Frjáls verslun - 01.02.1989, Qupperneq 62
IÐNAÐUR
Derek Mundell, gæðastjóri Ewos hf. að störfum á rannsóknastofunni.
milljónir króna í ár og fjárfestingar
verða örugglega miklar á komandi ár-
um, segir Arni, en hann upplýsir að
samhliða uppbyggingu verksmiðjunn-
ar hafi þurft að bæta við starfsfólki. í
upphafi störfuðu átta manns hjá
EWOS hf. en starfsmenn nú eru 16
talsins. Ámi segir að eftir árið verði
starfsmenn örugglega orðnir 25.
Þess má geta að EWOS hf. og Fóður-
blandan hf. hafa víðtækt samstarf á
mörgum sviðum og eitt þeirra er
samnýting í skrifstofuhaldi.
— Við hefðum sennilega farið seint
af stað ef Fóðurblandan hf. hefði ekki
verið hér í húsinu en þessi samvinna
þýðir að við komumst af með a.m.k.
tveimur til þremur færri starfsmenn
en ella, segir Arni. Þess má geta að
samstarf fyrirtækjanna er að öðru
leyti með þeim hætti að EWOS hf. á
fóðurverksmiðjuna og selur Fóður-
blöndunni hf. einfaldlega þann tíma
sem fyrirtækið þarf. Fóðurverk-
smiðjan er nú starfrækt frá því
snemma á morgnana, fram til kl. 22 á
kvöldin á virkum dögum og á laugar-
dögum. Ámi reiknar með sólar-
hringskeyrslu sex daga vikunnar á
mesta annatímanum nú í sumar, en að
hans sögn er framleiðslugetan um tíu
þúsund tonn af fóðri á ári, miðað við
mestu keyrslu. Að sögn Áma hefur
stefnan ekki verið sett á neitt ákveðið
framleiðslumagn en hann gerir ráð
fyrir því að salan í ár verði um sjö
þúsund tonn af fóðri.
35% MARKAÐSHLUTDEILD
Að sögn Áma hafa eigendur EWOS
hf. sett sér það markmið að auka
markaðshlutdeild fyrirtækisins á inn-
anlandsmarkaði.
— Gallinn er bara sá að það veit
enginn maður, hve mikið verður
framleitt af eldisfiski hérlendis á ár-
inu. Það drepst alltaf töluvert af þeim
seiðum sem sett eru út en við reikn-
um með því að framleiðslan verði um
4500 tonn af laxi á árinu og sam-
kvæmt því emm við með um 35%
markaðshlutdeild í fóðurframleiðsl-
unni. Við höfum verið að bæta við
okkur fyrirtækjum í viðskipti að und-
anförnu, allt stórum landsstöðvum,
þannig að Jætta eru mjög áhugaverð
viðskipti. I framhaldi af þessu hyggj-
umst við bjóða upp á þá nýjung hér-
lendis að afgreiða fóðrið í tankbflum til
fiskeldisstöðvanna. Stöðvar eins og
t.d. Lindarlax eru komnar með tölvu-
stýrð fóðrunarkerfi og við munum
einfaldlega dæla fóðrinu í tiltekin fóð-
ursfló í stöðvunum. Þetta þýðir að
fóðrið verður mun ódýrara og fóðrun-
in sjálf verður bæði ódýrari og auð-
veldari. Það verður byrjað á þessu á
næstu vikum, segir Árni, en hann
getur þess að EWOS hf. sækist nú í
auknum mæli eftir því að gera lang-
tímasamninga við viðskiptavini sína.
Þessir samningar fela m.a. í sér að
EWOS hf. mun veita aukna ráðgjöf
vegna fóðrunar, sjá um gæðaeftirlit í
stöðvum og tilraunastarfsemi. Það
þýðir m.ö.o. að einstakar stöðvar
geta óskað eftir því að gera tilraunir
með ákveðnar fóðurtegundir í sam-
ráði við EWOS hf.
„LOÐNUVERKSMIÐJURNAR VORU
STAÐNAÐAR"
EWOS hf. framleiðir nú 15 tegundir
af fiskeldisfóðri og Ámi sagði að
sennilega yrði einum þremur til ijór-
um nýjum tegundum bætt við á næst-
unni. Stöðugt er unnið að vöruþróun
og fyrirtækið er með eigið gæðaeftir-
lit og rannsóknastofu. Að auki hefur
62