Frjáls verslun - 01.02.1989, Síða 61
IÐNAÐUR
EWOS HF:
Árni Gunnarsson
f ramkvæmdast j ór i
Ewos hf.
ÓTRÚLEGUR
UPPGANGUR
Á SKÖMMUM
TÍMA
— REIKNAÐ MEÐ
AÐ VELTAN
FJÓRFALDIST
Á MILLI ÁRA
Hinn mikli vöxtur sem verið
hefur í fiskeldi undanfarin ár
hefur rennt stoðum undir nokkr-
ar nýjar atvinnugreinar. Ein
þeirra er framleiðsla á fiskafóðri
en nú framleiða fjögur íslensk
fyrirtæki fóður fyrir fiskeldis-
stöðvar. Þar af hafa tvö hafið út-
flutning. Annað þessara fyrir-
tækja er EWOS hf. en uppgang-
ur þessarar nýjastu
fóðurverksmiðju á landinu hef-
ur verið ævintýralegur frá því að
framleiðsla hófst í byrjun árs
1987. Velta EWOS hf. í fyrra var
um 100 milljónir króna en gert
er ráð fyrir því að veltan fjórfald-
ist á þessu ári og verði a.m.k.
400 milljónir króna.
EWOS hf. var stofnað árið 1986 af
eigendum Fóðurblöndunnar hf. og
EWOS ab. í Svíþjóð. Eigendur Fóð-
urblöndunnar hf., sem jafnframt ráku
eitt stærsta kjúklingabú landsins,
Holtabúið, höfðu tekið ákvörðun um
TEXTI: EIRÍKUR S. EIRÍKSSON MYNDIR: KRISl
að byggja nýja fóðurverksmiðju til
framleiðslu á kjúklinga- og dýrafóðri
þegar sú hugmynd vaknaði að bæta
fiskeldisfóðri við framleiðsluna. Upp-
haflega var hugmyndin sú að fram-
leiða fóður með leyfi erlendrar fóður-
verksmiðju, en EWOS ab. fór fram á
eignaraðild og það varð úr að hlutafé-
lag var stofnað um reksturinn. Fóður-
blandan hf. á 51% í EWOS hf. en 49%
hlutafjár er í eigu sænska fyrirtækis-
ins. Framkvæmdastjóri EWOS hf. er
Ámi Gunnarsson en stjómarformað-
ur er Gunnar Jóhannsson, sem jafn-
framt er formaður stjórnar Fóður-
blöndunnar hf.
FJÁRFESTING TIL FRAMTÍÐARINNAR
Samkvæmt upplýsingum Arna
Gunnarssonar, framkvæmdastjóra
EWOS hf., fór framleiðslan mjög ró-
lega af stað á árinu 1987. Byrjað var á
framleiðslu á fóðurkögglum en síðar
var verksmiðjan stækkuð og þá hófst
N E. EINARSSON
framleiðsla á hágæða fiskeldisfóðri,
svokölluðu þöndu fóðri. Aðferðin
byggir á því að fóðrið er þanið út í
sérstökum vélbúnaði en kögglunum
er síðan velt upp úr lýsi eða olíu.
Þetta fóður er mjög eðlislétt en um
leið ákaflega orku- og næringarefna-
rflít. Vegna þess hve fóðurkögglarnir
eru léttir, fljóta þeir betur við fóðrun
og nýtingin er mun betri en ef venju-
legt fóður væri notað.
Stofnkostnaður við verksmiðjuna
að Korngarði 12 í Sundahöfn var um
200 milljónir króna en stækkun
verksmiðjunnar kostaði að auki um
100 milljónir króna. Þar af var kostn-
aður við vélbúnað og tæki um 75 millj-
ónir króna. Að sögn Árna Gunnars-
sonar er útlit fyrir enn frekari fjárfest-
ingar á komandi árum.
— Vöxturinn í fiskeldinu er það
mikill að við verðum að auka við tæki
og búnað á komandi árum til þess að
fylgjast með þróuninni. Ég hygg að
við munum fjárfesta fyrir a.m.k. 25
61