Frjáls verslun - 01.02.1994, Qupperneq 56
FOLK
HILMAR BÖÐVARSSON,
FRAMKVÆMDASTJÓRIBESTA
Hilmar vann hjá Jöfur hf. frá því hann var 17 ára og flutti sig síðan um set á Nýbýlaveg-
inum þegar Besta hóf starfsemi sína.
„Besta býður upp á
hreinlætis- og rekstrar-
vörur fyrir fyrirtæki og
leggur mikla áherslu á
tæki eins og gólfþvotta-
véiar, bónslípivélar,
ræstivagna o.þ.h. Við
vorum með þeim fyrstu
til að bjóða upp á slíkar
vélar á lager þar sem
menn gátu skoðað tæk-
in og fengið síðan full-
komna varahluta- og
viðgerðaþjónustu. Við
tókum við af „tösku-
heildsölunum“ sem
seldu tæki út á myndir
og voru svo allir á bak og
burt þegar vantaði vara-
hluti eða viðgerðaþjón-
ustu,“ segir Hilmar
Böðvarsson, fram-
kvæmdastjóri Besta hf.
Hilmar er 33 ára og tók
verslunarpróf frá Fjölbraut-
skólanum við Ármúla 1981.
Hann vann allan tímann með
skólanum við sölustörf, var
aðeins 17 ára þegar hann
byrjaði í sölumennsku hjá
bílaumboðinujöfrihf. ogvar
sölustjóri nýrra Chrysler
bíla og notaðra bíla þegar
hann hætti um áramótin
1987 til 1988. En hann fór
ekki langt, því að Besta er
við sömu götu og Jöfur.
Hilmar hefur því aldrei unn-
ið annars staðar en við
Nýbýlaveginn í Kópavogi.
„Besta var stofnað í jan-
úar 1988 og opnað í apríl
sama ár. Fyrirtækið er í
eigu aðila sem eiga einnig
Burstagerðina-Sápugerðina
Frigg í Garðabæ. Rekstur
fyrirtækjanna er alveg að-
skilinn þó að samvinnan sé
auðvitað náin.
ALLTAF PÖRF Á ÞRIFUM
Reksturinn gengur prýði-
lega en samkeppnin er hörð
á þessum vettvangi. Það
verður alltaf þörf fyrir þrif,
sama hvað kreppir að, en í
samdrættinum hefur helst
dregið úr fjárfestingum í
stórum og dýrum vélum.
Það er þó ekki alltaf sparn-
aður því sumir kaupa of litlar
vélar og lenda í vandræð-
um.
Okkar mottó hefur verið
að bjóða fyrsta flokks þjón-
ustu við viðskiptavini og það
hefur skilað sér í traustum
hópi viðskiptavina sem
margir hafa skipt við okkur
frá upphafi. Það er mikil-
vægt að þjónusta á þessu
sviði sé lipur og traust og
alltaf sé hægt að leita til okk-
ar. Veitingastaðir og fleiri
aðilar geta t.d. lent í algjör-
um vandræðum ef þá vantar
eitthvað til þrifa eða vélar
bila.
Vélamar sem við seljum
eru frá Bandaríkjunum og
Þýskalandi. Nú er að koma
ný lína af gólfþvottavélum
frá Þýskalandi, töluvert
sjálfvirkari og afkastameiri
en þær eldri. Frá viðskipta-
aðilum okkar í Bandaríkjun-
um koma reglulega ný
hreinsiefni og gólfbón.
Bandaríkjamenn geta lagt
milljónir í þróunarstarf á
slíkum efnum og em t.d.
gólfbónin þaðan töluvert
betri en þau íslensku."
BOLTAÁHUGAMAÐUR ÚRVAL
Hilmar er í sambúð með
Steinunni Lindu Jónsdóttur,
líffræðingi við Líffræði-
stofnun Háskóla íslands.
Hann á 9 ára gamla dóttur.
„Ég hef verið áhugamað-
ur um gamla bíla og hefur
gaman af að gera upp og aka
gömlum bflum. Ég starfaði í
Fornbflaklúbbnum og flutti
t.d. inn gamlan amerískan
blæjubfl sem ég seldi ný-
lega.
Boltaíþróttir eru mitt
uppáhald, ég var um tíma í
stjórn handknattleiksdeildar
Vals í fyrra og í vetur sé ég
um framkvæmd heimaleikja
Vals í handbolta. Öðru
hverju spila ég fótbolta með
gömlum félögum úr Val og
fer í veggjatennis einu sinni í
viku. Svo er húsið og garð-
urinn líka áhugamál sem
þarf að sinna,“ sagði Hilm-
ar.
56