu tölur úr ÁTVR eru þess efnis að 33 cl dós af innlendu öli muni kosta um eða innan við 100 kr., en átappaður bjór hérlendis verði 15% dýrari og innfluttur bruggaður bjór allt að 30% dýrari. Ragnar Birgisson forstjóri Sanitas taldi að verð á innlendum bjór ætti að vera 80-100 kr. dósin. „Ef menn hafa útsöluverðið hærra en þetta mun hinn löglegi mjöður aldrei ná að keppa við smyglið því í þeim atvinnuvegi hafa menn margfalt meira svigrúm til að lækka álagningu og undirbjóða gild- andi útsöluverð. En miðað við þetta verð er ég þess fullviss að neysla inn- anlands verður allt að 15 milljónir lítra á ári. Þá byggi ég á neyslutölum frá nágrannalöndunum. Fari hins vegar verð innlenda bjórsins upp í 115-125 kr. dósin tel ég að neyslan verði ekki meiri en 10-12 milljón lítra“. Ragnar taldi að neysla fyrstu tvö árin yrði mun meiri en undir venjuleg- um kringumstæðum. íslendingar væru nýjungagjamir og því mætti búast við allt að 20 milljón lítra neyslu fyrst í stað en síðan drægi úr og ein- hvers konar meðalástandi yrði náð. Ef þessi spádómur Ragnars rætist mun hver Islendingur kneyfa um 110 k'tra af öli á ári og vonandi verður engum bumbult af! HVERJIR HAFA UMB0ÐIN? Á grundvelli útboðs sem ÁTVR stóð fýrir á síðasta ári voru valdar 3 erlendar tegundir til sölu í vínbúðum fyrirtækisins frá jafnmörgum löndum. Flestir íslendingar þekkja þessar bjórtegundir af eigin reynslu eða af- spum en færri kunna deili á þeim mönnum sem reyndust hafa umboð fyrir mjöðinn. 3-K Trading heitir fyrirtækið er hreppti Budweiser hnossið en for- svarsmaður þess er Magnús Jónas- son, en hann hefur haft umboð fyrir þennan kunna bandaríska bjór í nokk- ur ár og séð um alla þjónustu við bandaríska herinn. Magnús sagði í samtali við Frjálsa verslun að hann hefði frekar búist við því að Budweis- er yrði einn þeirra erlendu bjóra sem kæmu til með að vera hér á boðstól- um eftir að bjórbanninu yrði aflétt. „Framleiðandi Budweiser er lang- stærsti framleiðandi bjórs í heiminum og er með 42% af allri bjórsölu í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur fyrirtækið sótt inn á heimsmarkaðinn 55

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.