Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Page 25

Frjáls verslun - 01.02.1994, Page 25
stöðugjaldið niður og styrkir það rekstur bflaumboðanna sem og allra annarra fyrirtækja í landinu. Bílaumboðin greiddu verulegar fjárhæðir í aðstöðugjald vegna áranna 1990 og 1991. Yfirlitið sýnir einnig álagt aðstöðugjald á síðasta ári en það var aldrei innheimt þar sem ríkis- stjómin felldi gjaldið niður. Aðstöðu- gjaldið er hins vegar stofn til kirkju- garðsgjalds og þess vegna er það enn reiknað út. Bílaumboðin greiddu samtals 138 milljónir í aðstöðugjald árið 1990 og 208 milljónir árið 1991. Þau hefðu orð- ið að greiða um 189 milljónir vegna ársins 1992 ef gjaldið hefði ekki verið lagt niður. Munaði um minna á einu mesta samdráttarári í bflainnflutningi í áraraðir. Af þessu sést hvað niðurfelling að- stöðugjalds styrkir rekstur bflaum- boðanna sem og annarra fyrirtækja í landinu. í krónum talið batnar þó rekstur þeirra stærstu mest, þeirra með mestu umsvifin. Þann- ig losnaði Hekla við að greiða um 49 milljónir vegna ársins 1992, Toyota við um 31 milljón og Ingvar Helga- son við um 30 milljónir. Samtals um 120 milljónir hjá þessum þremur fyrirtækj- um. Munar um minna í erf- iðu árferði. Hlutfallslega kemur afnám aðstöðu- gjaldsins þó öllum að sjálf- sögðu jafnt til góða. ÓTRÚLEGAR SVEIFLUR í INNFLUTNINGIBÍLA Bflamarkaðurinn hefur tekið miklum breytingum frá þensluárunum 1986 til 1988 þegar tæplega 54 þús- und bflar voru fluttir inn á aðeins þremur árum. Árin 1986 og 1988 voru fluttir yfir 15 þúsund bflar bæði árin, nýir sem notaðir. Metárið 1987 voru fluttir inn tæplega 24 þúsund bflar. Síðustu fjögur árin hafa verið fluttir inn tæplega 36 þúsund bflar. Miðað við að þeir voru tæplega 54 þús- und á þriggja ára tímabilinu 1986 til 1988 sést hvað sam- drátturinn er ótrúlega mikill á þessum markaði. Nokkrar skýringar eru á hinum mikla samdrætti í bflainnflutningi. Vissulega þarf færri bfla næstu ár á eftir metinnflutningi en aðalskýringin á færri innfluttum bflum er tekju- samdrátturinn í þjóðfélaginu. Ef síð- asta ár, sem var það lélegasta um langa hríð, er skoðað sérstaklega má minna á tvær gengisfellingar á ís- lensku krónunni sem hækkaði verð á erlendum gjaldeyri. Sú fyrri var undir lok ársins 1992 og sú síðari var síðast- liðið vor. Á móti kemur að bflaumboð- in hafa verið óhemjudugleg við að semja beint við bflaframleiðendur, fá bflana án milliliða, og hafa þannig náð hagkvæmum innkaupum. Samdráttur í bflainnflutningi síð- ustu árin kemur fram á mörgum svið- um eins og í afkomu bflafyrirtækj- anna, endumýjunarþörf fólks, verði gamalla bfla, veltusköttum til rflds og svo mætti áfram telja. UM120 ÞÚSUND SKRÁÐIR BÍLAR Á ÍSLANDI Um 120 þúsund bflar eru skráðir á íslandi. Miðað við að endingartími bfls sé um tíu ár þarf árlegur innflutningur bfla að vera um 12 þúsund á ári til að viðhalda stofninum, ef svo má segja. Innflutningur hefur hins vegar verið um 8 þúsund bflar að jafnaði síðustu ijögur árin. Það er því gap á markaðn- um. Endumýjunarþörfinm er ekki fullnægt. Þetta kemur hka fram í verði not- aðra bfla. Hinir 54 þúsund bflar, sem fluttir voru inn á þensluámnum 1986 til 1988, em nú 6 til 8 ára gamlir. Vegna framboðsins fæst nú hlutfalls- lega lægra verð fyrir þá á markaðn- um. Það þýðir að verð-stökkið upp í nýjan bfl er nú óvenjuhátt hjá eigend- um þessara bfla. Það hindrar þá í leið- inni í að kaupa nýjan bfl. Vegna þess að flutt hefur verið inn minna af bflum á síðustu fjórum ámm en endurnýjunarþörfinni nemur, 8 þúsund bflar í stað 12 þúsund á ári, mun það þýða hlutfallslega hátt end- ursöluverð þeirra á næstu tveimur árum. Það er ein- faldlega of lítið framboð af þessum árgerðum. Það get- ur aftur þýtt að erfiðara geti verið að selja þá en ella ætli eigendurnir að stökkva á nýjan. Eigendur gömlu bfl- anna, sem alla jafnan fæm á tveggja til fjögurra ára gaml- an bfl, kynnu að hika vegna hins mikla stökks og segðu sem svo að alveg væri eins gott að taka stökkið til fulls og fara yfir á nýjan. SVEIFLUR SKAPA AÐRAR SVEIFLUR Þetta getur þýtt að hinar miklu sveiflur, sem hafa verið í bflamarkaðnum á undanförnum ámm, stöðv- ist ekki á næstum árum. Titringurinn og sveiflumar haldi áfram. Engu að síður blasir sú staðreynd við núna að bílafloti landsmanna er að verða gamall. Það eru frek- ar gamlir bflar á götunum INNFLUTTIR FÓLKSBÍLAR 1992 1993 Fjöldi % Fjöldi % Lada 346 4,9 264 4,8 BMW 70 1,0 32 0,6 Citroén 54 0,8 4 0,1 Chrysler 55 0,8 117 2,1 Daihatsu 620 8,9 198 3,6 Fiat 45 0,6 49 0,9 Ford 142 2,0 72 1,3 Honda 167 2,4 67 1,2 Hyundai 271 3,9 423 7,6 Isuzu 68 1,0 29 0,5 Mazda 291 4,2 149 2,7 GM 59 0,8 20 0,4 Benz 7 0,1 8 0,2 Mitsubishi 935 13,4 834 15,2 Nissan 774 11,1 806 14,7 Opel 12 0,2 32 0,6 Peugeot 90 1,3 60 1,1 Renault 222 3,2 197 3,6 Saab 32 0,5 26 0,5 Skoda 170 2,4 167 3,1 Subaru 413 5,9 166 3,0 Suzuki 227 3,2 112 2,0 Toyota 1.571 22,5 1.211 22,1 Volkswagen 266 3,7 244 4,5 Volvo 87 1,2 195 3,6 Kewet-Jet 2 — — — Range Rover 2 — — — 6.998 100,0% 5.482 100,0% Innfluttir fólksbílar eftir tegundum árin 1992 og 1993. 25

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.