Frjáls verslun - 01.02.1994, Síða 6
Frá aðalfundi Verslunarráðs. Fremri röð frá hægri: Halldór Guðbjamarson, bankastjóri Landsbankans, Ágúst
Einarsson, forstjóri Lýsis, Einar Benediktsson, forstjóri Olís, Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO og Ólafur
Ólafsson, framkvæmdastjóri Samskipa. Aftari röð frá hægri: Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Hörpu, Gunnar
Bæringsson, framkvæmdastjóri Kreditkorta, Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri hjá íslandsbanka, Konráð
Adolfsson, eigandi Stjómunarskólans og Sverrir V. Bemhöft, framkvæmdastjóri Barr hf. Sjá bls. 12 og 13.
8 FRÉTTIR
Bókin íslensk fyrirtæki hefur komið út á
hverju ári í hvorki meira né minna en 24 ár.
16 FORSÍÐ UGREIN
Yfirgripsmikil og afar fróðleg grein um
bílamarkaðinn á íslandi. Birt er nákvæmt
yfirlit um hvað einstök bflaumboð hafa greitt
í skatta á síðustu árum. Greinin gefur ýmsar
vísbendingar um hagnað og rekstur
bflaumboðanna á undanförnum árum og
ekki síður fjárhagslega stöðu þeirra. Mjög
fátítt er að efni sem þetta sjáist í íslenskum
fjölmiðlum. Ingvar Helgason hf. hefur gengið
best allra bflaumboðanna á síðustu árum og
sannar, svo um munar, að ekki fer alttaf
saman mikil velta og hagnaður. Fyrirtækið
var með minni veltu en Hekla og P.
Samúelsson, Toyota, en langtum meiri
hagnað. Þá er athyglisvert hvað sum af
smáu bflaumboðunum hafa spjarað sig þrátt
fyrir erfitt árferði í bílainnflutningi.
28 ÍSLENSKIR DAGAR
Markaðsátakið íslenskir dagar á Stöð 2 og
Bylgjunni í febrúar síðastliðnum hitti beint í
mark og er eitt best heppnaða átak
fyrirtækis í markaðsmálum síðustu
mánuðina. Hér segir frá sögunni á bak við
átakið.
32 AÐ STJÓRNA
GENGISÁHÆ TT UNNI
Margir halda að gengisáhætta fyrirtækja sé
eitthvað sem stjórnendur ráði ekki við. Það
Dr. Ágúst Einarsson, prófessor og
formaður bankaráðs Seðlanbanka
Islands, svarar hispurslaust spurn-
ingum Frjálsrar verslunar um sjálf-
stæði seðlabanka. Sjá bls. 36.
er mikill misskilningur. Stjórnendur geta
ekki lengur afsakað gengistap eins og áður.
Það eru nefnilega ýmis ráð til.
36 SJÁLFSTÆÐI
SEÐLABANKA
Dr. Ágúst Einarsson, prófessor og formaður
bankaráðs Seðlabankans, svarar hér
hispurslaust spurningum Frjálsrar verslunar
um hlutverk Seðlabankans og hvaða rök séu
með því að hann sé sjálfstæður. Einstaklega
læsilegt efni um annars flókið mál.
40 MAGNÚS GAUTI
Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri
KEA, þykir fremur hlédrægur maður. Hann
er engu að síður stjórnandi sjöunda stærsta
fyrirtækis á íslandi. Margir á
höfuðborgarsvæðinu vita lítið um hann.
Hann er hér í skemmtilegri nærmynd
Frjálsrar verslunar.
43 UTANAÐKOMANDI
FORSTJÓRAR
í Bandaríkjunum hafa utanaðkomandi
forstjórar náð miklum árangri. Á siðasta ári
6