Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.02.1994, Blaðsíða 58
ÞÓREY BJARNADÓTTIR, HJÁ DANÍEL ÓLAFSSYNI Þórey sér um sælgætissölu hjá Daníel Ólafssyni en var framkvæmdastjóri íslenzk- erlenda verslunarfélagsins áður en Daníel Ólafsson hf. keypti það fyrirtæki. „Nú er páskasalan í fullum gangi en við selj- um mikið af Mackintosh og After eight sælgæti fyrir páska og jól. Við erum líka að setja á markað páskaegg sem eru fyllt með þessu sæl- gæti. Mackintosh hefur lengi verið uppáhalds sparisælgæti íslend- inga og er ómissandi gjöf eftir hverja utan- landsferð. Mikið selst af því í fríhöfninni en það hefur verið fáanlegt í verslunum hér á landi frá því innflutnings- banni var létt af erlendu sælgæti 1978," segir Þórey Bjarnadóttir sölustjóri hjá Daníel Ólafssyni. Þórey er 33 ára og varð stúdent frá Verslunarskóla íslands 1981. Frá 1984 vann hún í Hljómbæ við sölu- stjórn. „Ég byrjaði að vinna hjá föður mínum, Bjarna Stef- ánssyni í Hljómbæ þegar ég var unglingur og er því alin upp við verslunarrekstur," segir Þórey. í mars 1990 gerðist ég framkvæmdastjóri íslenzk erlenda verslunarfélagsins en 1992 keypti Daníel Ólafs- son hf. fyrirtækið og nú er ég sölustjóri sælgætisdeild- arinnar." HIÐ SÍVINSÆLA MACKINTOSH Þórey stjórnar nú sölu á vörum frá Nestlé-Rown- tree, Chupa sleikibrjóst- sykri og Kims flögum hjá Daníel Ólafssyni. Af sex sölumönnum fyrirtækisins eru þrír undir hennar stjórn. Hinir sjá um sölu á matvöru sem fyrirtækið flytur inn, t.d. Merrild kaffi og Bur- tons kexi. „Nestlé, sem er eitt stærsta matvælafyrirtæki heims, keypti breska fyrir- tækið Rowntree-Mackin- tosh 1988 og er því nú stjórnað frá Sviss þó að verksmiðjurnar séu enn í York í Bretlandi eins og þær hafa verið frá því Rowntree var stofnað 1725. Það voru kvekarar sem þróuðu sæl- gætisgerð í Bretlandi því þeir mega hvorki neyta áfengis né tóbaks. Hið vin- sæla sælgæti Quality Street kom fyrst á markað 1936 og er kennt við samnemt leikrit eftir J.M. Barry en hann er líka höfundur sögunnar um Pétur Pan. Hjónin sem skreyta dósina eru einmitt persónur í því leikriti. Vinnan hér er lifandi og skemmtileg. Eftir páska- törnina fer sala á súkkulaði af stað þegar sjoppurnar við hringveginn opna á vorin. Kit Kat og Smarties hækka þá í sölu og sú sala tekur einnig kipp á haustin þegar skólarnir byrja. Það er stað- reynd að íslendingar borða mikið af sælgæti og ég hef auðvitað ekkert á móti því," segir Þórey. HESTAMENNSKA Eiginmaður Þóreyjar er Arni Haukur Björnsson lög- fræðingur fulltrúi hjá sýslu- manni í Keflavík og eiga þau tvær dætur, 7 og 9 ára. „Mitt helsta tómstunda- gaman er hestamennska og við erum 611 í fjölskyldunni saman í því," segir Þórey. „Við eigum fjóra hesta og stundum útreiðar, t.d. fór- um við í tvær vikuferðir inn í óbyggðir sl. sumar. Á vet- urna skiptumst við á við vini okkar að hirða hestana í sameiginlegu hesthúsi. Við skreppum af og til á skíði en mér hefur ekki gefist tími til að sinna fleiru utan vinnunn- ar," segir Þórey. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.