Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Síða 39

Frjáls verslun - 01.02.1994, Síða 39
sinnar m.a. með aðgerðum á peninga- markaði sem vissulega gætu leitt til hækkunar vaxta. Seðlabanka og ríkis- stjórn getur greint á en þá á afmörk- uðu sviði. Seðlabanki kemur ekki og á ekki að koma í veg fyrir almenna efna- hagsstefnu kjörinna stjórnvalda þótt vissulega geti skorist í odda í tiltekn- um málum. Þá myndu menn í lang- flestum tilvikum leysa ágreininginn með samningum en það er mikilvægt við slíka samningsgerð að sjálfstæði þankans sé tryggt í lögum á hans sérsviði.“ 10. Stöðugur halli á ríkissjóði myndar lánsfjáreftir- spurn. Það krefst aukins peningamagns til að fjár- magna hallann. Getur Seðlanbaki í raun verið sjálfstæður nema ríkis- stjórnir séu á sama tíma með hallalaus fjárlög til að samræmi sé í stefnu peningamála og fjárlaga? „Sjálfstæður seðlabanki og halla- rekstur ríkissjóðs geta vissulega farið saman. Hallarekstur ríkissjóðs getur hins vegar stefnt verðlagsmarkmið- um í hættu. Samhæfing ríkisfjármála og peningamála er eitt vandasamasta verkefnið í allri hagstjórn. Sjálfstæði seðlabanka er einmitt nauðsynlegt m.a. til að vinna gegna óæskilegum afleiðingum hallareksturs ríkissjóðs ef svo ber undir.“ 11. Ríki heims eru sífellt að opnast gagnvart viðskipt- um og fjármagni. Má þá ekki segja að vextir myndist á alþjóðavett- vangi og því minnki áhrifamáttur seðlabanka við að ákveða vexti, sér- staklega seðlabanka í smáum ríkjum? Jú, vextir leita jafnvægis milli landa með sífellt frjálsari viðskiptum. Aðgerðir í vaxtamálum hafa áhrif á gengi gjaldmiðla við þær aðstæður. Almennt má segja að svigrúm ein- stakra ríkja til sjálfstæðra aðgerða á sviði peninga- og gengismála hefur minnkað verulega undanfarin ár. Fjöl- þjóðlegar og alþjóðlegar ákvarðanir marka stefnuna á þeim vettvangi sem einstök ríki verða síðan að laga sig að og sætta sig við.“ „Aukið sjálfstæði seðlabanka er ekki trúaratriði heldur skynsamlegt fyrir- komulag sem styðst við reynslu fjölmargra þjóða.“ 12. Eru til rannsóknir sem sýna að þær þjóðir heims sem hafa sjálfstæðan seðlabanka nái betri efna- hagslegum árangri? „Almennt er hægt að fullyrða að þau ríki, sem búa við frekar sjálf- stæðan seðlabanka, hafi náð betri ár- angri í stjóm efnahagsmála. Hins veg- ar geta verið fleiri ástæður fyrir því en sjálfstæður seðlabanki. Mörg ríki hafa náð árangri þótt seðlabanki þeirra búi við takmarkað sjálfstæði. Hér ræður mestu að samfella sé í stjóm peninga- og ríkisfjármála. Seðlabanki verður að hafa frelsi til að beita stjórntækjum sínum á sviði pen- ingamála og ríkissjóður má ekki þár- magna halla sinn með lántökum í seðlabanka eða erlendis heldur á inn- lendum fjármagnsmarkaði sem býr við eðlileg samkeppnisskilyrði." 39

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.