Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Síða 42

Frjáls verslun - 01.02.1994, Síða 42
NÆRMYND FELLUR í GÓÐAN JARÐVEG AÐ MAGNÚS BERST LÍTT Á Það hefur komið í hlut Magnúsar að stýra Kaupfélagi Eyfirðinga gegnum samdráttarskeið sem varað hefur nú um hríð og fá fyrirtæki hafa farið var- hluta af. Meðal þess sem gert var til að mæta samdrætti hjá KEA var að segja upp fólki. Þetta var gert fljót- lega eftir að Magnús tók við og kunn- ugir fullyrða að hann hafi tekið það mjög nærri sér og eytt miklum tíma í að undirbúa upp- sagnirnar og reynt í lengstu lög að forðast að til þeirra þyrfti að koma. Þótt ýmis stór orð féllu í kringum það lægði öldurnar fljótt og er það þakk- að því hve heiðarlegur og hreinskiptinn Magnús var í samskiptum sínum við þá sem sagt var upp. Þessu fylgdu talsverðar skipulagsbreyting- ar sem gerðar voru á efstu stigum fyrirtækisins. Það hef- ur og fallið í góðan jarðveg að Magnús berst lítt eða ekki á í sínu starfi sem þykir hæfa á samdráttartímum. Menn segja reyndar að hann myndi aldrei láta standa sig að ógæti- legri meðferð fjármuna þó svo að gósentímar væru hjá kaup- félaginu. SUMUM ÞYKIR HANN OF LITLAUS SEM KAUPFÉLAGSSTJÓRI Sú hrifning sem margir létu í ljósi af Magnúsi, bæði sem persónu og stjórnanda, var ekki alveg einróma því einn viðmælenda blaðsins lét svo ummælt að sér þætti hann jaðra við að vera of litlaus sem kaupfélagsstjóri KEA, eins stærsta fyrirtækis á ís- landi. VEIÐIR FUGLOGFISK Þeim frístundum sem Magnús eyð- ir ekki með fjölskyldu sinni ver hann stundum í veiðiskap. Hann gengur til rjúpna og gæsa stöku sinnum og er félagi í veiðifélagi Laxár í Aðaldal og þangað fer hann á hverju sumri og rennir fyrir lax með félögum sínum. Meðal veiðifélaga hans og vina eru Geir Friðgeirsson, barnalæknir á Ak- ureyri og séra Pétur Þórarinsson, prestur í Laufási. Ennfremur má nefna að Jóhann Gauti, faðir Magnús- ar, gengur með honum á skytterí og einnig Axel, tengdasonur Magnúsar, sem er trúlofaður Gunnhildi dóttur hans. Eftirlætis veiðisvæði Magnús- ar og félaga hans eru í landi Laufáss við Eyjafjörð en þar þykja góðar veiði- lendur, sérstaklega fyrir gæs og iðu- lega eru þeir félagar fengsælir. Magnús er giftur Hrefnu G. Torfa- dóttur kennara. Þau kynntust skömmu eftir menntaskóla og fóru saman til Svíþjóðar og námu bæði við Uppsalaháskóla. Meðan Magnús lærði rekstrarhagfræði lagði Hrefna stund á ensku og sænsku og hefur fengist við kennslu á Akureyri og kennt bæði ensku og sænsku. Þau eiga saman þrjú böm, Gunnhildi Lily, Hrafnhildi Ósk og Magnús Torfa. MIKILL FJÖLSKYLDUMAÐUR Eins og áður sagði er Magnús mik- ill fjölskyldumaður og saman stundar fjölskyldan gönguferðir eða bílferðir þar sem síminn lætur hinn önnum kafna fjölskylduföður í friði. Ónefndur er einn fjölskyldumeðlimur, sem er tík af íslensku kyni sem allir hafa mik- ið dálæti á, og iðulega má sjá Magnús úti að skokka eða ganga með heimilis- hundinn sem nú er nokkuð við aldur, eða á 11 ári. „Magnús er afbragðs maður og mörgum kostum gæddur. Við höfum þekkst í 20 ár,“ segir séra Pétur Þór- arinsson í Laufási. „Þetta er afar traustur náungi sem hefur ekki hátt um sjálfan sig og lætur ekki mikið á sér bera. Hann er mjög vinnusamur, glöggur og framsýnn. Hann er athugull og gætinn og fer ekki út í hlutina að óathuguðu máli. í vinahópi slakar hann á og skemmtir sér en er aldrei margmáll því hann hugsar áður en hann talar. Hann er lítið fyrir að dæma aðra og tekur sjaldan mikið upp í sig og er yfirleitt fremur alvarlega þenkjandi." FRJÁLSLYNDUR FRAMSÓKNARMAÐUR Flestum ber saman um að Magnús Gauti sé framsóknar- maður. Maður sem þekkir hann vel segir að hann tilheyri frjálslyndari armi Framsóknar- flokksins. Ekki þarf að þykja neitt einkennilegt þótt það sé sjálfsagður hlutur að maður í þessu embætti sé framsóknar- maður þó sumir vilji meina að hugtakið frjálslyndur fram- sóknarmaður sé þversögn. Magnús mun vera samvinnumaður í þess orðs bestu merkingu. Maður sem trúir enn á hugsjónirnar um mátt hinna mörgu og samstöðu þeirra til stórra verka. Honum þótti eins og öðrum blóð- ugt að horfa upp á Sambandið liðast í sundur. En þrátt fyrir það skipbrot hefur hann alls ekki, frekar en margir aðrir, misst trúna á hugsjónir þær sem samvinnuhreyfingin var byggð á. Þetta þýðir reyndar ekki að Magn- ús sé það sem kallað er yfirlýstur framsóknarmaður og hann er reyndar sagður hafa breytt um stíl í KEA hvað þetta varðar og spyr ekki um stjóm- málaskoðanir manna þegar hann ræð- ur þá til starfa heldur um hæfni þeirra. Þetta þykir tímanna tákn. 42

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.