Frjáls verslun - 01.02.1989, Page 56
VERSLUN
Beðið eftir bjórnum!
og náð verulegum árangri. Það var
þeim því talsvert keppikefli að bjóða
lágt verð þegar útboð ÁTVR var aug-
lýst til þess að ná fótfestu á þessum
nýja markaði. Við lítum svo á að þessi
samningur um 1 milljón lítra sé aðeins
byrjunin og að val neytenda muni
tryggja frekari sölu á þessum ágæta
bjór í framtíðinni."
Þess má geta að fyrirtækið
Anheuser-Busch Inc. framleiðir um
25 milljón lítra á dag og getur því
framleitt fyrir allan íslenska markað-
inn á hálfum degi!
Magnús nam viðskiptafræði við
H.Í., vann hjá Reykjavíkurborg um
skeið en stofnaði síðan innflutnings-
fyrirtækið 3-K Trading ásamt Ingvari
Karlssyni framkvæmdastjóra Karls
K. Karlssonar. Hlutverk3-KTrading
er umboðssala á Budweiser en auk
þess hefur Magnús rekið eigin inn-
flutningsfyrirtæki um nokkurt skeið.
Útgarðar sf. flytja inn Kaiser bjór-
inn austurríska en framkvæmdastjóri
fyrirtækisins er Ásdís Jónasdóttir.
Hún kynntist miðinum sem ferða-
maður í Austurríki fyrir nokkrum ár-
um, lét sér detta í hug að sækja um
umboð fyrir bjórinn hér á landi, „og
það tókst með þessum árangri," eins
og hún komst að orði í samtali við
Fijálsa verslun.
„Við munum aðeins vera með
Kaiser Premium sem er 5.44% að
styrkleika miðað við rúmmál og því
verður hann sterkasti bjórinn á mark-
aðnum. Þessi bjór er sá langmest
seldi í Austurríki og hefur verið þar á
boðstólum frá því árið 1475 er munkar
í Salzburg hófu bruggunina í ölkjöllur-
um sínum. Markaðshlutdeild Kaiser
samsteypunnar nemur 38% í því
mikla bjórlandi Austurríki og auk þess
flytur fyrirtækið út drykkjarföng til 30
landa.
„Það er enginn vafi á því að Kaiser
er góður bjór og ég veit að íslending-
ar munu kunna að meta hann. Varð-
andi söluna er ég því bjartsýn og segi
bara „Keisarinn krýnir sig sjálfur“!
Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.
er með umboð fyrir Tuborg bjórinn,
en hann er einn þriggja erlendra bjóra
sem samið hefur verið um innflutning
á. Lengi vel var um það deilt hver
hefði Tuborg umboðið með höndum
og fyrirtækið Karl K. Karlsson nefnt í
því sambandi. Misskilningurinn mun
m.a. hafa stafað af því að það fyrir-
tæki er með umboð fyrir Carlsberg
frá Danmörku en sú framleiðsla er á
vegum sömu aðila og Tuborg bjórinn.
Lárus Berg hjá Agli Skallagrfms-
syni sagði að Tuborg ölið yrði flutt inn
frá Danmörku til að byrja með en síð-
an væri til athugunar að tappa miðin-
um á dósir hér heima. Tuborg bjórinn
er 5.1% að styrkleika og eflaust sá
bjór sem hvað flestir íslendingar
þekkja.
Fleiri aðilar innanlands hyggja gott
til glóðarinnar varðandi sölu á áfeng-
um bjór þegar hömlum léttir. Lýður
Friðjónsson hjá Vífilfelli sagði að fyrir-
tækið myndi bjóða sænska Pripps
bjórinn og að síðar mætti búast við að
hann yrði tappaður á dósir í verk-
smiðjunni hér heima. „Hins vegar
hefur ekkert verið rætt við okkur
ennþá og allt á huldu hvort þessi
ágæti sænski bjór verður hér á boð-
stólum“. Svipað hljóð var í Einari K.
Jónssyni hjá Sól hf. Hann kvað ekki
enn frágengið hvaða bjór yrði átapp-
VALIÐ ER ##
IVALHOLL
Raftæki og búsáhöld s: 12801
Blóm og gjafavörur s: 93-11301
Leikföng og gæludýrafóður s: 93-12853
Verslið þar sem úrvalið er.
Sendum í póstkröfu.
Greiðslukjör / 4A|| ffOI I
staðgreiðsluafsláttur. kirkjubraut h, akranesi
]
••
56