Frjáls verslun - 01.02.1994, Blaðsíða 53
þetta allt saman og miklu meira til.
Það nefnist MSD (Microsoft Diag-
nostics) og kerfisskrá þess, sem
nefnist Msd.exe, er geymd í MS-
DOS efnisskránni.
Ekki er minnst einu orði á þetta
greiningarkerfi í handbókum margra
PC-tölva og því til lítils að leita í
atriðaskránni að því. Enga skýringu
kann ég á ástæðu þess. Eg veit held-
ur ekki með hvaða útgáfu af DOS
MSD kom fyrst en það er a.m.k. að
finna í útgáfu 6.0. Þá er það að finna
geymt í Windows 3.1-deildinni í DOS
5.0.
Með MSD er hægt að prenta
skýrslu sem greinir frá flestu sem
skiptir máli í uppbyggingu vélar og
stýrikerfis. Skýrslan er ekkert smá-
ræði, eins og hún kemur af skepnunni
getur hún orðið um 30 síður og þar er
auðvitað heilmargt sem skiptir venju-
legan notanda engu máli.
MSD inniheldur ekki prentstjóra
fyrir „postscript" geislaprentara og
því gerist ekkert ætli maður að reyna
prenta með þannig búnaði. En til að
nota frekar geislaprentara en nála-
prentara fyrir skýrsluna valdi ég þann
kostinn að sækja skrána Re-
port.msd, en sú skrá inniheldur
skýrsluna eftir að MSD hefur verið
ræst, sem ASCII-skjal og opna í
WordPerfect. Um leið notaði ég
tækifærið og smækkaði letrið í
skránni niður í 8 punkta. Það var eins
gott því skýrslan reyndist samt sem
áður vera 23 blaðsíður.
MSD er heildstætt kerfi með mús-
arstýrðum valmyndum og skjáhjálp.
Það er sérstaklega tekið fram í leið-
beiningum með því að til að fá sem
nákvæmasta úttekt sé ekki ráðlegt að
keyra það undir Windows eða DOS-
kvaðningunni í Windows utan við
Windows beint frá DOS-kvaðningu
með skipuninni
C:\>msd
Þá ræsist MSD-kerfið og fer yfir
búnaðinn. Skilaboð til notandans birt-
ast á skjánum og að þeim loknum birt-
ist valmynd. Frá henni má skoða
skýrslu yfir 13 afmarkaða þætti tölvu-
kerfisins á skjánum eða prenta hana.
Á valmyndinni er samanþjöppuð lýs-
ing á hverjum þessara 13 þátta. Vilji
maður fá frekari útlistun er smellt
með músinni á viðkomandi svið eða
stutt á ENTER þegar bendillinn er á
upplýsta stafnum í sviðinu. Skipana-
lína er efst á skjánum með Skrár (Fi-
les), Tól (Utilities)og Hjálþ (Helþ).
Með því að velja sviðið TSR
Programs fæst t.d. skrá yfir þau for-
rit sem geymd eru í vinnsluminninu
(minnislæg forrit) ásamt upplýsingum
um stærð þeirra.
Án þess að fara út í mjög tæknilegt
efni er ástæða til að fjalla hér aðeins
um atriði sem getur haft áhrif á nýt-
ingu vinnsluminnis. Fjöldi File-ein-
inga, sem úthlutað er í skránni Con-
fig.sys, segir til um hve margar skrár
DOS getur unnið við samtímis. Hver
eining teppir vinnsluminni sem nemur
40 - 60 bætum. í mínu tilfelli er t.d.
500 bætum minna vinnsluminni til
ráðstöfunar þegar skipunin er Fi-
les=40 í stað Files=30 í skránni
Config.sys. Þetta atriði skiptir flesta
notendur engu máli en fyrir þá fáu,
sem þurfa að nýta minnið til hins ýtr-
asta, getur skipt máli að úthluta ekki
fleiri File-einingum en nauðsynlegt
er. Auðveldast er að prófa sig áfram.
Minnsti fjöldi File-eininga er 8 og
mestur 255. Eftir að Config.sys hefur
verið breytt þarf að endurræsa tölv-
una.
Þegar lokið er við að prenta MSD-
skýrsluna yfir kerfið, og hún komin á
vísan stað í möppu, eru meiri líkur á
því að bilanir megi lagfæra með minni
fyrirhöfn og tilkostnaði en áður - jafn-
vel í gegnum síma sé tæknimaðurinn
látinn vita að skýrslan sé til.
Microsoft Diagnostics version 2.00 2/28/94 4:18pm Page 2
Memory
Legend: Available " " RAM "##" ROM "RR" Possibly Available " . . "
EMS Page Frame "pp" Used UMBs "UU" Free UMBs "FF"
1024K FC00 RRRRRRRRRRRRRRRR FFFF Conventional Memory
F800 RRRRRRRRRRRRRRRR FBFF Total: 640K
F400 RRRRRRRRRRRRRRRR F7FF Available: 617K
96 0K F000 RRRRRRRRRRRRRRRR F3FF 631904 bytes
EC00 FFFFFFFFFFFFFFFF EFFF
E800 FFFFFFFFFFFFFFFF EBFF Extended Memory
E400 FFFFFFFFFFFFFFFF E7FF Total: 7168K
896K E000 UUUUUUUUUUUUUUUF E3FF
DC00 UUUUUUUUUUUUUUUU DFFF MS-DOS Upper Memory Blocks
D800 uuuuuuuuuuuuuuuu DBFF Total UMBs: 188K
D400 uuuuuuuuuuuuuuuu D7FF Total Free UMBs: 6 0K
832K D000 uuuuuuuuuuuuuuuu D3FF Largest Free Block: 43K
ccoo uuuuuuuuuuuuuuuu CFFF
C800 uuuuuuuuuuuuuuuu CBFF XMS Information
C400 RRRRRRRRRRRRRRRR C7FF XMS Version: 3.00
768K cooo RRRRRRRRRRRRRRRR C3FF Driver Version: 3.07
BC00 ################ BFFF A20 Address Line: Enabled
B800 ################ BBFF High Memory Area: In use
B400 UUUFFFFFFFFFFFFF B7FF Available: 4760K
7 04K B000 ###UUUUUUUUUUUUU B3FF Largest Free Block: 4760K
AC00 AFFF Available SXMS: 47 6 0K
A800 ABFF Largest Free SXMS: 4760K
A4 00 A7FF
640K A000 A3FF
Video
Video Adapter Type: VGA
Manufacturer: Cirrus
Model: Integra
Display Type: VGA Color
Video Mode: 3
Number of Columns: 80
Number of Rows: 25
Video BIOS Version: CL-GD540X/542X VGA BIOS Version l.OOd
ST Integrated AVGA3/5422 VGA BIOS Rel. 1.00.04
Integrated AVGA3/5422 VGA BIOS Rel. 1.00.04
Video BIOS Date: 08/07/92
VESA Support Installed: Yes
VESA Version: 1.02
VESA OEM Name: Cirrus Logic GD-5422 VGA
Secondary Adapter: None
------------------------------ Network --------------------------------
Network Detected: No
Kerfisskýrsla nr. 2 og nr. 3. „Um vinnsluminnið" og „Um skjástýringu“.
Þannig greinir MSD minnisrýmd og notkun þess auk þess að gefa upplýsing-
ar um skjákortið.