Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.02.1994, Blaðsíða 40
NÆRMYND MAGNÚS GAUTIGAUTASON, KAUPFÉLAGSSTJÓRI KEA: HLÉDRÆGUR KONUNGUR Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri á Akureyri, er stjórnandi sjöunda stærsta fyrirtækis á íslandi, Kaupfélags Eyfirðinga, KEA. Félagið velti á árinu 1992 tæpum 9 milljörðum króna. Þau fyrirtæki, sem komu næst á eftir KEA í veltu, voru Hagkaup, Póstur og sími og fs- landsbanki. Því hefur stundum verið haldið fram að embætti kaupfélagsstjóra KEA á Akureyri væri eitt hið valda- mesta á landinu. Kaupfélagsstjórinn hefur stundum í gamni verið kallaður konungur á Akureyri eða einvaldur í Eyjafirði. Þá hafa menn í huga litríka persónuleika sem gegndu þessu starfi meðan KEA var sannarlega eins og konungsríki. Margir þeirra settu verulegan svip á bæinn og gerðu starfið í raun að konunglegu embætti. FARSÆLL STJÓRNANDI Magnús Gauti Gautason er 43 ára gamall rekstrarhagfræðingur. Hann hefur ekki lagt neina áherslu á hina konunglegu hlið starfsins. Undir hans stjóm hefur KEA haldið sjó í þeim áföllum sem hafa riðið yfir kaupfélög annars staðar og kaffært Samband ís- lenskra samvinnufélaga. Magnús hef- ur ekki aðeins náð að verja stöðu KEA að miklu leyti heldur heyrast raddir um að KEA hyggi á fjárfesting- ar og aukin umsvif undir hans stjórn. Þessar umræður sýna að KEA er á leið upp úr öldudal undir stjórn Magn- úsar. Magnús Gauti Gautason fæddist á Akureyri þann 8. ágúst 1950. Það þýðir að hann er fæddur undir merki Ljónsins, konungs dýranna. Himna- rýnar segja að slíkt fólk sé ósveigjan- legt, vinnusamt og agað og hafi alltaf rétt fyrir sér, eða vilji það að minnsta kosti. Magnús er sonur Jóhanns Gauta TEXTI: PÁLL ÁSGEIRSSON Gestssonar og Eddu Magnúsdóttur. Magnús ólst upp á Akureyri við leiki, íþróttir og störf en settist þegar fram liðu stundir á skólabekk í MA og lauk þaðan prófi af stærðfræðibraut 1970. Hann þótti prýðilega skarpur náms- maður en lét fara frekar k'tið fyrir sér Magnús Gauti Gautason þykir hafa innleitt nýjan stjórnunarstíl í KEA. Hann er lýðræðislega sinnaður og tekur tillit til skoðana undirmanna sinna. á skólaárum og tók ekki mikinn þátt í félags- eða skemmtanalífi innan skól- ans. RÆTURNAR Á AKUREYRI Rætur Magnúsar á Akureyri standa djúpt. Jóhann faðir hans fékkst við leigubílaakstur sem aðalstarf en köfun sem aukastarf og rekur nú Köf- un sf. heildverslun á Akureyri og sel- ur ýmsar vörur tengdar köfun og málningarvörur. Þorsteinn M. Jóns- son skólastjóri og bókasafnari á Akur- eyri var langafi Magnúsar. FÓR ÓTROÐNAR SLÓÐIR SEM MARKVÖRÐUR Magnús tók virkan þátt í íþróttum á sínum yngri árum og lék handknatt- leik með meistaraflokki KA í hvorki meira né minna en átján ár. Þar lék hann stöðu markvarðar og þótti býsna seigur. Hann fór stundum ótroðnar slóðir í embætti markvarðar og segja gárungarnir að í gamla daga, þegar liðið svitnaði í upphitunaræfing- um fyrir leiki, hafi Magnús setið á heitum ofni, og íhugað hvemig best væri að veijast skotum andstæðing- anna. Ekki þóttu þessar sérstæðu að- ferðir hans við upphitun draga neitt úr getu hans í markinu. Magnús myndaði sterk vináttu- tengsl við félaga sína í handboltanum og þau bönd halda enn í dag og hann umgengst nær eingöngu utan vinnu þá sem hann spilaði með áður. Hann handfjatlar enn knöttinn því hann er virkur meðlimur í „old boys“ hópi KA í handknattleik og mætir á æfingar með þeim reglulega og er í ágætu formi. Gamall leikfélagi hans segir að í íþróttunum hafi hófstillingin verið hans aðalsmerki og þess hafi aldrei verið dæmi að Magnús heyrðist hækka raustina við dómarann þó allir aðrir í liðinu væru orðir arfavitlausir. Hans framganga einkenndist af seiglu og hörku. EKKIHANS STÍLL AÐ VERA MEÐ HÁVAÐA 0G LÆTI Enn í dag sýnir hann handknatt- leiknum mikinn áhuga og lætur sig aldrei vanta í pallana þegar KA er að keppa. Þá sem endranær er hann ekki í forystu klappliðsins því það er ekki hans stíll að vera með hávaða og læti. Má þá einu gilda þótt dómarar þyki ranglátir og flest fari úrskeiðis sem aflaga getur farið, aldrei heyrist 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.