Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Síða 65

Frjáls verslun - 01.02.1989, Síða 65
hafi vaxið örar en nokkur gat spáð fyrir um og sérstaklega hafi þróunin verið ör í ýmsum Asíulöndum undan- farin misseri. Nú er svo komið að menn sjá það fyrir að eftir s.s. hálfan annan áratug verði orðinn skortur á góðu hráefni í fiskeldisfóður. Menn eru því farnir að svipast um eftir öðr- um leiðum og hefur líftækniiðnaður- inn verið nefndur í því sambandi. Staða íslendinga sem framleiðenda bæði á eldisfiski og fóðri ætti því að vera sterk fyrir þennan atvinnuveg, svo fremi sem ekki verður gengið um of á þá fiskstofna sem eru undirstaða fóðurframleiðslunnar. ÚTFLUTNINGUR TIL FÆREYJA Þrátt fyrir að EWOS hf. sé ekki gamalt fyrirtæki hefur það þegar hasl- að sér völl á sviði útflutnings. Frá því að nýja verksmiðjan var tilbúin sl. haust og fram til áramóta, var selt fiskeldisfóður til Færeyja fyrir um 40 milljónir króna og Árni segist reikna með að verðmæti þessa útflutnings í ár verði á milli 140 og 150 milljónir króna. Útflutningur til annarra landa er ekki á döfinni en Árni segir að EWOS hf. hafi alla möguleika á því að selja fóður á austurströnd Bandaríkj- anna og Kanada. Ein af níu EWOS - verksmiðjum í heiminum er reyndar staðsett á vesturströnd Kanada og því þyrfti íslenska verksmiðjan að keppa við fóður þaðan. Það ætti eftir að koma í ljós hvort væri ódýrara að flytja fóðrið með lest yfir þveran Vesturheim eða með skipum frá ís- landi. í máli Árna kemur fram að mikil samkeppni ríkir á fóðurmarkaðnum, jafnt hér heima sem erlendis. Ámi telur þessa samkeppni af hinu góða en hún hafi þó vissulega líka sína ókosti. Fiskeldi er áhættusöm atvinnugrein og það tekur oft langan tíma að byggja fyrirtækin upp, þannig að þau skili arði. Skuldasöfnun fiskeldisfyrirtækja hefur verið áhyggjuefni fóðurfram- leiðendanna og Árni segir að á síðasta ári hafi útistandandi skuldir aukist gríðarlega mikið. NÝJUNG Á MARKAÐI: ELDÞOLNIR A-VEGGIR Fyrirtækið A-veggir í Reykjavík hefur nú á boðstól- um nýja gerð eldvarnarveggja, sem hafa ýmsa kosti fram yfir hefðbundna inniveggi. Um er að ræða veggi og klæðningar sem byggð eru upp á blikkpróf- ílum og gifstrefjaplötum er læsast saman án þess að nagl- ar eða skrúfur séu notaðar. Blikkstoðirnar eru framleidd- ar hjá fyrirtækinu en plöturnar eru innfluttar frá Noregi. Eru þær úr 20% spónatrefjum og 80% gifsi. í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að A-veggir eru mjög eld- þolnir, fljótlegir íuppsetningu, hafa mjög hátt hljóðeinangrunargildi, þola vel raka og eru auk þess sambærilegir í verði við hefðbundna létta veggi. ÓlafurH. Ólafs- son múrarameistari og Vörður Ólafsson húsasmíðameistari reka A-veggi og eiga fyrirtækið ásamt Edgar Guðmundssyni og Óla J. Ásmundssyni er áður ráku Mát hf. Sérstakur útbúnaður inni í veggjunum kemur í veg fyrir að steinull falli burt ef eldur brennir annað byrði veggjarins og er hann því mun eldþolnari en ella. Fleiri kosti má nefna: Plötur A-veggja má nota sem blindfræsta klæðningu á trégrind, t.d. innan á útveggi og þess utan er grunnur undir málningu óþarfur þegar A-veggjaplötur eru notaðar. Loks eru stoðir veggjanna úr blikki þannig að þeir vinda sig ekki. Þess má geta að A-veggir eru notaðir í 12 hæða nýbyggingu Ármannsfells hf. við Aflagranda í Reykjavík og fóru 215 tonn af plötum í það verk. A-veggir eru til húsa að Tindaseli 3 og er síminn 91- 670022. SVEINN MAGNÚSSON AUGLÝSINGAR - MARKAÐSRÁÐGJÖF ÞÓRSGATA26 101 REYKJAVÍK SÍMI 622270 ■ 65

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.