Frjáls verslun - 01.07.1997, Síða 51
Karl Wernersson, framkvæmdastjóri Digital á íslandi. FV-myndir: Kristján Einarsson.
HAGKVÆMNI í REKSTRI
iö að sér rekstur tölvukerfis flugfélagsins
Atlanta, sem er með umfangsmikinn flug-
rekstur út um allan heim og er háð því að
allur tölvu- og samskiptabúnaður sé í full-
komnu lagi.
VENTURIS - NÝ PC LÍNA
Auk þess sem Digital leggur mikla
áherslu á öfluga miðlara býður það öfluga
PC línu. í ágúst var kynnt alveg ný gerð,
Venturis FX2. Vélarnar, sem eru hljóðlátar
og umhverfisvænar, bjóða upp á allt það
nýjasta og fullkomnasta í PC heiminum,
svo sem DIMM minnisrásir, ULTRA DMA
diskstýringu og ULTRA DMA harða diska
auk fullkomins 64 bita skjákorts. Vélarnar
eru hugsaðar fyrst og fremst fyrir fyrirtæki
en vegna sérlega hagstæðra samninga
getur Digital á íslandi boðið þær á verði
sem hentar öllum. Þannig kostar 200MMX
tölva með 32 megabæta minni, vönduðum
15 tommu skjá, 2,1 GB ULTRA DMA hörð-
um diski og þriggja ára ábyrgð innan við
150 þúsund krónur með virðisaukaskatti.
BJÖRT FRAMTÍÐ
Digital í Bandaríkjunum veltir 15 millj-
örðum dollara á ári og hefur verið á mikilli
siglingu undanfarið sem marka má af því
að hlutabréf fyrirtækisins hafa á skömm-
um tíma hækkað um 50%. „Ástæðan er
ekki síst sú að fjárfestar hafa trú á að með
tilkomu NT 5,0, nýrrar útgáfu af NT, sem
styður 64 bita, muni Digital ná afgerandi
forystu í sölu á NT miðlurum. í raun eru
það einu réttu kaupin, ætli menn að fjár-
festa í NT miðlara með að minnsta kosti
þriggja ára líftíma, að kaupa 64 bita Alpha
■HSH AUGLÝSINGAKYNNING :mmm
miðlara frá okkur!" segir Karl. Nýlega
kynnti Oracle nýjan möguleika, Oracle
VLM, fyrir notendur Windows NT 4,0 á
Alpha miðlurum frá Digital. Mælingar
sýna allt að 50 faldan mun á afköstum.
„Aukin velgengni umboðsfyrirtækja á ís-
landi er háð velgengni móðurfyrirtækjanna
erlendis og þessi velgengni hefur skilað
sér til íslands þar sem Digital hefur selt
fleiri Alpha miðlara í ár en allt árið í fyrra.
Og bendir flest til þess að markmiðið að
selja tvöfalt fleiri miðlara en í fyrra náist,"
segir Karl að lokum.
DIGITAL Á ÍSLANDI
Vatnagörðum 14
Sími: 533 5050 • Fax: 533 5060
51