Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Page 63

Frjáls verslun - 01.02.1994, Page 63
ERLEND VEITINGAHÚS DOWN UNDER í FLÓRÍDA Flugleiðir hafa nú í vetur haldið uppi góðum samgöngum við sólskinsfylkið Flórída. Flog- ið er til ORLANDO og Fort Lau- derdale. Raunar er það undirrituðum óskilj- anlegt að ekki skuli fleiri íslendingar en raun ber vitni fara til Flórída yfir vetrartímann. Vart er hægt að hugsa sér betri stað til að dvelja á þegar myrkur og kuldi hrjá landsmenn. Veðurfar er einstaklega þægilegt í Flórída y6r vetrartímann. Fort Lau- derdale hefur verið kallað „Feneyjar“ Bandaríkjana, og það ekki að ástæðu- lausu. Um borgina liggja 300 km af skurðum og síkjum sem bátar sigla um. í Fort Lauderdale taka menn ekki leigubíl heldur leigubát eða Water taxi. Nokkur hópur íslendinga hefur keypt sér hús á Flórída og dvelur þar hluta vetrar. Þá hefur iðnfyrirtækjum margskonar og verksmiðjum fjölgað töluvert í fylkinu en nógur vinnukraft- ur er til staðar í Flórída. Margir ís- lendingar eiga því erindi þangað ann- aðhvort í viðskiptaerindum eða til hvíldar og hressingar. í Fort Lauderdale er fjöldi veitinga- húsa og nokkur þeirra mjög góð. Þau sem eru í hæðsta gæðaflokknum eru yfirleitt mjög dýr og er boðið upp á franska eldhúsið. Eitt besta veitinga- húsið í Fort Lauderdale ef miðað er við verð er THE DOWN UNDER. Staðurinn hefur verið starfræktur í 25 ár og er hann í eigu Leonce Picot, en hann er einn af helstu vínfræðingum Bandaríkjanna. FJÖLDIVERÐLAUNA 0G FRÁBÆR VÍNSEÐILL THE DOWN UNDER hefur fengið fjölda verðlauna fyrir framúrskarandi matargerð og einn besta vínseðil sem um getur á bandarísku veitingahúsi. Yfirmatreiðslumaðurinn er franskur Richard Ruis að nafni. Það þýðir þó SigmarB. Hauks- son skrifar reglu- lega um erlenda bisnessveitinga- staði í Frjálsa verslun. ekki að eingöngu sé matreitt að frönskum hætti, þó svo að nokkrir franskir úrvalsréttir séu á matseðlin- um. Það er nefnilega matseðillinn á THE DOWN UNDER sem gerir staðinn svo sérstakan. MATSEÐILLINN ER BANDARÍSK-, FRANSK-ÍTALSKUR Segja má að matseðillinn sé banda- rísk-fransk-ítalskur, en það gætir einnig áhrifa frá eyjum í Karabíska hafinu. Á matseðlinum eru eins og áður sagði, úrvalsréttir úr klassíska The down under hefur fengið fjölda verðlauna fyrir framúrskarandi matargerð og einn besta vínseðil sem um getur á bandarísku veit- ingahúsi. eldhúsinu þ.e.a.s. aðallega því franska. Þá eru klassískir góðir Bandarískir réttir á seðlinum, góðar steikur og salöt. ÝMSAR TEGUNDIR AF SKELFISKI Þá er boðið upp á ýmsar tegundir af skelfiski en hann er mjög góður í Flór- ída og mikið úrval á boðstólnum. Það er svolítið óvenjulegt að á þessum öndvegisveitingastað er hægt að fá hamborgara, en þessi réttur nýtur lít- illar virðingar á meðal sælkera. En hamborgarinn á THE DOWN UND- ER er matreiddur eins og hver annar réttur — með sömu alvöru og aðrir úrvalsréttir á matseðlinum. í stuttu máli þá geta gestir á einu borði á THE DOWN UNDER verið að snæða ír- anskan kavíar, ostrur eða léttsteikt andabrjóst á meðan gestirnir á næsta borði eru að borða hamborgara, rifja- steik eða lauksúpu. VERÐLAG HAGSTÆTT MIÐAÐ VIÐ GÆÐI Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Merkilegastur er þó vín- kjallarinn en þar er mikið úrval af góð- um vínum mest af vínum í milliverð- flokki eða jafnvel ódýrum vínum. Hægt er að fá margar tegundir af vín- um í glasatali og í hálfum flöskum. Alls eru á vínseðlinum 450 tegundir af víni. Það er ævintýri að snæða á THE DOWN UNDER og verðlagið er mjög hagstætt miðað við gæði. Allir sem heimsækja Flórída, ég tala nú ekki um Fort Lauderdale, ættu að snæða á THE DOWN UNDER - þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. THE DOWN UNDER 3000 E. OAKLAND PARK BOULEVARD SÍMI (305) 563-4123 FAX (305) 563-2070 63

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.