Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.02.1994, Blaðsíða 44
STJÓRNUN hússmann til að taka við stöðu for- stjóra sé auðvitað misjafn, eins og gengur, virðist utanhússmönnum oft- ar takast vel upp en illa. Og ekki bara að þeir nái árangri heldur stórkostleg- um árangri. Síðan Larry Bossidy, sem áður var hjá General Electrics, réðst til Allied-Signal fyrir tveimur árum hef- ur markaðsverð hluta- bréfa í fyrirtækinu meira en tvöfaldast. Stanley Gault, sem á 11 ára tímabili sínu hjá Rubbermaid, vinsæl- asta fyrirtæki Banda- ríkjanna, jók virði hlutabréfa þess fyrirtækis um 1.770%, hefur heldur betur látið til sín taka frá því hann tók við Goodyear fyrirtækinu árið 1991. Hlutabréfin í Goodyear hafa hækkað um 201% á hlutabréfamarkaði. Besta aðferðin við að draga upp rétta mynd af fyrirtækinu, skapa framtíðarsýn og hrinda hlutum fljótt í framkvæmd er að breyta um hugsun- arhátt. Henda í burtu gömlu vana- hugsuninni. Utanaðkomandi forstjór- ar hafa mikla þörf fyrir að skara fram úr, ráðast á verkefnið með nýjum að- ferðum. Innanhússmenn eru hins vegar oftar bundnir af gömlum venj- um sem hefta þá í að gera stórfelldar og harðar breytingar. „EINSOGAÐ BIÐJA FISK UM AÐ LÝSA SJÓNUM“ David Nadler, stjórnarformaður Delta ráðgjafarfyrirtækisins í New York kemst skemmtilega að orði þegar hann útskýrir muninn á því hvemig innanhúss- og utanhússmenn sjá fyrirtæki. „Það er svona eins og að biðja fisk um að lýsa sjónum að fá innanhússmann til að lýsa fyrirtæki sínu.“ Fyrrverandi forstjóri Kodak, Kay Whitmore, var ekki settur af vegna þess að honum hefði mistekist að skera niður í kostnaði, eins og flestir héldu, heldur vegna þess að hann gat ekki séð hvað var rangt í rekstri fyrir- tækisins. Utanaðkomandi maður, eins og Fisher sem kemur frá mjög sveigjanlegu fyrirtæki, ætti að vera betur í stakk búinn til að koma Kodak aftur á beinu brautina. INNANHÚSSMENN SEM í RAUN VORU UTANHÚSSMENN Ef litið er á nokkra þekkta innan- hússmenn, sem hafa lífgað við veik- burða fyrirtæki, má sjá að þeir voru í raun utanhússmenn. Jack Welch, sem innleiddi nýjan hugsunarhátt hjá General Electrics, vann ekki í aðal- stöðvum fyrirtækisins heldur í deild þess sem framleiddi plast. Hann var því ekki þjakaður og rígbundinn af gamla, stífa hugsunarhættinum. Paul Allaire, sem hefur bylt stíl og vinnu- brögðum Xeros, var í 11 ár á skrif- stofu fyrirtækisins í Bretlandi. Forstjórar, sem ráðnir eru utan frá, ná ekki betri árangri en innan- hússmenn ef þeir setja sér ekki háleit markmið. Þegar Martin Emmett yfir- gaf Security Pacific og réðst sem for- stjóri Tambrands árið 1989 náði hann miklum skammtímahagnaði með því RÁÐ FRÁ MEISTURUNUM A. Tilað kynnast nýjafyrirtæk- inu skaltu ganga um á meðal starfsfólks og spyrja: „Hvað mynd- ir þú gera efþú væri forstjórinn?“ Þú kemst ótrúlega fljótt aðþvíhvar skóinn kreþþir. B. Taktu nokkra ritara meðþér í hádegisverð. Þeir vita best hver hefur raunverulega völd ífyrirtæk- inu. C. Komdu þér uþþ lykilmönn- um í fyrirtxkinu og gerðu þá að boðberum breytinga þinna. D. Finndu uþþ á einhverju táknrænu til að koma skilaboðum til starfsmanna um aðþað sé kom- in nýhugsun ognýrstíll ífyrirtæk- ið. að selja rekstrareiningar. En því mið- ur skorti hann yfirsýnina til langs tíma og fyrir vikið fór að halla undan fæti hjá honum. John Kotter, prófessor í stjómun við Harvard háskólann, segir um ut- anhússmenn í forstjórastólum: „Ef utanaðkomandi for- stjórar hugsa ekki um neitt annað en að skera niður í kostnaði mun fólk verða hrætt. Til langs tíma er ekki hægt að koma á nýjum hugs- unarhætti og breyting- um ef starfsmenn eru óttaslegnir." EKKIKOMAINN OGSKERA NIÐUR í EINHVERRIBLINDNI Árangursríkir, utanaðkomandi for- stjórar, eins og Stanley Gault hjá Goodyear og Mike Walsh hjá Ten- neco, vita að það er ekki alltaf skyn- samlegt að koma með látum inn í hið nýja fyrirtæki og byrja að skera niður kostnað í blindni. Gott er að taka að minnsta kosti einn eða tvo mánuði í að læra á landslagið, ganga fyrst um nýja fyrirtækið og ræða við alla í lykilstöð- um. Síðan er hægt að láta til skarar skríða. Mike Walsh á sér langa og árang- ursríka sögu í að rétta við veikburða fyrirtæki. Hann gerði Cummins En- gine að samkeppnishæfu fyrirtæki á alþjóðavísu. Réðst síðan til Union Pacific Railroad árið 1986 og ger- breytti því. Síðan stökk hann yfir til Tenneco árið 1991 þegar það var nær gjaldþrota. A aðeins tveimur árum hefur honum tekist að snúa dæminu hressilega við. Nú er fyrirtækið fjár- hagslega mjög sterkt. Það er ekki lengur risi á brauðfótum. WALSH SPURÐISTARFSMENN: EF ÞÚ VÆRIR FORSTJÓRI HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA? Hjá Union Pacific var það fyrsta verk Mike Walsh að fara um allar deildir fyrirtækisins og ræða við fólk í öllum stjómunarþrepum, háttsetta sem lágtsetta. Hann spurði alla sömu spurningarinnar: „Ef þú værir for- stjóri hvað myndir þú gera?“ Fyrr en varði fékk hann svör á svipuðum nót- um: „Það er of mikið skrifræði og þar David Nadler, stjórnarformaður Delta ráðgjafarfyrirtækisins í New York kemst skemmtilega að orði þegar hann útskýrir muninn á því hvernig innanhúss- og utanhússmenn sjá fyrirtæki. „Það er svona eins og að biðja fisk um að lýsa sjónum að fá innanhússmann til að lýsa fyrirtæki sínu.“ 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.