Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Qupperneq 5

Frjáls verslun - 01.02.1994, Qupperneq 5
RITSTJORNARGREIN SJALFSTÆÐI SEBLABANKA í þrætum manna að undanförnu um það hvort rétt sé að ráða stjórnmálamenn í stöðu bankastjóra Seðlabanka ís- lands hefur þvf miður of lítið farið fyrir því sem skiptir bankann og þjóðina hvað mestu máli; nauðsyn þess að Seðlabankinn sé sjálfstæður í ákvarðanatöku og eins óháður stjórnmálamönnum og frekast er kostur. í þau fáu skipti, sem umræðan hefur þó komið upp, hefur einn maður verið svarinn andstæðingur þess að Seðlabankinn sé sjálfstæður. Þessi maður vill auka vald stjórnmálamanna yfir bankanum sem allra mest. Með öðr- um orðum, hann vill draga úr valdi og stjórnun banka- stjóra og bankaráðs Seðlabankans. Þessi maður er Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og einn umsækjenda um stöðu banka- stjóra Seðlabankans. Þetta sjónarmið Steingríms gerir hann ótrúverðugan og óhæfan sem stjórnanda bankans. Skiptir þá engu hvort einhverjir telji hann hæfan vegna fyrri starfa sem forsætisráðherra. Eitt meginmarkmið sjálfstæðra seðlabanka í hinum vestræna heimi er að halda uppi sterkri og ábyrgri stjórn peningamála og stuðla að stöðugu verðlagi. Það er for- senda þess að hægt sé að skapa raunverulegan hagvöxt og þar með atvinnu. Þjóðir með sjálfstæða seðlabanka eiga það sameiginlegt að hafa náð betri árangri en flestar aðrar í efnahagsmálum. Við stöðugt verðlag — og trausta sjálfstæða seðlabanka — dregur úr verðbólguhræðslu fyrirtækja, neytenda og sparifjáreigenda. Verðbólga hefur ekki áhrif á ákvarðanir þeirra. Þetta er afar mikilvægt. Væntingar fólks um verð- bólgu ýta einar og sér undir vaxtahækkanir. Stöðugt verð- lag er því jarðvegur lágra vaxta og hagvaxtar. Fleiri sterk rök eru fyrir sjálfstæði seðlabanka og ábyrgri stjórn þeirra í peningamálum. Stöðugt verðlag er langtímamarkmið. Stjórnmálamönnum hættir hins vegar til að vinna með skammtímamarkmið í huga. Þetta stafar meðal annars af því að stjórnmálamenn eru um of tengdir ákveðnum hagsmuna- og þrýstihópum. Sjálfstæður seðlabanki, sem heldur vörð um langtíma- markmið, dregur þannig úr getu stjórnmálamanna við að þjónusta hópa með skammsýn markmið, þrýstihópa sem hugsa meira um eigin hag en hagsmuni heildarinnar. Stöðugt verðlag — jarðvegur lægri vaxta, meiri hagvaxtar og aukinnar atvinnu — er hagsmunir heildarinnar. Um nokkurt skeið hefur ekki verið hagvöxtur á íslandi. Það er afleiðing vitlausra fjárfestinga vegna stöðugrar verðbólgu síðustu tveggja áratuga og beinum afskiptum stjórnmálamanna, með skammsýn markmið, af fjárfest- ingum. Á þessum tíma var Seðlabanki íslands áberandi ósjálfstæður og um of stjórnað beint af ríkisstjórnum. Hin nýju lög um Seðlabanka íslands hafa aukið völd hans og sjálfstæði. Helst þyrfti sjálfstæði hans að vera meira. Allra síst þarf Seðlabankinn hins vegar á banka- stjóra að halda sem vill auka ósjálfstæði hans. ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 812300, Auglýsingasími 685380 — RITSTJÓRN: Bíldshöfði 18, sími 685380 — STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: SteinarJ. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir — ÁSKRIFTARVERÐ: 2.995 kr. fyrir 6.-10. tbl. — 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með greiðslukorti. 499 kr. á blað nema bókin 100 stærstu sem er á 999 kr. LAUSASÖLUVERÐ: 599 kr. — SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. prentstofa hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. GRAFÍK: G. Ben. prentstofa hf. — Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.