Frjáls verslun - 01.07.1997, Page 41
flugfélag ÍSLANDS
Sumir sem
þekkja hann
myndu játa því
en aðrir neita.
I NAFN_
pálljjalldórsson
fæddur
4 • nóvember.
1958
1 ALDUR
38 ÁRA
1 SÉRÞARFIR
UPPHAFSSTAÐUR |
KEPLAVÍK
FARRÝmi
saga class
VIÐKOMUSTAOIR
Iðnskólinn
North.
UPPELDIÐ A
BRYGGJUNNI
Þegar Páll
var fimm ára
lést Hjálmar, afi
hans á Hólma-
vík, og þá fluttu
foreldrarnir norður til þess að taka við
raíverkstæðinu sem hann hafði rekið
og þar sleit Páll barnsskónum. Upp-
eldi hans einkenndist því af leikjum í
ijörunni á Hólmavík og endalausu
dorgi og veiðum, bæði af bryggjunum
á Hólmavík og í ám og lækjum. Páll
gekk í skóla á Hólmavík og síðan í
gagnfræðaskóla á Reykjum í Hrúta-
firði sem var framhaldsskóli héraðs-
ins. Þaðan lá leiðin svo í Flensborg í
Hafnarfirði.
Páll er kvæntur Stellu A. Óladóttur
viðskiptafræðingi og eiga þau tvær
dætur, Karítas f. 1979 og Karen f. 1987
SLAG!
að stýra hinu nýstofnaða
úr ströngum skilyrðum
frá Islandsflugi.
og búa við Stekkjarflöt í Garðabæ.
Foreldrar hennar eru Soffía Haralds-
dóttir gjaldkeri f. 1931 og Óli Kristj-
ánsson húsasmíðameistari f. 1926.
Stella hefur til skamms tíma starfað
hjá Tölvusamskiptum ehf. en eftir að
fyrirtækið flutti til Bandaríkjanna varð
hún starfsmaður Isaga hf.
Páll hefur lengi verið viðriðinn flug
með einum eða öðrum hættí. Reyndar
segja þeir sem þekkja hann vel að
mikill áhugi á flugvélum og flugi hafi
snemma gert vart við sig.
Hann lagði stund á nám í flugvirkj-
Hafnarf irfl-j
:rop Nnlversi' t-y
^£™dle_Aeronaut:i
University,
Plugfélag íslands.
1997
ferðafhlagar
DÆTUR<
10 0G 16 ÁRA.
SrJÓRNUNARST/LL
-^E!leís' Sambjanri
tianni
og
af sölu-|
Leggur mikia
mannlegum
un eftir
að hafa farið í málmiðnaðardeild Iðn-
skólans í Hafnarfirði. Hann lauk námi
frá Northrop University í Bandaríkj-
unum 1980 sem flugvirki og hélt síðan
áfram og lærði flugvélaverkfræði við
Embry-Riddle Aero-
nautícal University og
lauk prófi þaðan 1985.
Þau hjónin voru því
búsett í Bandaríkjun-
um í tæp 10 ár.
upp
samskiptuni.
TEXT|
Páll Ásgeir Ásgeirsson
FRA GÆSLUNNITIL FLUGLEIÐA
Eftir að heim kom fór Páll til starfa
hjá Landhelgisgæslunni sem tækni-
stjóri, starfaði sem verkfræðingur hjá
Flugleiðum og var framkvæmdastjóri
Islenska stálfélagsins árin 1989 til
1991 en eftir það starfaði hann sem
framkvæmdastjóri byggingar nýs
flugskýlis Flugleiða á Keflavíkurflug-
velli uns hann tók við starfi forstjóra
Flugfélags Islands.
Þetta voru reyndar ekki alveg
fyrstu afskiptí Páls af starfsemi Flug-
leiða því þegar Flugleiðir fluttu bæki-
stöðvar sínar í Bandaríkjunum frá
New York til Baltimore fýrir nokkrum
árum aðstoðaði hann fyrirtækið við
flutningana. Þáttur Páls í því verkefni
fólst einkurn í því að ráða ijölda nýrra
starfsmanna að fyrirtækinu og koma
upp skrifstofuaðstöðu á nýjum stað.
Þannig má segja að Páll sé fýrst og
fremst Flugleiðamaður og hefur hann
áunnið sér traust framámanna fýr-
irtækisins til þess að ráðast í þetta
verkefni.
Önnur afskipti Páls af atvinnulífinu
_ á allt öðrum vettvangi
eru að hann er stjórn-
arformaður Kælismiðj-
unnar Frosts sem star-
far á sviði kælitækni.
Hann er þar fulltrúi
Eignarhaldsfélags Alþýðubankans
sem á 40% í fýrirtækinu.
SAMBLAND AF SÖLUMANNI0G
VERKFRÆÐINGI
Páll tekur við Flugfélagi Islands við
sérstakar aðstæður og þarf að reka
innanlandsflugið í harðri samkeppni
samhliða því að byggja upp skrifstofu-
hald og móta rekstur fyrirtækisins að
mörgu leyti. Þegar hann kom til starfa
hjá Flugfélaginu voru starfsmenn á
skrifstofunni 7 en í dag eru þeir 34 tals-
ins sem gefur ákveðna hugmynd um
hraðann sem verið hefur á uppbygg-
ingarstarfinu. Alls eru starfsmenn
Flugfélagsins 200 en þá eru ekki talin
með flugmenn og flugfreyjur.
Samstarfsmenn Páls segja að hann
sé afskaplega þægilegur í viðmóti,
kurteis og fágaður og eigi gott með að
umgangast fólk. Þeir segja að hann sé
vel skipulagður og vinni vel undir
álagi.
FELAGI EÐA FJARLÆGUR YFIRMAÐUR?
Mönnum ber saman um að hann leggi sig
mjög mikið fram um að vera jafningi starfsmannanna
og félagi frekar en yfirmaður en sumum
finnst hann enn
fjarlægur og ópersónulegur.
41