Frjáls verslun - 01.07.1997, Síða 42
NÆRMYND
Það lýsir honum ef til vill best sem
gamall samstarfsmaður hans sagði að
hann væri sambland af sölumanni og
verkfræðingi. Hann væri skipulagður
eins og verkfræðingur en ekki
ósveigjanlegur eins og þeir þykja
gjarnan vera.
Fundahöld með undirmönnum og
öðrum starfsmönnum eru tíð og lætur
nærri að fundur sé bókaður á hveijum
degi fyrir fram. Þess utan eru óform-
legir fundir með smærri hópum vegna
verkefna í dagsins önn mjög tíðir.
Vinnudagur Páls er því mjög langur
eða á bilinu frá 11-13 tímar og stundum
krefst starfið viðveru utan hefðbund-
ins vinnutíma.
Það hefur löngum tíðkast hjá Flug-
leiðum að skipta mönnum í flokka eft-
ir því hve hollir þeir eru fyrirtækinu.
Er það þá lagt mönnum til lofs eða
lasts eftir atvikum. Páll mun vera mik-
ill „Flugleiðamaður“ og fullyrt er að
það hafi átt sinn þátt í ráðningu hans.
STJÓRNUNARSTÍLLINN
Starfsmenn Flugfélagsins eru að
stærstum hluta ungt fólk á bilinu 30 -35
ára. Sú spenna, sem fylgir fluginu, og
sú uppbygging, sem þarna fer fram,
hafa þjappað hópnum saman og gert
andrúmsloftið á vinnustaðnum afslapp-
að og þægilegt svo minnir á köflum á
Páll hefur þurft að takast að við erf-
ið verkefni í stjórn Flugfélagsins.
son fjármálastjóri, Haukur Gíslason
sölustjóri og Viðar Hjartarson tækni-
stjóri. Helstu samstarfsmenn hans frá
Flugleiðaárunum voru Kristinn Hall-
dórsson, forstöðumaður tæknideildar
í Keflavík, Guðmundur Pálsson, yfir-
maður tæknisviðs, og Steinn Logi
Björnsson, framkvæmdastjóri sölu-
sviðs, en hann og Páll unnu saman í
Ameríku. Þess má til gamans geta að
Steinn Logi er sameiginlegur vinur
Páls og Omars Benediktssonar, for-
stjóra íslandsflugs, helsta keppinautar
Flugfélagsins.
Segja má að vinahópur Páls skiptist
byggingameistari og Tryggvi Sverris-
son smiður eru allir í þessum hóp.
Auk þess hefur Páll mikið sam-
band við félaga sem voru honum sam-
tíða í framhaldsnámi í Ameríku. Það
eru Arni Hermannsson, tölvunar-
fræðingur í Keflavík, Þórir Lárusson,
sem rekur Iðnaðartækni, Erlendur
Halldórsson, flugvirki hjá Atlanta, Er-
lingur Gunnarsson, flugstjóri hjá Car-
golux og Hilmar Þórarinsson, flug-
virki hjá Gæslunni.
SKOKKAR MEÐ HUNDINN
Páll hefur um þessar mundir lítið
svigrúm til þess að rækja nokkur
áhugamál að neinu ráði en er þó félagi
í Rótarýklúbbnum Garðari í Garðabæ
og er þar orðinn gjaldkeri. Hann á
hund sem hann fer út að ganga eða
skokka með þegar tækifæri gefast og
heldur sér þannig í þjálfun en hefur
einnig verið í tímum í Stúdíói Hrafns
og Agústu. Páll hefur mikinn áhuga á
sagnfræði og heimildarþáttum af
ýmsu tagi.
Páll er með töluverða veiðidellu og
fer á hverju sumri á æskuslóðirnar í
Steingrímsfirði og veiðir í Staðará, oft
í fylgd með bræðrum sínum. Auk
þess fer hann einnig í lax í Þverá og
Kjarrá í Borgarfirði og fleiri þekktar
veiðiár.
SÖLUMAÐUR 0G VERKFRÆÐINGUR
Gamall samstarfsmaöur hans sagði að hann væri sambland af sölumanni og verk-
fræðingi. Hann væri skipuiagður eins og verkfræðingur en ekki ósveigjanlegur eins
og þeir þykja gjarnan vera.
stóra fjölskyldu þar sem brandarar og
skot eru látin vaða í tölvupóstinum.
Eftir stórar tarnir fara starfsmenn-
irnir saman út að skemmta sér eða
gera eitthvað sér til upplyftingar og þá
lætur Páll sig ekki vanta. Mönnum ber
saman um að hann leggi sig mjög mik-
ið fram um að vera jafningi starfsmann-
anna og félagi frekar en yfirmaður en
sumum finnst hann enn ijarlægur og
ópersónulegur.
VINIRNIR
Nánustu samstarfsmenn Páls hjá
Flugfélagi Islands eru Thor Olafsson,
sölu- og markaðsstjóri, Hlynur Elías-
í nokkra hluta. Hann hefur mikið sam-
band við systkini sín. Einnig eru
nefndir mágar hans tveir, Kristján
arkitekt og Haraldur, framkvæmda-
stjóri Furu í Garðabæ, en milli fjöl-
skyldnanna er mikill samgangur.
Auk þessa eru Páll og kona hans
hluti af hóp sem kynntist á sínum tíma
í Flensborg í Hafnarfirði og hefur
haldið tengslum síðan, bæði karlar og
konur, og er það saumaklúbbur
kvennanna sem hefur haldið hópnum
saman.
Gunnar Olafsson, móttökustjóri á
Hótel Esju, Ásgeir Ulfarsson, smiður í
Hafnarfirði, Guðlaugur Adolfsson
Stjórnendur í þessari starfsgrein
eru í vinnunni með einum eða öðrum
hætti allan sólarhringinn og alltaf með
hnút í maganum, eins og gamall Flug-
leiðastarfsmaður lýsti því. Starfinu
fylgja mikil ferðalög þó að þau séu
ekki eins mikil eins og áður var í starfi
Páls.
PÁLL HEFUR STÁLTAUGAR
Eftir því sem best verður séð hefur
Páll þær stáltaugar sem þarf til þess
að gegna þessu ábyrgðarmikla starfi
og leggur sig allan fram um að standa
undir þeim kröfum sem gerðar eru til
hans. S3
42