Frjáls verslun - 01.02.1994, Side 60
TOLVUR
ÖRTÖLVUTÆKNI: F^~TK9
HYGGST BJÓÐjyQ
ALLAN PAKKANN
TIL AD MÆTA ALMENNARI
TÖLVUNOTKUN OG KRÖFUHARÐARI
VIÐSKIPTAVINUM Á TÖLVUMARKAÐNUM
Örtölvutækni hefur nú lagt
fram nýjar áherslur í stjómun
fyrirtækisins sem ganga fyrst og
fremst út á að auka þjónustuna.
Fyrirtækið hyggst bjóða upp á
heildarlausn til að mæta al-
mennari tölvunotkun og kröfu-
harðari viðskiptavinum á tölvu-
markaðnum. Heildarlausnin
spannar greiningu á þörf, hönn-
un og uppsetningu upplýsinga-
kerfa, umsjón með útboðum og
vali á búnaði svo og rekstur, eft-
irlit og viðhald tölvukerfa.
Hin nýja áhersla fyrirtækisins kem-
ur til af breyttum tölvumarkaði bæði
hér á landi og erlendis. Eftir að tölvu-
notkun varð almennari hafa nú æ fleiri
skoðun á því hverjar þarfirnar séu og
meiri kröfur eru gerðar til hugbúnað-
arins. Á sama tíma hefur verð á tölvu-
búnaði lækkað og einnig framlegðin af
tölvusölunni. Þannig fæst nú mun
minna upp úr hverri meðalsölu en til
dæmis fyrir tveimur árum.
Að sögn Gísla R. Ragnarssonar,
markaðsstjóra Örtölvutækni, er
markmiðið að auka þjónustuþáttinn í
rekstrinum og koma þannig til móts
við almenn fyrirtæki sem spyrji sig
gjarnan hvort þau eigi sjálf að reka
umfangsmiklar tölvudeildir eða kaupa
þjónustuna af utanaðkomandi fyrir-
tæki.
Við það að tölvunotkunin er orðin
almennari og notendur kröfuharðari,
0
I söludeild. Frá vinstri: Tryggvi Þor-
steinsson, Karl Wernersson, sölust-
jóri og Halldór J. Jörgenson.
auk þess sem rekstur fyrirtækja og
stofnana er nú mun háðari tölvu-
vinnslu en áður, verður hönnun, upp-
setning og rekstur upplýsingakerf-
anna flóknari og krafan um sérhæf-
ingu meiri. Örtölvutækni hyggst
mæta þeirri þörf m.a. með því að
bjóða notendum tölvukerfa upp á svo-
nefnda heildarlausn.
HEILDARLAUSN TÖLVUREKSTRAR
- NÝ SKILGREINING
Inni í heildarlausninni er t.a.m. að
finna greiningu á þörf, hönn-
un og uppsetningu kerfis
bæði hvað varðar hug- og
vélbúnað og allar netteng-
ingar hvort sem þær eru innanhúss
(staðarnet) eða milli fjarlægari staða
(víðnet). Hvað varðar útboð og val á
búnaði þá þarf sá þáttur ekki að vera í
höndum Örtölvutækni þó svo að það
geti vissulega komið til greina. Ör-
tölvutækni mundi sjá um að semja við
undirverktaka, eins og t.d. ráðgjafa
sem þegar eru starfandi á markaðn-
um. Öll ábjngð og gæðaeftirlit verður
eftir sem áður hjá Örtölvutækni. Inni í
heildarlausninni geta svo verið þættir
eins og rekstur, eftirlit og viðhald á
tölvukerfmu auk aðlögunar að breytt-
um þörfum og áherslum viðskiptavin-
arins.
„Við verðum samt sem áður að
TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON
60
Gísli R. Ragnarsson markaðsstjóri og Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Örtölvutækni.
gera ráð fyrir sérhæfmgu og starfs-
þekkingu inni í fyrirtækjunum þannig
að í sumum tilvikum gæti orðið um
samstarf að ræða við þær tölvudeildir
sem hugsanlega eru fyrir,“ svarar
Gísli um það hvort ætlunin sé að leysa
tölvustarfsmenn af hólmi hjá þeim
sem hyggjast fjárfesta í heildarlausn-
inni.
SÉRHÆFING OG HAGRÆÐI
Grundvallarhugsunin í þessari nýj-
ustu þjónustu við tölvunotendur hér á
landi er fólgin í þekkingu á öllum þátt-
um í notkun stórra sem smærri upp-
lýsingakerfa. Hver og einn starfs-
maður hefur á sinni könnu sitt sérsvið
og með tengingu slíkra starfsmanna
við alla þætti kerfanna á að nást eins
virk stjórnun og auðið er. Með þeim
hætti geta stjórnendur fyrirtækja og
stofnana nýtt sér þá tækniþekkingu
sem í boði er til betri árangurs í auk-
inni samkeppni og auknum átökum
um hagnaðinn. Á sama hátt er mikil-
vægt að fjárfestingar í afkastamiklum
tölvukerfum séu nýttar til fulls.
Mikilvægt er einnig að fyrirtæki,
sem alfarið sér um stór tölvukerfi,
jafnvel að öllu leyti, sé traust og
áreiðanlegt. Að sögn Gísla verður
fyllsta öryggis gætt hvað varðar upp-
lýsingastreymi því svona samstarf
byggist á trausti.
„Ríkjandi viðhorf hérlendis hafa
verið á þá lund að seljendur hafa verið
að ota sínum tota hvað sem það kost-
ar. Þannig verða þeir varla hæfir til að
veita hlutlausa ráðgjöf við verkefni af
þessari stærðargráðu. Hér getur
verið um stórkostlegar fjárfestingar
að ræða og sölumennska af þessu tagi
gengur hreinlega ekki undir þeim
kringumstæðum. Við ætlum okkur að
nýta okkur þennan vaxtarbrodd en
fyrst og fremst þannig að kaupendur
þjónustunnar sannfærist um að fjár-
festingin henti þeim. Og hér á landi er
engum vandkvæðum háð að kanna
mismun á verði og framkvæmd,
markaðurinn er það lítill, “ segir Gísli
þegar þetta ber á góma.
GÓÐUR AÐGANGUR AÐ ÞEKKINGU
Hjá Örtölvutækni starfa nú 44
starfsmenn. Fimm menn eiga sæti í
framkvæmdastjóm; þeir Þorsteinn
Pálsson framkvæmdastjóri, Eiríkur
Jónsson fjármálastjóri, Karl Wern-
61