Frjáls verslun - 01.02.1994, Page 50
TOLVUR
ÞEGflR STÝRIKERFI
FRÝS SKYNDILEGA
Eftir að farið var að afhenda
flestar tölvur með uppsettum
stýrikerfum (DOS 5.0 og síðari)
og viðmóti (Windows) á föstum
diski hafa sumir notendur
reynst algjörlega hjálparvana
þegar stýrikerfi frýs.
Astæðan er sú að notandinn hefur
ekki kerfisdiskettu(r), DOS - stýri-
kerfið, á reiðum höndum og getur því
ekki endurræst tölvuna; upprunaleg-
ar diskettur týndar, afrit af síðustu
uppfærslu týnt, gleymst hefur að af-
rita o.s.frv.
Eina örugga ráðið gegn því að lenda
í svona hremmingum er að hafa afrit
af stýrikerfinu ávallt til taks, geymt á
vísum stað. Og nú er tækifærið til að
afrita stýrikerfið á meðan allt leikur í
lyndi. Til að auka enn öryggið er
skynsamlegt að kaupa diskettu í ein-
Leó M. Jónsson
tæknifræðingur
skrifar reglulega um
tölvur og tækni í
Frjálsa verslun.
hverjum óvenjulegum og áberandi lit
til að nota í þessu skyni. Þær fást hjá
flestum tölvusölum.
Hér áður fyrr var einfalt mál að
afrita DOS-kerfið. Með útgáfu 5.0 og
síðar 6.0 af DOS varð verkið flóknara
vegna þess að þær útgáfur innihalda
mun meira af hjálparforritum, mörg
þeirra í samþjöppuðu formi, og getur
þurft margar diskettur til að afrita allt
kerfið þótt sjálft stýrikerfið sé ekki
nema hluti af pakkanum.
File Utilities Help
Lomputer... m AST/IBM I 486DX BtiH J A
Memory... H 6A0K, 7168K Ext, B 2
m. I 4760K XMS ini
Viöeo... H VGA, Cirrus !1 s
tiiia Ml
Network... i No Network IKQ Status... *
iiiie Wl
“ÖS'T/ersioh. . . m MS--DOS Version 5.00 TSR Programs... s
m is B8I 1!
Nouse... m F'b/S Stylee Mouse Device Drivers... I
Wll
Press ALT for menu ? or press highlighted letter, or F'3 to quit MSD.
Fyrsta valmynd MSD. Hægra megin við hvert svið birtast samanþjappaðar
upplýsingar um kerfið. Frekari upplýsingar um hvert svið fást með því að
smella á það. Þær upplýsingar má prenta einar og sér eða sem lið í heildar-
skýrslu.
TEXTI: LEÓ M. JÓNSSON
Eitt atriði er sérstök ástæða til að
fjalla um áður en lengra er haldið.
Þeir, sem hafa sett upp „diskþjapp-
ara“ , t.d. hið umtalaða „Double-
Space“ frá Microsoft eða „Stacker“
frá Stac Electronics, ættu undan-
tekningarlaust að afrita DOS-kerfið
áður en slíkt kerfi er sett upp. Að
öðrum kosti virka ekki sumar DOS-
skipanir. Sé „Stacker“ t.d. uppsettur
á fasta diskinum er ekki hægt að afrita
stýrikerfisskrámar á honum, hvorki
með rofanum /s með skipuninni For-
mat né .sys-skrár með skipuninni
Copy. Þetta er fyrsti gallinn sem ég
hef uppgötvað í „Stacker".
AFRITUN DOS 6.0
Fyrsta skrefið er að forsníða nýjan
disk í a-drifinu. Það er gert með DOS-
skipuninni (feitletruð)
C:\>format a:/f:n /s
þar sem n er geymslurýmd disks-
ins (360 eða 1.2 séu notaðar 5.25“
diskar en 720 eða 1.44 séu notaðir
3,5“). Rofinn f/ í skipuninni stendur
fyrir „floppy disk“ og rofinn /s fyrir
„system“ þ.e. að afrita eigi bæði
sýndar og huldar DOS- kerfisskrár
um leið og forsnið fer fram. (Huldar
kerfisskrár eru ekki sýndar á DIR-
yfirliti).
Frekari upplýsingar má fá í inn-
byggða hjálparkerfinu sem er í DOS
5.0 og 6.0. Þá er farið í DOS-skelina
og, í þessu tilfelli, gefin skipunin help
format
HJÁLPARFORRIT
Hér var DOS 6.0 valið af ásettu
50