Frjáls verslun - 01.02.1989, Side 59
starfsemi á nýjan stað í Reykjavík og
getur framleitt um 2 milljónir k'tra af
sterku öli á ári. Verksmiðjurnar eru
báðar vel tæknivæddar og því vel í
stakk búnar að mæta aukinni eftir-
spurn eftir bjómum. Fram að þessu
hefur Sanitas framleitt Viking bjór til
sölu í Fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eir-
íkssonar og Ölgerðin Polar bjór til
sölu á sama stað. Þessar tegundir
munu áfram verða þar á boðstólum.
Ragnar Birgisson hjá Sanitas sagði
að þeir myndu leggja megináherslu á
sölu Sanitas Gull bjórs, sem er 5.6%
að styrkleika, Pilsners sem verður
4.6% að styrkleika og loks Löwen-
brau sem verður 5.3% og framleiddur
hér heima eftir þýskum uppskriftum.
Hefur fyrirtækið haft í sinni þjónustu
sérfræðinga frá Löwenbrau og gefur
tilraunabruggun til kynna að íslenska
framleiðslan muni takast mjög vel.
Lárus Berg hjá Ölgerð Egils Skalla-
grímssonar sagði að þar á bæ yrði
höfuðáherslan lögð á markaðsfærslu
Egils Gull bjórs, sem verður 5.0% að
styrkleika svo og innflutning á Tu-
borg bjórnum kunna frá Danmörku.
Síðar verður athugað með möguleika
á átöppun hans innanlands.
Kannanir gefa ótvírætt til kynna að
íslendingar muni fyrst og fremst
kjósa íslenska bjórinn eftir 1. mars.
Sjálfsagt stafar það fyrst og fremst af
því að sá bjór verður mun ódýrari en
einhverju kann um að ráða tilhneiging
manna að styðja við bakið á íslenskum
iðnaði. Velja íslenskt eins og iðnrek-
endur hafa hvatt okkur til að gera.
UNDIRBOÐ ÚTLENDINGA
Allt fram til þessa dags hefur staðið
í forráðamönnum ATVR að semja við
íslensku framleiðendurna um verð og
magn til sölu í verslunum ÁTVR.
Einar Kristinn Jónsson.
Höskuldur Jónsson forstjóri hefur
glögglega gefið til kynna að hans hlut-
verk sé fyrst og fremst að afla ríkis-
sjóði tekna með sölu á áfengi og að ef
menn vilji láta það sjónarmið alfarið
ráða sé óneitanlega hagkvæmara að
selja einungis erlendan bjór í verslun-
umÁTVR.
íslenskir bjórframleiðendur vilja
taka annan pól í hæðina. Segja þeir að
erlendu framleiðendurnir hafi lækkað
verðin verulega til þess eins að kom-
ast inn á íslenska markaðinn. Síðar
muni þau verð hækka. Þá séu verð
erlendu framleiðendanna lág vegna
gífurlegrar framleiðslugetu þeirra og
stórs heimamarkaðar sem þeir njóti.
Bent er á að aðildarríki Evrópubanda-
lagsins fái endurgreiðslur frá banda-
laginu við útflutning, malt og humlar
séu niðurgreiddir og kostnaðarliðir
eins og laun, skattar og fjármagn sé
mun ódýrara en hér á landi.
Síðast en ekki síst benda iðnrek-
endur á að framleiðsla bjórs innan-
Fiski-
fréttir
Áskriftar-
sími
91-82300
lands spari gjaldeyri, veiti fjölda
manns atvinnu, skapi ríkinu tekjur í
formi skatta o.s.frv.
Lítum nánar á innkaupsverð hinna
3ja erlendu tegunda. Ljóst er að um
veruleg undirboð er að ræða því við
höfum undir höndum tölur um verð
sambærilegra tegunda frá öðrum er-
lendum framleiðendum.
Þær tegundir sem buðu lægst eru
ÍTALDEILIS
/MAKALAUS>
MJÖÐUR’V;
mm
Ó. Johnson s Kaaber hf
59