Frjáls verslun - 01.08.1990, Blaðsíða 53
umboðssala Nissan í Hollandi. Allir
umboðssalar í Hollandi, önnur fyrir-
tæki Nissan í Evrópu og umboðs-
menn hafa aðgang að sérstöku upp-
lýsingakerfi með beinlínutengingu.
Kerfismiðstöðin er einn hluti Nissan
umsvifanna í Amsterdam. Tölvumið-
stöðin rekur gagnabanka þar sem fá
má upplýsingar um nánast allt sem
snertir sölu og þjónustu Nissan bfla
auk sérstakra upplýsinga um viðskipti
hvers þjónustuaðila svo sem vara-
hlutapantanir, fyrirspumir vegna við-
halds, tölvupóst o.fl.
Nissan framleiðir um 3 milljónir bfla
á ári í 26 verksmiðjum í 20 löndum. Af
130 þúsund starfsmönnum eru 15
þúsund í Evrópu þar sem Nissan
framleiddi 160 þúsund bfla í fyrra í
verksmiðjum á Spáni (sendi- og flutn-
ingabflar) og í Bretlandi (fólksbflar).
Stefnt er að því að auka evrópsku
framleiðsluna um ijórðung fram að
1992 og um þriðjung árið 1993 þannig
að heildarframleiðsla í Evrópu verði
um 300 þúsund bflar í ársbyrjun 1994.
Árið 1988 seldi Nissan hálfa milljón
bfla í Evrópu. Stefnt er að því að auka
söluna í 600 þúsund bfla árið 1993 og
að helmingur þeirra bfla verði fram-
leiddur í evrópskum verksmiðjum.
VARAHLUTAMIDSTÖÐ EVRÓPU
Það gefur augaleið að 2 milljónir
Nissan bfla í Evrópu þarfnast mikils
magns varahluta á hverju ári og þeim
varahlutum þarf að miðla fljótt og ör-
ugglega til þúsunda þjónustuaðila.
Nissan Motor Parts Center (Europe)
BV er hollenskt dótturfyrirtæki Niss-
an. Það var stofnað 1986 og rekur
varahlutamiðstöð í Amsterdam sem
jafnframt sér evrópskum verksmiðj-
um Nissan fyrir þeim hlutum sem
koma frá Japan og frá undirverktök-
um í Evrópu. Áður voru varahlutir
sendir til dreifingaraðila í Evrópu frá
Nissan í Japan. Þá var afgreiðslutími
að meðaltali 6 vikur. Nú geta þjón-
ustuaðilar pantað varahlutina frá mið-
stöðinni í Amsterdam og er af-
greiðslutími að meðaltali 10 dagar.
Varahlutamiðstöðin í Amsterdam er
þó einungis einn þáttur í stóru kerfi. í
Japan reisti Nissan sérstaka útskip-
unarmiðstöð við höfnina í Kawasaki
en um hana fara varahlutir milliliða-
Á sjávarlóð dreifingarmiðstöðvarinnar má raða upp 30 þúsund bílum. Eins
og sjá má eru bílaflutningaskipin engir smákoppar. Þau koma til Amster-
dam frá Japan á 10 daga fresti.
laust og án umskipunar frá hinum
ýmsu framleiðendum í Japan til mið-
stöðvarinnar í Amsterdam.
Varahlutamiðstöðin í Amsterdam
er ágætt dæmi um þá gríðarlegu
tæknivæðingu sem átt hefur sér stað
í flutningi, birgjun og dreifingu. Mót-
taka varahluta, flokkun, flutningur á
geymslustað og afgreiðsla er að öllu
leyti sjálfvirk. Vörulyftarar eru nán-
ast hugvélar sem ganga á sporum
milli rekka í gríðarlegri vöruskemmu
sem er 48 þúsund fermetrar að gólf-
fleti. Tölvur stýra allri starfseminni í
sjáfri birgðageymslunni, fólk kemur
þar ekki nálægt nema til eftirlits.
BÍLADREIFINGARMIÐSTÖÐ
Á þessu ári bættist við nýr þáttur í
umsvifum Nissan í Amsterdam. Það
er dreifingarmiðstöð fyrir bfla. Til
Amsterdam koma bflar frá Japan með
sérstökum bflaflutningaskipum í eigu
Nissan. Hafnaraðstaða fyrirtækisins í
Amsterdam leyfir geymslu á 30 þús-
und bflum í senn og veitir líklega ekki
af því þótt salan kunni að vera lífleg
eru Nissan bflaskipin hrikalega stór,
nánast ferkantaðir risastampar, sér-
staklega hannaðir til að rúma sem
flesta bfla sem renna inn eða út úr
þeim með ótrúlegum hraða við lest-
um og losun. Fyrst um sinn mun
53