Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.02.1994, Blaðsíða 41
múkk í Magnúsi. Hann er og tíður gestur á fótboltaleikjum hjá sínu fé- lagi. Hugur Magnúsar stefndi til frekara náms eftir menntaskóla en hann sett- ist ekki á skólabekk í HÍ heldur hélt í víking til Svíþjóðar. Hann lauk prófi í rekstrarhagfræði frá Uppsalaháskóla 1974. HEFUR TALSVERT ANNAN STJÓRNUNARSTÍL EN FYRIRRENNARAR Fljótlega fór hann að vinna hjá KEA og þegar Valur Arnþórsson lét af starfi kaupfélagsstjóra í byrjun árs 1989 var Magnús hækkaður í tign og þótti þá fremur ungur til starfsins þótt dæmi séu um yngri forvera hans. Viðmælendur blaðsins á Akureyri voru á einu máli um að Magnús hefði talsvert annan stjómun- arstíl en fyrirrennarar hans. í höndum Magnúsar væri KEA rekið fyrst og fremst eins og fyrirtæki en síður eins og félagsmálastofn- un eða útibú stjórnmála- flokks, eins og gamall Ak- ureyringur komst að orði. Fagmennskan er látin sitja í fyrirrúmi en hugsjónir samvinnuhreyfmgarinnar aftar. Þannig hafi hann vaxið með þeirri vegsemd sem hon- um hlotnaðist og unnið sér virðingu flestra. Magnús er sagður vera vakinn og sofinn í vinnunni og gefur sér lítinn tíma til tómstundaiðkana og eyð ir þeim stundum sem gefast með fjöl- skyldu sinni. Hann hefur enn sem komið er ekki sýnt neinn áhuga á fé- lagsmálum eða stjórnmálaafskiptum að hætti forvera sinna í starfi. KEA UMFRAM ALLT „Margir gamlir kaupfélagsmenn óttuðust að fyrirtækið setti ofan við skiptin því Valur var maður sem geisl- aði af hvar sem hann fór. Það fer minna fyrir Magnúsi en áhyggjur manna hurfu þegar í ljós kom að hann ber hag fyrirtækisins fyrir brjósti um- fram allt ann-að,“ sagði vel kunn- ugur Akureyringur. „Ég býst við að hans eiginleikar njóti sín í starfinu eins og í handboltanum. Hann er seigur, samviskusamur ogfylginn sér,“ sagði Stefán Gunnlaugsson, veitingamaður á Bautanum, sem þekkir vel til Magn- úsar. „Hann ver Kaupfélagið ekkert síð- ur en hann varði markið í gamla daga,“ sagði gamall leikfélagi hans. MEIRI HÓPSTJÓRNANDI EN EINVALDUR „Ég myndi segja að hann væri af- bragðs yfirmaður. KEA er eitt af stærstu fyrirtækjum landsins og starfsemi þess tekur til mjög margra ólíkra þátta. Magnús Gauti hefur lag á að leyfa samstarfsmönnum sínum að leggja sínar eigin leiðir og er ávallt tilbúinn til að hlusta á tillögur þeirra. Þannig er hann meiri hóp- stjórnandi en einvaldur og að mínu viti var mikil breyting til batnaðar á stjórnunarstíl þessa fyrirtækis þegar hann tók við. Hann flytur ekki fjall- ræður en skjallar heldur ekki menn og er hreinskiptinn í samskiptum. Hann er raunsær í rekstri og gerir sér einkar vel ljóst að kaupfélagið er fyrirtæki en ekki góðgerðastofnun. Hann krefur fyrirtæki í eigu félagsins miskunnarlaust um rekstraráætl- anir og sýnir þeim mun meira að- hald en áður þekktist." Þetta segir starfsmaður KEA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.