Frjáls verslun - 01.02.1989, Side 60
VERSLUN
langt fyrir neðan „eðlilegt markaðs-
verð“ ytra. ÁTVR fær kassa af Bud-
weiser á 218 kr, af Kaiser á 264 kr og
af Tuborg á 278 kr. Eftir okkar upp-
lýsingum má ráða að innkaupsverð á
Carlsberg (sem er framleiddur af
sama aðila og Tuborg) sé 305 kr.,
Heineken 377 kr. og Löwenbrau 385
kr. hver kassi. Er þar t.d. um 46%
hærra verð að ræða en í tilfellinu með
Kaiser. Þá má nefna að sennilega
kaupir bandaríski herinn á Keflavíkur-
flugvelli kassann af Budweiser á 267
kr. en það er yfir 20% hærra verð en
ÁTVR fær þann mjöð á.
Það er því ljóst að niðurstöður út-
boðsins gefa veruleg undirboð til
kynna og þau verð eru því engan veg-
inn sú viðmiðun sem hafa ber í huga
þegar samið er um verð á innlenda
bjórnum. Og þar stendur einmitt hníf-
urinn í kúnni.
NIÐURGREIDDUR BJÓR?
Heyrst hafa fullyrðingar um að ís-
lensku framleiðendurnir telji sig þurfa
að fá 5-600 krónur fyrir kassann af öli
og sennilega eru þær tölur ekki fjarri
lagi. Við skulum búa til dæmi um mis-
mun á innkaupsverði erlends bjórs og
innlends til ATVR. Miðað er við 10
milljón lítra ársneyslu. Þá er fundið út
meðalverð erlendu tegundanna, sem
reynist vera 253 kr. á kassa og miðað
við að Eimskipafélag íslands taki 24
kr. í flutningsgjald á kassa, en sú tala
hefur heyrst nefnd. ÁTVR hefur því
greitt 277 kr. fyrir kassann þegar
hann er kominn til landsins. í hverjum
kassa eru 7.92 lítrar af bjór og kostar
því hver lítri í innkaupi 35 kr. 10 mill-
jón lítrar kosta því 350 milljónir
króna.
Gefum okkur að innlendi framleið-
andinn þurfi að fá 550 kr. fyrir kass-
ann. Sama magn af slíkum miði kostar
því 69.50 kr. lítrinn eða 695 milljónir
miðað við sama magn og í fyrra dæm-
inu. Mismunurinn er því 345 milljónir
króna, erlendu framleiðslunni í hag.
Þar við bætist svo sú verðstefna
ÁTVR að hafa innlenda bjórinn allt að
30% ódýrari út úr versluninni en þann
útlenda. Það er því ljóst að ÁTVR
tapar hundruðum milljóna á því að
taka innlendan bjór til sölu miðað við
þau verð sem sá erlendi fékkst á.
Um þetta hefur staðið styr og þessi
mismunur í tölum lækkar ekki nema
annað tveggja gerist: verð innlenda
bjórsins reynist mun lægra en hér
hefur verið reiknað með eða að verð
útlenda bjórsins hækki mjög á næst-
unni.
Iðnrekendur hallast að seinni skýr-
ingunni og bæta því við að Eimskip
taki aðeins um 1/9 hluta af auglýstri
verðskrá fyrir að flytja bjórinn til
landsins og allir sjái að slíkt gangi ekki
til lengdar. Þá er óþarfi að taka fram
að í verði innlendu aðilanna eru ýmis
gjöld og skattar sem renna til ríkis-
sjóðs í einu eða öðru formi svo hér er
ekki verið að ræða um tekjutap ríkis-
sjóðs heldur Áfengisverslunarinnar
sem slíkrar.
LÖGLEGUR EÐA ÓLÖGLEGUR BJÓR
Senn skal þessum bollaleggingum
lokið. Einn er þó sá þáttur sem ekki
hefur verið nefndur í þessari umfjöll-
un en það er ólöglegur innflutningur á
bjór, en eins og allir vita hefur sú
atvinnugrein blómstrað um margra
ára skeið.
Verðstefna stjórnvalda ræður
mestu um hvort smyglarar uni glaðir
við sitt eður ei í framtíðinni. Hins veg-
ar er ljóst að ÁTVR á mjög erfitt með
að keppa við slíkan innflutning því
„álagning“ á smyglinu er ærið há en
tilkostnaður að sama skapi lágur.
Kosti góður erlendur bjór 130-140 kr.
dósin í Ríkinu þýðir það að kassinn
mun kosta vel yfir 3000 krónum. Þar
með verður hagkvæmara fyrir neyt-
andann að kaupa smyglaðan varning
og sængin því útbreidd fyrir hlutað-
eigandi aðila.
Eitt er þó sennilegt að gerist varð-
andi smyglið: mest mun bera á þeim
tegundum sem löglega eru fluttar inn.
Það mun einfaldlega bera minna á
slíkum gauksungum í hreiðri bjórunn-
enda og því hættara á að vökulum
augum tollheimtumanna ríkisins sjáist
yfir slíkan varning.
mDebet
\d
$gga
Fjárhags- og
launabókhald,
innheimtur,
tollskýrslugerð
aðstoð og ráðgjöf o.fl.
Ijósritun, ritvinnsla
innbinding skjala
Austurstræti 8
Símar 670-320,10106
60