Frjáls verslun - 01.02.1994, Page 8
liUJlJ
ÍSLENSK FYRIRTÆKIKOMIN ÚT í 24. SINN
- FAXNÚMER Á MEÐAL NÝJUNGA í BÓKINNI
Bókin íslensk fyrir-
tæki, sem Fróði, útgáfu-
fyrirtæki Frjálsrar versl-
unar, gefur út, hefur
fengið góðar viðtökur frá
því hún kom út um miðjan
febrúar, að sögn Hildar
Kjartansdóttur, ritstjóra
bókarinnar. Bókin hefur
verið gefin út árlega í
samfleytt 24 ár. Hún hef-
ur að geyma upplýsingar
um flestöll starfandi
fyrirtæki í landinu.
Að þessu sinni hafa
verið gerðar minni háttar
breytingar á bókinni. A
meðal nýjunga má nefna
að faxnúmerum hefur
verið bætt við í kenni-
tölu- og símaskrá. Þá hef-
ur efnisyfirlit verið sett
fremst í vöru- og þjón-
ustuskrá, auk þess sem
bragarbót hefur verið
gerð á ýmsum smærri atr-
iðum.
Að sögn Hildar Kjart-
ansdóttur, ritstjóra ís-
lenskra fyrirtækja, eru
flestöll starfandi fyrir-
tæki í landinu í bókinni.
Sett er sem skilyrði að
fyrirtæki séu starfandi og
raunveruleg.
Ótrúlega miklar breyt-
ingar eru á upplýsingum
um fyrirtæki á milli ára
og vinna tveir starfsmenn
F róða meira og minna allt
árið við að uppfæra nýjar
upplýsingar í bókina.
Skráningar í bókina
byggja meðal annars á
upplýsingum frá Hagstof-
unni en einnig er fyrir-
tækjum gefinn kostur á
að kaupa kynningu í bók-
inni. Sú sala fer að mestu
fram á haustin. Þeir, sem
kaupa kynningu, fá bók-
ina sér að kostnaðar-
lausu.
Vegna þess hve upplýs-
ingar breytast ört um ein-
stök fyrirtæki er nauð-
synlegt að kaupa bókina á
hverju ári ætli menn sér
að hafa nýjustu upplýs-
ingar jafnan við hendina.
Uppbygging bókarinn-
ar er eftirfarandi:
1. KENNITÖLU-, FAX-
og SÍMANÚMERASKRÁ.
Þessi skrá er fremst í
bókinni. í henni er nær
öllum starfandi fyrirtækj-
um, félögum og stofnun-
Mistök urðu í síðasta
tölublaði Frjálsrar versl-
unar í grein um fyrirtæki
í eigu eignarhaldsfélags-
ins Hofs sf. Sagt var að
Hof ætti hluta í Jarli sf.,
skyndibitastað í Kringl-
unni. Það er rangt. Veit-
um landsins raðað eftir
stafrófsröð. I þessari skrá
er hægt að finna á einum
stað á augabragði þær
upplýsingar, sem oft er
mest þörf fyrir, eins og
faxnúmer, kennitölur og
símanúmer.
2. FYRIRTÆKJA-
SKRÁ. Veigamesta skrá
bókarinnar er fyrirtækja-
skráin. Þessi skrá er að
uppbyggingu óbreytt frá
ingastaðurinn Jarlinn er
á tveimur stöðum í bæn-
um, Sprengisandi við
Bústaðaveg og í Kringl-
unni.
Hið rétta er að Hof á í
félaginu Jari sem á hús-
næði veitingastaðanna í
fyrri bókum. í skránni er
að finna upplýsingar um
flest starfandi fyrirtæki,
félög og stofnanir á ís-
landi. Meðal annars eru
upplýsingar um nafn,
heimilisfang, póstnúmer,
símanúmer, starfssvið og
kennitölu. Þá eru í bók-
inni ítarlegar upplýsing-
ar um fjölda fyrirtækja,
félög og stofnanir. Bókin
er því mjög gott uppflett-
irit fyrir þá sem þurfa að
hafa samband við slíka
aðila.
3. GULAR SÍÐUR. í
bókinni er að finna þrjár
skrár á gulum síðum. Þar
er fyrst til að telja VÖRU-
OG ÞJÓNUSTUSKRÁ en
þar er fyrirtækjum raðað
niður í flokka eftir því
hvaða vöru og þjónustu
þau selja. Þrjár tegundir
af flokkum eru í þessari
skrá; aðalflokkur, undir-
flokkur aðalflokks og til-
vísunarflokkur sem vísar
á undirflokk.
4. ÚTFLYTJENDA-
SKRÁ. í þessum kafla er
skrá yfir fjölda íslenskra
útflytjenda og vörur sem
þeir flytja úr landi.
5. UMBOÐASKRÁ.
Hér er að finna upplýsing-
ar um fjölda erlendra um-
boða og umboðsmenn á
Islandi.
Kvikk í Kringlunni. Þess
má geta að Jarlinn er einn
af sex skyndibitastöðum
á þeim stað. Beðist er vel-
virðingar á þessum mis-
tökum.
Hildur Kjartansdóttir, ritstjóri íslenskra fyrirtækja. Ótrúlega
miklar breytingar eru á upplýsingum um fyrirtæki ó milli ára
og vinna tveir starfsmenn Fróða meira og minna allt árið við
að uppfæra nýjar upplýsingar í bókina.
LEIÐRÉTTING:
JARIEN EKKIJARLINN
8