Frjáls verslun - 01.07.1997, Side 27
nam hagnaður af sölu bréfanna í Tæknivali var um 60 millj-
ónir króna.”
- Hewlett Packard erlendis er orðið næststærsta tölvufyr-
irtæki í heimi - næst á eftir IBM. Hverju þakkar þú hinn öra
vöxt fyrirtældsins á heimsvísu?
„Hewlett Packard hefur alla tíð verið mikið tæknifyrirtæki
- verkfræðifyrirtæki. Nú er fyrirtækið orðið markaðsdrifnara
og beittara í markaðssetningu. Það hugsar meira um mark-
aðshlutdeild en áður. Það hefur farið inn á fjöldamarkaðinn
með einkatölvur og prentara. Stefnan er að einangra sig ekki
á ákveðnu sviði markaðarins heldur að halda sig þar sem Ijöld-
inn er. Þess vegna vinnur það núna í mjög nánu samstarfi við
Intel og Microsoft en það mun skila sér í örum vexti fyrirtæk-
isins á næstu árum. Vörum fyrirtækisins tjölgar og stigin eru
skref inn á ný svið. Eg get nefnt vörur á sviði ljósmyndunar og
ljósritunar, þar hyggst fyrirtækið hasla sér völl á næstu miss-
erum. Innan Hewlett Packard er rætt um að það verði nýtt
„take-off’ tímabil hjá fyrirtækinu á næstu misserum, að það
fari í 30% vöxtinn aftur. Það er engin ástæða til annars en að
vera mjög bjartsýnn á viðskipti í þessu fagi í framtíðinni - það
er margt í pípunum.”
- Lýstu hinum nýja örgjörva sem Hewlett Packard er að
vinna að í samvinnu við Intel og margir nefna sem tilefni
mildllar bjartsýni í greininni á næstu árum?
„Þetta er örgjörvi sem heitir Merced og er þróaður af Hew-
lett Packard og Intel. Hann kemur á markað eftir eitt til tvö ár
og mun stórauka afköst einkatölva en hann verður allt að 15
sinnum hraðvirkari en núverandi örgjörvar frá Intel. Hann
verður samhæfður við núverandi hugbúnað sem auðveldar
þeim viðskiptavinum, sem vilja nýta núverandi hugbúnað, að
halda áfram á sömu braut. Tölvur með hinum nýja örgörva
munu geta keyrt hugbúnað fyrir Windows NT og Unix sam-
Frosti með syni sínum, Bergi, 2 ára. Frosti er giftur Hall-
dóru Mathiesen kerfisfræðingi. I ftölskyldunni er einnig
fóstursonur Frosta, Matthías Arni, 14 ára sonur Hall-
dóru. Frá fyrra hjónabandi á Frosti tvö börn, Frey, 27 ára
arkitekt, og Önnu Dóru, 22 ára sálfræðinema. Þá á
Frosti sonarson - og heitir sá Viktor Þór.
tímis. Þar með verður múrinn rofinn á milli þessara stýrikerfa
sem eru núna í mikilli samkeppni á markaðnum.”
- Víkjum að sjálfúm þér sem stjórnanda. Hvernig sérðu
sjálfan þig í því hlutverki? Ertu harður eða lýðræðislegur
stjórnandi?
„Eg vona að ég teljist sanngjarn stjórnandi. Eg er af svo-
nefndri ‘68 kynslóð sem upplifði frelsisbyltingu Bítlanna og
Rolling Stones. Þessi bylting situr enn í þessari kynslóð. Eg vil
eiginlega orða það svo að þetta hafi verið bylting gegn íhalds-
semi - að það sé í lagi að breyta og gera hlutina öðruvísi en
1995 Eftir að Hewlett Packard í Danmörku átti ekki lengur í HP á íslandi var nafni fyrirtækisins breytt í Opin kerfi hf.
1995 Opin kerfi keyptu um 40% hlut ÍTeymi. Teymi er með umboð fyrir Oracle, ann- að stærsta hugbúnaðarfyrirtæki í heimi.
1996 Samstarf á milli Tæknivals og Opinna kerfa minnkaði. Opin kerfi seldu 20% hlut sinn í Tæknivali með um 60 millj- óna króna hagnaði.
1996 Opin kerfi keyptu 30% f hugbúnaðar- fyrirtækinu Þróun.
1997 í byrjun þessa árs föluðust Opin kerfi eftir hlutabréfum (Nýherja.
1997 Opin kerfi hafa keypt 51% hlut f Skýrr hf„ 40% í AC0 og 23% í Skímu-Mið- heimum.
Eigendur Skýrr: Opin kerfi: 51%, ríkið
22%, starfsmenn Skýrr 5%, Rafmagns-
veita Reykjavfkur og Reykjavíkurborg
samtals 22%.
Opin kerfi skráð á Verðbréfaþingi fs-
lands. Hluthafar orðnir um 260 talsins.
Gengi hlutabréfa um 40. Markaðsverð-
mæti um 1.280 milljónir króna.
h Núverandi hluthafar í Opnum kerfum:
O Frosti um 26%, Þróunarfélagið um
31%, Pharmaco um 17% og aðrir um
ri 26%.
... 0G 0PIN KERFI
Hillukerfi
-fyrir vörulagerinn,
bílaverkstæðið, geymsluna
-sniðiö að þínum þörfum
B R Æ Ð U R N L R
Lágmúla 9 • Simi: 533 2800 • Fax: 533 2820
BOSCH verslunin aökeyrsla frá Háaleitisbraut
27