Frjáls verslun - 01.08.1990, Síða 54
BÍLAR
dreifingarstöðin annast markaðinn í
Hollandi, Sviss og Þýskalandi.
UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ
Fyrir 2 árum síðan var hafist handa
við að finna heppilegan stað í Evrópu
fyrir dótturfyrirtækið Nissan Eur-
ope. Eftir að hafa vegið og metið kosti
hinna ýmsu staða varð Amsterdam
fyrir valinu. Nissan Europe er því hol-
lenskt fyrirtæki og er strax orðið eitt
af fjársterkari fyrirtækjum í þarlendu
viðskiptalífi. Um þessar mundir er
Nissan Europe að reisa höfuðstöðvar
á rúmlega 30 þúsund fermetra lóð við
Amstel fljótið spölkom frá Rembrant-
torgi. Þar er nú verið að byggja stór-
hýsi fyrir skrifstofur og þjálfunarmið-
stöð Nissan á 11 hæðum með um 18
þúsund fermetra grunnflöt. Þar til
þessi mannvirki verða fullgerð eru
aðalstöðvarnar í bráðabirgðahúsnæði
þar sem einnig er að finna upplýsinga-
miðstöð Nissan Europe.
Upplýsingamiðstöðin er heildstætt
samskiptakerfi sem Nissan hefur
þróað og byggt upp í samvinnu við
hollensku Símastofnunina fyrir milli-
göngu Amsterdamborgar. Kerfið
byggir á samhæfingu síma-, tölvu- og
fjarskiptakerfa sem innifela alla helstu
staðla sem notaðir eru í gerfihnatta-
„UM ÞESSAR MUNDIR ER NISSAN
EUROPE AD REISA
HÖFUÐSTÖÐVAR Á RÚMLEGA 30
ÞÚSUND FERMETRA LÓÐ VIÐ
AMSTEL FUÓT, SPÖLKORN FRÁ
REMBRANDT TORGI. ÞAR ER
VERIÐ AÐ BYGGJA STÓRHÝSIÁ11
HÆÐUM MEÐ UM18 ÞÚSUND
FERMETRA GRUNNFLÖT.“
og tölvufjarskiptum í hinum mismun-
andi heimshlutum. Þetta þýðir m.a.
að miðstöðin getur þjónað aðilum sem
nota gjörólík tölvukerfi og þannig náð
til allra viðskiptavina í Evrópu.
Samskiptin við miðstöðina í Am-
sterdam eru beint af tölvuskjá við-
komandi, þ.e. gagnvirkt beink'nu-
samband og gengur því fyrir sig á
sama hátt í tölvukerfi innan fyrirtæk-
is. Auk verksmiðja Nissan í Evrópu
og Japan og aðalstöðvanna í Amster-
dam tengjast þessu kerfi einnig þró-
unarmiðstöðvar fyrirtækisins í Belgíu
og Bretlandi en þar fara m.a. fram
rannsóknir sem þjónustuaðilar geta
nýtt sér t.d. vegna viðhalds á bílum.
Þetta fjarskiptakerfi Hollendinga hef-
ur vakið verðskuldaða athygli. Það
nefnist Teleport og er talið eitt það
fullkomnasta í heiminum.
HVERS VEGNA AMSTERDAM?
Stórfyrirtækjum á borð við Nissan
Europe fylgir ýmislegt fleira en há-
launuð störf. Alls konar viðskipti auk-
ast og tækniþekking eykst. Innan
Efnahagsbandalagsins er því hart bar-
ist um að laða til sín stórfyrirtæki,
ekki síst þau japönsku. Það sem Niss-
an telur að Amsterdam hafi fram yfir
aðra staði er m.a. frábært vöruflutn-
ingakerfi sem byggist á góðum höfn-
um, vegum, járnbrautarkerfi og flug-
velli sem allt er í hjarta Evrópu
(a.m.k. hvað markaðinn varðar).
Vöruflutningar, mælt í tonnkílómetra
á klukkustund, eru hvergi jafn hag-
kvæmir og í Hollandi. Af öðrum atrið-
um sem vógu þungt, að sögn þeirra
Nissan manna, voru góð almenn
menntun, almenn enskukunnátta, vel
skipulagt og fullkomið fjarskiptakerfi,
skólakerfi og heilbrigðisþjónusta,
pólitískur stöðugleiki, stöðugur
gjaldmiðill, dóm- og löggæsla og síð-
ast en ekki síst menningarstarfsemi.
L.M.J.
ET OG TÓG
iOTTVERo
’asalan hf
ssassr-
mannaeyjar:
tum fækkar
FRETTIR
fyrir þá sem vilja fylgjast með hræringum
í undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar.
OMISSANDI FRETTAMIÐILL
GERIST ÁSKRIFENDUR
HRINGIÐ í SÍMA 91-82300
5 aK3ss.-£i fSSXHl Evr6pu?
. . »fg*W tll þvl Mð f,Mr • ■ . nil ,f .
FRÓDI
BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA