Frjáls verslun - 01.02.1994, Side 41
múkk í Magnúsi. Hann er og tíður
gestur á fótboltaleikjum hjá sínu fé-
lagi.
Hugur Magnúsar stefndi til frekara
náms eftir menntaskóla en hann sett-
ist ekki á skólabekk í HÍ heldur hélt í
víking til Svíþjóðar. Hann lauk prófi í
rekstrarhagfræði frá Uppsalaháskóla
1974.
HEFUR TALSVERT ANNAN
STJÓRNUNARSTÍL EN FYRIRRENNARAR
Fljótlega fór hann að vinna hjá KEA
og þegar Valur Arnþórsson lét af
starfi kaupfélagsstjóra í byrjun árs
1989 var Magnús hækkaður í tign og
þótti þá fremur ungur til starfsins þótt
dæmi séu um yngri forvera hans.
Viðmælendur blaðsins á Akureyri
voru á einu máli um að Magnús
hefði talsvert annan stjómun-
arstíl en fyrirrennarar hans.
í höndum Magnúsar væri
KEA rekið fyrst og fremst
eins og fyrirtæki en síður
eins og félagsmálastofn-
un eða útibú stjórnmála-
flokks, eins og gamall Ak-
ureyringur komst að orði.
Fagmennskan er látin sitja
í fyrirrúmi en hugsjónir
samvinnuhreyfmgarinnar
aftar. Þannig hafi hann vaxið
með þeirri vegsemd sem hon-
um hlotnaðist og unnið sér
virðingu flestra. Magnús er
sagður vera vakinn og sofinn í
vinnunni og gefur sér lítinn tíma
til tómstundaiðkana og eyð
ir þeim stundum sem gefast með fjöl-
skyldu sinni. Hann hefur enn sem
komið er ekki sýnt neinn áhuga á fé-
lagsmálum eða stjórnmálaafskiptum
að hætti forvera sinna í starfi.
KEA UMFRAM ALLT
„Margir gamlir kaupfélagsmenn
óttuðust að fyrirtækið setti ofan við
skiptin því Valur var maður sem geisl-
aði af hvar sem hann fór. Það fer
minna fyrir Magnúsi en áhyggjur
manna hurfu þegar í ljós kom að hann
ber hag fyrirtækisins fyrir brjósti um-
fram allt ann-að,“ sagði vel kunn-
ugur Akureyringur. „Ég býst við að
hans eiginleikar njóti sín í starfinu eins
og í handboltanum. Hann er seigur,
samviskusamur ogfylginn sér,“ sagði
Stefán Gunnlaugsson, veitingamaður
á Bautanum, sem þekkir vel til Magn-
úsar.
„Hann ver Kaupfélagið ekkert síð-
ur en hann varði markið í gamla
daga,“ sagði gamall leikfélagi hans.
MEIRI HÓPSTJÓRNANDI
EN EINVALDUR
„Ég myndi segja að hann væri af-
bragðs yfirmaður. KEA er eitt af
stærstu fyrirtækjum landsins og
starfsemi þess tekur til mjög margra
ólíkra þátta. Magnús Gauti hefur lag á
að leyfa samstarfsmönnum sínum að
leggja sínar eigin leiðir og er ávallt
tilbúinn til að hlusta á tillögur
þeirra. Þannig er hann meiri hóp-
stjórnandi en einvaldur og að
mínu viti var mikil breyting til
batnaðar á stjórnunarstíl
þessa fyrirtækis þegar hann
tók við. Hann flytur ekki fjall-
ræður en skjallar heldur ekki
menn og er hreinskiptinn í
samskiptum. Hann er raunsær í
rekstri og gerir sér einkar vel
ljóst að kaupfélagið er fyrirtæki
en ekki góðgerðastofnun. Hann
krefur fyrirtæki í eigu félagsins
miskunnarlaust um rekstraráætl-
anir og sýnir þeim mun meira að-
hald en áður þekktist." Þetta segir
starfsmaður KEA.