Frjáls verslun - 01.02.1994, Síða 22
FORSIÐUGREIN
Ford. Til að byrja með var Globus
aðeins með umboð fyrir Citroen bfla.
Þegar Töggur hf., áður Sveinn
Bjömsson hf., varð gjaldþrota fékk
Globus umboð fyrir Saab. Þegar svo
hið þekkta bflafyrirtæki, Sveinn Eg-
ilsson, Ford-umboðið, sem Þórir
Jónsson átti og stýrði um árabil, varð
gjaldþrota fékk Globus umboð fyrir
Ford.
Sveinn Egilsson var líka með um-
boð fyrir Fiat og Suzuki. Fyrirtækið
Suzuki-bflar, sem stofnað var af
tveimur fyrrum starfsmönnum
Sveins Egilssonar, fékk um-
boð fyrir Suzuki. Hins vegar
fékk nýstofnað fyrirtæki, It-
alska verslunarfélagið, um-
boð fyrir Fiat. ítalska versl-
unarfélagið er nú hætt og
hefur fyrirtækið ítalskir bíl-
ar tekið við Fiat. Þess má
geta að Suzuki-bflar og íta-
lskir-bflar em í eigu sömu
manna og em fyrirtækin til
húsa á sama stað.
Áður hefur verið minnst á
Búland, sem áður var Jöt-
unn hf. og þar áður Bifreiða-
deild Sambandsins. Bfl-
heimar, fyrirtæki Ingvars
Helgasonar, er nú með um-
boð þess; GM, Isuzu og Op-
el.
Jöfur, sem lengi var bara
með Skoda, hefur einnig
bætt við sig umboðum á síð-
asta áratug. Það er einnig
með Peugeot og Chrysler.
Þess má geta að fyrirtækið
Egill Vilhjálmsson var áður
með Chrysler.
Bifreiðar & Landbúnað-
arvélar hafa í áraraðir verið
með umboð fyrir Lödu. Nú
er fyrirtækið einnig með
Hyundai bflana. Þeir hafa
tekið við af Lödunni sem að-
alsöluvara fyrirtækisins
þótt Ladan sé enn í dágóðri
sölu.
ingu um fjárhagslega stöðu þeirra.
Eignaskattur er lagður á hreina eign
fyrirtækjanna, eignir umfram skuldir.
Þessi liður gengur jafnan undir heitinu
eigið fé.
Álagðir eignaskattar þurfa þó ekki
alltaf að gefa rétta mynd af fjárhags-
stöðu fyrirtækisins. Þegar eigna-
skattur er lagður á em fasteignir og
lóðir metnar á fasteignamati sem ekki
þarf að vera bókfært verð þeirra í
efnahagsreikningi. Það getur skekkt
myndina.
Einnig er hlutaféð á nafnverði
Innfluttir bílar
dregið frá hreinu eigninni áður en
eignaskattur er lagður á. Þetta er
gert til að um tvísköttun verði ekki að
ræða, að hlutaféð sé ekki bæði skatt-
lagt hjá hluthöfum og fyrirtækinu.
Hlutféð er þá skattlagt hjá hluthöfun-
um en ekki fyrirtækinu. Ef fyrirtæki
gefa reglulega út jöfnunarhlutabréf —
uppfæra nafnverð hlutaijárins í takt
við eigið fé — þýðir það að eigna-
skattur fyrirtækisins verður lítill sem
enginn en hins vegar bera þá hluthaf-
arnir skattinn í staðinn. Með öðmm
orðum; fyrirtækið getur verið sterkt
eignalega séð en borið litla
sem enga eignaskatta.
Verði veruleg breyting á
eignaskatti einhvers fyrir-
tækis á milli ára getur
tvennt komið til: I. Að veru-
leg eignarýmun hafi átt sér
stað vegna hallareksturs. II.
Að gefin hafi verið út jöfnun-
arhlutabréf þannig að eigna-
skatturinn færist af fyrir-
tækinu yfir á einstaka hlut-
hafa þess.
Innfluttir bílar, nýir og notaðir, frá árinu 1985. Varla
er nokkur atvinnugrein sem búið hefur við eins rosa-
legar sveiflur.
ALAGÐUR EIGNASKATTUR
Á sama hátt og álagður
tekjuskattur gefur vísbend-
ingu um rekstrarafkomu
bflaumboðanna gefur ála-
gður eignaskattur vísbend-
HEILDARSKATTAR BÍLAUMBOÐANNA 1990-1992
(Milljónir króna) 1990 1991 1992 Alls
Tekjuskattur 115 115 70 300
Eignaskattur 23 24 20 67
Kirkjugarðsgj ald 2 3 3 8
Iðnlánasjóðsgjald Sérstakur eigna- 1 2 2 5
skattur 5 5 4 14
Aðstöðugjald Skattur á skrifu- 138 208 (189)* 346
stofuhúsnæði 9 10 10 29
Tryggingargjald** — 66 71 137
293 433 * Aðstöðugjald lagt á en ekki innheimt. ** Tryggingagjald var lagt á fyrst árið 1991 180 906
Heildarskattar bílaumboðanna árin 1990 til 1992. Bíl-
greinin greiddi um 900 milljónir í opinber gjöld, þar af
um 300 milljónir í tekjuskatt. Álagt aðstöðugjald á
bílaumboðin var 189 milljónir árið 1992 en það var
aldrei innheimt enda aðstöðugjaldið fellt niður. Það
styrkir bílaumboðin sem önnur fyrirtæki í landinu.
FLESTOLL BILAUMBOÐIN
HAFA GREITT EIGNASKATT
Flestöll bflaumboðin hafa
greitt verulega eignaskatta
á undanfömum árum. Það
er vísbending um að þótt
innflutningur nýrra bfla hafi
dregist stórlega saman frá
þensluárinu 1987, þegar
tæplega 24 þúsund bflar
voru fluttir inn til landsins,
standi bflaumboðin enn í
báða fætuma þótt rekstur-
inn sé erfiður. Eignir eru
umfram skuldir. Síðasta ár
var þó öllum bflaumboðun-
um erfitt vegna lítils bflainn-
flutnings.
Eignaskattsprósentan er
1,20% en auk þess hafa fle-
stöll bflafyrirtækin einnig
borið sérstakan eignaskatt
sem er 0,25%. Samtals er
því eignaskatturinn 1,45%.
Þess utan hafa sum umboð-
anna greitt skatt vegna
skrifstofuhúsnæðis. Það er
ekki inni í þessum tölum.
Dæmi: Fyrirtæki, sem 1
milljón er lögð á í eignaskatt,
22