Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Qupperneq 57

Frjáls verslun - 01.02.1994, Qupperneq 57
FOLK ARNIPETUR JONSSON, SKIPA- AFGREIÐSLU JES ZIMSEN „Skipaafgreiðsla Jes Zimsen hf. stendur á gömlum merg en þar er fylgst vel með nýjungum í flutningsmiðlun og starfsfólkið er ungt,“ segir Arni Pétur sem er aðeins 27 ára gamall framkvæmdastjóri. „Skipaafgreiðsla Jes Zimsen er alhliða flutn- ingsmiðlunarfyriræki. Sögu þess má rekja aft- ur til 1894 en fyrirtækið hefur aðlagað sig breyttum aðstæðum og leggur áherslu á flug- safnsendingar, hrað- sendingar, tollskýrslu- gerð og aðra þætti nú- t ímaflutningaþjónustu. Við leggjum aherslu á að þjónusta hvern við- skiptavin eins vel og hægt er og helst aðeins betur.“ segir Árni Pétur Jónsson, framkvæmda- stjóri Skipaafgreiðslu Jes Zimsen. Árni Pétur er 27 ára Bol- víkingur. Hann byrjaði snemma að hjálpa afa sínum í söluskála og bensínstöð Shell í Bolungarvík. Árni var í tvo vetur í Menntaskólan- um á ísafirði en fór þaðan í Verslunarskóla íslands og tók stúdentspróf 1986. Hann lauk síðan prófi frá viðskiptadeild Háskóla ís- lands 1991. Hann byrjaði að vinna sem markaðs- og sölustjóri hjá Skipaaf- greiðslu Jes Zimsen hf. í febrúar 1991, á meðan hann var enn í Háskólanum, en hafði áður unnið að mark- aðsverkefnum fyrir ýmis fyrirtæki. í júní 1993 var hann síðan ráðinn fram- kvæmdastjóri fyrirtækis- ins. „Stór þáttur í starfsemi fyrirtækisins er tollskýrslu- gerð fyrir fyrirtæki og ein- staklinga, t.d. sjáum við alveg um tollskýrslugerð fyrir stór fyrirtæki eins og Hagkaup, Ikea, Kosta Boda og Baug, og einnig tíma- bundið fyrir ýmis fyrirtæki vegna sumarfría eða for- falla,“ segir Árni Pétur. „Flugsafnsendingar er vaxandi þjónusta sem fyrir- tækið hefur boðið í nokkur ár og kemur örugglega til með að eflast í framtíðinni. Nýlega gerðum við samning við þýskt flutningsmiðlunar- fyrirtæki, Kuhne & Nagel, sem er með útibú í flestum löndum heims. Þeir munu sjá um að safna saman frakt frá öllum helstu borgum á meginlandi Evrópu og senda á hagkvæman hátt til Lúxemborgar en þaðan er flogið með þær sem safn- sendingar til íslands. Með þessu lækkar innanlands- kostnaður í Evrópu, þ.e. eftirkrafan, og einnig flutn- ingskostnaður í fluginu. Við bjóðum einnig upp á flug- safnsendingar frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Norður- löndunum. í ágúst sl. gerði Skipaaf- greiðslaJesZimsenhf. sam- starfssamning við United Parcel Service (UPS) sem er eitt stærsta hraðsending- arfyrirtæki í heimi. Við höf- um boðið upp á hraðsend- ingar til og frá landinu í nokkur ár. Samningurinn tryggir stöðu okkar á þess- um markaði." ÍÞRÓTTAFRÍK Sambýliskona Árna Pét- urs er Guðrún Elísabet Baldursdóttir hárgreiðslu- kona. íþróttir og útivera eru áhugamál Árna Péturs og hefur hann haft mjög gaman af íþróttum frá því hann man eftir sér. Hann hefur þó þurft að draga verulega úr íþróttaiðkun sinni eftir að hann gerðist framkvæmda- stjóri. Nú spilar hann fót- bolta einu sinni í viku og reynir að fara í erobik eða líkamsrækt tvisvar í viku. „Ég hef gaman af göngu- ferðum úti í náttúrunni og fór oft í ferðir með Ferðafé- lagi íslands þegar ég var yngri. Ég hef líka þurft að minnka útiveruna verulega vegna vinnunnar. Sambýlis- kona mín er frá ísafirði og við reynum að fara vestur á hverju sumri,“ segir Árni Pétur. 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.