Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Qupperneq 66

Frjáls verslun - 01.02.1994, Qupperneq 66
BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA SPARNADARHUGLEIÐINGAR VERSLUNARRÁDS Á aðalfundi Verslunarráðs Islands, sem haldinn var fyrir skömmu, var kynnt athyglisverð skýrsla sem starfshópur á vegum ráðsins hafði unnið. Skýrslan fjallaði um möguleika á niðurskurði ríkisútgjalda og voru í skýrslunni settar fram hugmyndir um 12,5 millj- arða króna sparnað í rekstri hins opinbera en það er lítið eitt hærri upphæð en fjárlagahallinn hefur verið undanfarin ár. Útþensla hins opinbera og síaukin fjár- öflun þess í einni eða annarri mynd er orðin mikið áhyggjuefni og virðast menn nú loks að vera að átta sig á því hversu hættulegt það er efnahagskerfi landsins að halda áfram á þessari braut. Sjálfvirkni ríkisút- gjalda hafa aukist með hverju árinu og á hverju þingi eru samþykkt fleiri eða færri lög sem hafa mikil út- gjöld í för með sér. Virðist oft sem að dæmið sé ekki reiknað til enda — ekki sé hugsað um mögulega tekju- öflun þegar hendur fara á loft og útgjöldin eru sam- þykkt. Hingað til hefur fjárþörfinni verið mætt með aukinni skattheimtu, aukinni lántöku og hallarekstri ríkissjóðs. Er það einkar athyglisvert að það er einmitt á mestu þensluárunum í þjóðarbúskapnum sem hið opinbera hefur verið hvað umsvifamest og af því hefur svo leitt að þegar þrengingar dynja yfir hefur hið opin- bera ekkert svigrúm til þess að auka framkvæmdir eða veita fjármagni inn í atvinnulífið eins og því bæri þá að gera. Vinnuhópur Verslunarráðs setur fram margar at- hyglisverðar hugmyndir til sparnaðar og bendir á leið- ir sem ættu að vera færar. Hópurinn telur þó að megin- forsenda fyrir því að einhver árangur náist sé breytt hugarfar, ný hugsun. Hugsun sem byggir á því að skil- greina hvað hið opinbeira eigi að aðhafast og hvað sé best að fela einkaaðilum í hendur. Eina af meginfor- sendum fyrir árangri telur vinnuhópurinn þá að sam- keppnishugsun verði innleidd í ríkisgeirann — að þar komi ekki allt af sjálfu sér og menn geti nánast af ábyrgðarleysi haldið áfram í útgjaldasókn og í fram- haldi af því seilst æ dýpra í vasa skattgreiðenda og í víxlaútgáfu á framtíðina. Eitt af atriðunum, sem vinnuhópurinn bendir á til spamaðar, er samdráttur í sjálfu stjórnsýslukerfinu sem óneitanlega er orðið mjög umfangsmikið. Þannig er talið að fækkun ráðherra úr tíu í sjö og alþingis- manna úr 63 í 41 geti sparað um 270 milljónir króna sem er svipuð upphæð og nú á að verja til þess að forða atvinnulífi á Vestfjörðum frá hmni. Bent er á að á íslandi séu um 4.400 manns á bak við hvern þingmann og sé það lægri tala en í nokkm öðm Evrópuríki. Ekki er langt síðan þingmönnum var fjölgað hérlendis og verður ekki séð að reynsla af því hafi verið góð eða leitt til velfarnaðar fyrir þjóðarbúið. Kannski væri vænleg- ast af öllu að fækka þingmönnum og gjörbreyta um leið kjördæmakerfinu en hið stöðuga kjördæmapot og kjör- | dæmatogstreita virðast kosta þjóðarbúið óendanlega mikla fjármuni. Nýlegt dæmi um slíkt er raunar nefnt í skýrslu vinnuhópsins. Þegar dómsmálaráðherra lagði til að gerðar yrðu breytingar á sýslumannsembættum ætlaði allt vitlaust að verða — ekkert kjördæmi vildi fóma því sem það hafði þegar fyrir. Samt hefði sparn- aður af umræddri breytingu geta numið um 170 millj- ónum króna! Þær tillögur, sem vinnuhópur Verslunarráðsins lagði fram, em vitanlega ekki neinn stórisannleikur, en flestar em þær verðar íhugunar og verðskulda um- ræðu í þjóðfélaginu. Slík umræða ætti að verða fyrsta skrefið til þess að árangur næðist. Því miður hefur ekki farið mikið fyrir henni ennþá, sennilega mest vegna þess að stjórnmálamönnum er sú umræða ekki hugleikin og vegna þess að fjölmiðlarnir virðast heldur ekki hafa áhuga. Eðli málsins samkvæmt kæra stjórn- málamennimir sig ekki um miklar breytingar þar sem þeir óttast að þær gætu skert völd þeirra. I hnotskurn mátti t.d. sjá þann ótta í afgreiðslu hinnar svokölluðu útvarpslaganefndar sem eftir mikil fundahöld og tíma- eyðslu komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri vog- andi að haggað yrði við því furðulega kerfi að lands- menn væm skyldaðir til þess að kaupa áskrift að fjöl- miðli. í umræðum um þetta mál kom glögglega fram að hagsmunaaðilum er svo mikið í mun að verja kerfið að þeir telja sjálfum sér trú um að sjóðamyndun, og þar með í raun aukin miðstýring, sé framfaraskref. Og það kom líka fram að ef ríkisútvarpið ætti að búa við sömu skilmála og gerast á almennum markaði væri það búið að vera! Ef menn trúa þessu sjálfir er ekki von á góðu — allavega ekki von á neinum breytingum til batnað- ar. 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.