Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.02.1994, Blaðsíða 48
DOMSMAL ANDRRÉS MAGNÚSSON, LÖGFRÆÐINGUR HJÁ SAMTÖKUMIÐNAÐARINS FÆLIR FRÁ SETU í STJÓRN HLUTAFÉLAGA „Ég er sannfærður um að dómur- inn getur fælt menn frá setu í stjóm hlutafélaga. Það er ljóst að hver og einn, sem situr í stjórn hlutafélags- ins, kemur til með að gæta þess betur en hingað til að formkröfur séu í lagi. Dómur Hæstaréttar er tíma- mótadómur þvf hann gerir stjórn- menn hlutafélags í fyrsta sinn hér á landi ábyrga fyrir því að hafa ekki fylgt formkröfum hlutafélagalag- anna. í því hlutafélagi, sem um ræð- ir, voru hvorki haldnir stjómarfund- ir né aðalfundir en það sem mest er um vert er að það kemur ekki fram í samþykktum félagsins að tilgangur þess hafi verið bifreiðainnflutning- ur, heldur var hann skipamiðlun, skiparekstur og útgerðarstarfsemi. Samtök iðnaðarins hafa fulla ástæðu til að ætla að formkröfur hjá mörgum hlutafélögum, sem eru starfandi í dag, séu ekki virtar. í ákveðnum greinum, eins og til dæmis veitingarekstri, spretta hlutafélög upp eins og gorkúlur á haug en lognast jafnharðan út af aft- ur. í matvælaiðnaðinum er dæmi um mann sem er að fara í fimmta eða sjötta gjaldþrotið á fjórum eða fímm árum. Það er hins vegar ekki ljóst hvort formkröfur í öllum þeim hluta- félögum hafa verið haldnar eða ekki. Það má þó ætla að víða sé pottur brotinn í þessum málum þó engin rannsókn hafi verið gerð á því. Samtök iðnaðarins hafa beint því til aðildarfélaga sinna, sem mörg hver sleikja nú sárin eftir viðskipti við hlutafélög sem hafa orðið gjald- þrota, að þau láti kanna hvort for- mkröfur hafi verið uppfylltar. Hafi það ekki verið gert ættu menn þegar í stað að kalla stjórnarmenn og framkvæmdastjóra til persónu- legrar ábyrgðar vegna þess fjárhag- stjóns sem þeir hafa orðið fyrir.“ BRYNJÓLFUR KJARTANSSON, HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR: MENN TREGARITIL STJÓRNARSTARFA „Þessi dómur Hæstaréttar hefur þegar haft þau áhrif að menn eru orðnir tregari til að setjast í stjómir hlutafélaga. Margir, sem sitja í stjórnum hlutafélaga, leituðu lög- fræðilegrar ráðgjafar í kjölfar dóms- ins og vildu fá að vita nákvæmlega hvaða ábyrgð þeir væru að taka á sig. Ég hef einnig orðið var við að þeir, sem hafa í hyggju að setjast í stjóm hlutafélags, leiti sér ráðgjafar og upplýsinga um hvað í því felist vegna þeirrar persónulegu ábyrgð- ar sem þeir kunna að valda sér með því. Hvort það verður farið að greiða fólki hærri laun fyrir að sitja í stjórn- um hlutafélaga breytir engu um ábyrgðina. Dómurinn getur einnig haft það í för með sér að menn hugsi sig betur um í hvaða stjórnir þeir setjast. Dómurinn hefur ótvírætt for- dæmisgildi. Hann kveður á um ábyrgð stjómarmanna í hlutafélagi þegar lágmarkskröfur, sem gerðar eru til slíks félags, eru ekki virtar. Á næstu árum verða án efa gerðar margar kröfur á stjórnarmenn hluta- félaga. Hins vegar má ekki gleyma því að það er svo margt sinnið sem skinnið og það verður ekki hægt að setja upp einn allsherjar mæli- kvarða. Hér er hins vegar í fyrsta sinn kveðinn upp dómur þar sem hlutafélagi er vikið til hliðar og sel- skapsmaskína, eins og það er kallað á dönsku, dugar ekki lengur til.“ lfund tveimur árum seinna og var þá félaginu kosin ný stjórn. Fram- kvæmdastjórinn var kosinn formaður stjórnar en hann gegndi áfram fram- kvæmdastjórastöðunni. Auk hans var sá, sem stóð með honum í bfiainn- flutningnum, kosinn í stjórn og einn til. Ársreikningar voru gerðir fyrir ár- in 1981 og 1982. Seinni ársreikningur- inn var þó ekki lagður fram fyrr en tveimur árum síðar, áritaður af lögg- iltum endurskoðanda, en ekki end- urskoðaður. Eftir það var ekki haft fýrir því að gera ársreikninga en fé- lagið var tekið til gjaldþrotaskipta árið 1987. Hinn erlendi aðili, sem hafði skipt við stefndu, taldi þá báða persónulega ábyrga fyrir viðskiptum við sig og að Mótorskip væri gervihlutafélag. Þeir töldu á hinn bóginn að fyrirtæki þeirra bæri ábyrgðina. í dómi Hæstaréttar segir að samkvæmt lögum um hluta- félög eigi félagsstjórn að sjá um að skipulag félagsins sé jafnan í réttu og góðu horfi. Sé framkvæmdastjóri ráðinn skal hann og stjóm félagsins fara með stjórn þess. Stjórn og fram- kvæmdastjóri koma fram fyrir hönd hlutafélagsins út á við. Hæstiréttur kemst að þeirri niður- stöðu að bifreiðainnflutningur hafi ekki verið meðal verkefna þessa hlutafélags. Aðalfundir voru ekki haldnir utan eins aukaaðalfundar. Ársreikningar voru ekki lagðir fyrir aðalfundi enda voru þeir ekki gerðir nema fyrir tvö ár og sá síðari, sem gerður var fyrir árið 1982, var ekki lagður fram fyrr en tveimur árum síð- ar og hafði ekki verið endurskoðaður. Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði ekki verið rekið sem hlutafélag í skiln- ingi hlutafélaganna. Og það hafi held- ur ekki verið rekið sem hlutafélag sem annaðist innflutning bfla. Því kemst meirihluti réttarins að þeirri lokaniðurstöðu að stefndu beri pers- ónulega ábyrgð á innflutningi bifreið- anna. Mál þetta dæmdu hæstaréttar- dómararnir Hrafn Bragason, Harald- ur Henrýsson, Hjörtur Torfason, Pétur Kr. Hafstein og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæstaréttar- dómari. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.