Frjáls verslun - 01.07.1997, Qupperneq 35
TEKJUKÖNNUN
FÉ Á FJÓRUM HJÓLUM
Forstjóri, sem ekur á 5 milljóna króna bíl fyrirtækis, þarf að bæta 1 milljón við laun
sín, 20% af verði bílsins, þegar hann gerir skattskýrslu sína. Það samsvarar rúmum
80 þúsund krónum í tekjur á mánuði. Af þessari viðbótarmilljón þarf hann að greiða
um 440 þúsund krónur í skatta á ári, eða um 37 þúsund krónur á mánuði.
Með öðrum orðum; hann greiðir 37 þúsund á
mánuði fyrir að aka svo dýrum bíl fyrirtækisins.
Það voru ekki bara lyfsalar sem
hrundu í tekjum í fyrra, samkvæmt
könnuninni. Það sama á við um lög-
fræðinga. Tekjur þeirra lækkuðu um
fimmtung frá árinu áður, eða um 19%.
Það er ekki sama forstjóri og for-
stjóri. Sá hæsti í könnuninni var með
tæpar 1,9 milljónir í tekjur á mánuði
en sá lægsti í kringum 200 þúsund
krónur. Dreifingin er hins vegar mik-
il. Meðaltekjurnar voru 708 þúsund
en 29 forstjórar af 67, eða um 43% úr-
taksins, voru með tekjur yfir þeirri
upphæð.
Um helmingur forstjóra var með á
bilinu 400 til 800 þúsund í tekjur á
mánuði og um þrír-fjórðu þeirra var
með yfir hálfa milljón í tekjur á mán-
uði. Þetta þýðir í stuttu máli: Maður,
sem ræður sig sem framkvæmda-
stjóra í tiltölulega þekktu fyrirtæki,
hefur sjaldnast undir hálfri milljón í
tekjur á mánuði.
Millistjórnendur stórfyrirtækja
reyndust í könnuninni vera með um
575 þúsund í tekjur að jafnaði á síð-
asta ári. Nokkrir þeirra eru titlaðir
sem framkvæmdastjórar síns sviðs
og raðast ofarlega í tekjum innan
þessa hóps. Ljóst er þó að millistjórn-
endur, eins og fjármála-, sölu-, fram-
leiðslu- og markaðsstjórar í nokkuð
öflugum fyrirtækjum eru vart með
undir 300 til 350 þúsund í tekjur á
mánuði.
Forstjóri með meðaltekjur upp á
708 þúsund krónur greiðir um 280
Vilji og vandvirkni í verki!
Prentsmiöjan Grafik hf. ■ Smiöjuvegur 3 ■ 200 Kópavogur ■ Sími: 554 5000 • Fax: 554
PAPPÍR
FYRIR
ALLAR
GERÐIR
TÖLVUPRENTARA
LJÓSRITUNARPAPPÍR
REIKNIVÉLARÚLLUR
FAXRÚLLUR
RAFÍ
K
UMB.._
SETNING
ÚTKEYRSl
MAC / P
FILMU OG PLÖl
□LLALMENN
PRENTUN
BÓKBAND
35