Frjáls verslun - 01.02.1994, Page 17
EKKIFER SAMAN VELTA
OG HAGNAÐUR FYRIRTÆKJA
Afkoma bflaumboðanna árin 1990
til 1992 var mjög misjöfn. Hún sýnir
líka enn og aftur að ekki fer alltaf
saman mikil velta og hagnaður í fyrir-
tækjum. Þannig gekk rekstur Ingvars
Helgasonar best þrátt fyrir að Hekla
og P. Samúelsson, Toyota, væru
bæði með meiri veltu.
vinkill á málinu, vinkill sem ekki er oft
í sviðsljósinu en skýrir margt.
Aréttað skal að þau opinberu gjöld,
sem hér eru birt, eru lögð á fyrirtæk-
in árið eftir rekstrarár þeirra. Þannig
eru álögð gjöld sumarið 1993 vegna
ársins 1992.
Þótt tölur liggi ekki enn fyrir um
afkomu bflaumboðanna á síðasta ári
er ljóst að síðasta ár reyndist þeim
öllum fremur erfitt. Enda hafa ekki
jafn fáir bflar verið fluttir inn til lands-
ins í áraraðir. Verði næstu ár jafn
mögur getur hæglega stefnt í voða hjá
þessari atvinnugrein.
Rekstur Brimborgar gekk vel
þessi ár en fyrirtækið er með fimmtu
mestu veltuna á bflamarkaðnum. Inni
í tölum Brimborgar, í þessu yfirliti, er
einnig rekstur bflaverkstæðis þess,
Ventils hf. Það er haft í yfirlitinu til að
gæta samræmis við önnur þau bfla-
umboð sem eru með verkstæði.
Búland, áður Jötunn og þar áður
Bifreiðadeild Sambandsins, er ekki
inni í þessu yfirliti. Búland hætti starf-
semi snemma á síðasta ári og tók
fyrirtæki Ingvars Helgasonar, Bfl-
heimar, við umboðum þess: GM, Is-
uzu og Opel. Þar með er Ingvar
Helgason, í gegnum bæði fyrirtæki
sín, kominn með svipaðan hlut í inn-
flutningi nýrra bfla og Toyota, og
Hekla. Bílheimar eru til húsa í gamla
Bflaborgarhúsinu við Fosshálsinn. ít-
alska verslunarfélagið, sem var
með Fiat um tíma, er heldur
ekki inni í yfirlitinu.
ÞRJÚ UMBOÐ GREIDDU
TEKJUSKATT ÖLL ÁRIN
Þrjú bflaumboð greiddu tekjuskatt
öll árin frá 1990 til 1992. Þetta eru
fyrirtækin Ingvar Helgason, Brim-
borg og Suzuki-bflar. Hekla var með
tekjuskatt fyrstu tvö árin en ekki árið
1992. P. Samúelsson, Toyota,
greiddi tekjuskatt vegna rekstrarárs-
ins 1990 en ekki seinni tvö árin.
Aréttað skal á að fyrirtæki geta
yfirfært tap vegna fyrri ára. Einhver
þeirra, sem ekki greiddu tekjuskatt
kunna að hafa hagnast eitthvert árið,
eða verið með smáhagnað öll árin á
tímabilinu, án þess að hafa þurft að
greiða tekjuskatt. Yfirlitið er því fyrst
og fremst vísbending um rekstur og
stöðu bflaumboðanna.
AFKOMAINGVARS HELGASONAR
SKER SIG ALGERLEGA ÚR
Samanlagður tekjuskattur Ingvars
Helgasonar hf. á tímabilinu var um
179 milljónir króna. Segja má að af-
koma Ingvars Helgasonar skeri sig
algerlega úr á meðal bflaumboðanna.
Þó er ljóst að hagnaður þess hefur
farið aðeins minnkandi.
Brimborg greiddi 64 milljónir
króna samanlagt í tekjusk-
att á þessum
þremur
17