Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.02.1994, Blaðsíða 39
sinnar m.a. með aðgerðum á peninga- markaði sem vissulega gætu leitt til hækkunar vaxta. Seðlabanka og ríkis- stjórn getur greint á en þá á afmörk- uðu sviði. Seðlabanki kemur ekki og á ekki að koma í veg fyrir almenna efna- hagsstefnu kjörinna stjórnvalda þótt vissulega geti skorist í odda í tiltekn- um málum. Þá myndu menn í lang- flestum tilvikum leysa ágreininginn með samningum en það er mikilvægt við slíka samningsgerð að sjálfstæði þankans sé tryggt í lögum á hans sérsviði.“ 10. Stöðugur halli á ríkissjóði myndar lánsfjáreftir- spurn. Það krefst aukins peningamagns til að fjár- magna hallann. Getur Seðlanbaki í raun verið sjálfstæður nema ríkis- stjórnir séu á sama tíma með hallalaus fjárlög til að samræmi sé í stefnu peningamála og fjárlaga? „Sjálfstæður seðlabanki og halla- rekstur ríkissjóðs geta vissulega farið saman. Hallarekstur ríkissjóðs getur hins vegar stefnt verðlagsmarkmið- um í hættu. Samhæfing ríkisfjármála og peningamála er eitt vandasamasta verkefnið í allri hagstjórn. Sjálfstæði seðlabanka er einmitt nauðsynlegt m.a. til að vinna gegna óæskilegum afleiðingum hallareksturs ríkissjóðs ef svo ber undir.“ 11. Ríki heims eru sífellt að opnast gagnvart viðskipt- um og fjármagni. Má þá ekki segja að vextir myndist á alþjóðavett- vangi og því minnki áhrifamáttur seðlabanka við að ákveða vexti, sér- staklega seðlabanka í smáum ríkjum? Jú, vextir leita jafnvægis milli landa með sífellt frjálsari viðskiptum. Aðgerðir í vaxtamálum hafa áhrif á gengi gjaldmiðla við þær aðstæður. Almennt má segja að svigrúm ein- stakra ríkja til sjálfstæðra aðgerða á sviði peninga- og gengismála hefur minnkað verulega undanfarin ár. Fjöl- þjóðlegar og alþjóðlegar ákvarðanir marka stefnuna á þeim vettvangi sem einstök ríki verða síðan að laga sig að og sætta sig við.“ „Aukið sjálfstæði seðlabanka er ekki trúaratriði heldur skynsamlegt fyrir- komulag sem styðst við reynslu fjölmargra þjóða.“ 12. Eru til rannsóknir sem sýna að þær þjóðir heims sem hafa sjálfstæðan seðlabanka nái betri efna- hagslegum árangri? „Almennt er hægt að fullyrða að þau ríki, sem búa við frekar sjálf- stæðan seðlabanka, hafi náð betri ár- angri í stjóm efnahagsmála. Hins veg- ar geta verið fleiri ástæður fyrir því en sjálfstæður seðlabanki. Mörg ríki hafa náð árangri þótt seðlabanki þeirra búi við takmarkað sjálfstæði. Hér ræður mestu að samfella sé í stjóm peninga- og ríkisfjármála. Seðlabanki verður að hafa frelsi til að beita stjórntækjum sínum á sviði pen- ingamála og ríkissjóður má ekki þár- magna halla sinn með lántökum í seðlabanka eða erlendis heldur á inn- lendum fjármagnsmarkaði sem býr við eðlileg samkeppnisskilyrði." 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.