Frjáls verslun - 01.07.1997, Page 52
Þorbjarnarbræður, þeir Eiríkur og Gunnar, sjá um daglegan rekstur fyrirtæk-
isins í Grindavík. Með sameiningunni við Bakka hefur hið gróna útgerðar- og
fjölskyldufyrirtæki sfyrkst og er tílbúið, að fara á hlutabréfamarkaðinn.
FV mynd: Geir Ólafsson.
□ æmi um sameiningar undan-
farinna missera, sem vakið
hafa athygli, eru t.d. samein-
ing HB á Akranesi og Miðness í Sand-
gerði, Þormóður rammi á Siglufírði
sameinaðist fyrirtækjum á Olafsfirði,
Samherji sameinaði dótturfyrirtæki
sín ásamt Hrönn á Isafirði og Fiski-
mjöl og Lýsi í Grinda-
vík, fjögur fyrirtæki á ———
Isafirði og nágrenni
runnu saman í Básafell
og Fiskiðjusamlag
Húsavíkur gekk til sam-
TEXTI
Páll Ásgeir Ásgeirsson
starfs frekar en sameiningar við ná-
grannana á Raufarhöfn.
I síðustu hrinu sameininga runnu
saman Bakki í Hnífsdal og Bolungar-
vík og Þorbjörn í Grindavík og mynd-
uðu eitt fyrirtæki og skömmu síðar
var tilkynnt um sameiningu Frosta hf.
í Súðavík við Hraðfrystihúsið í Hnífs-
dal og Miðfell.
_ Einn öflugasti hvati
þeirrar gerjunar, sem
verið hefur í sjávarútveg-
inum og birst, í samein-
ingum, er löngun manna
til þess að láta skrá fyrirtæki sín á
verðbréfaþingi og gera hveijum, sem
kaupa vill, kleift að eignast hlut. Al-
mennt er talið vænlegra og meira
traustvekjandi gagnvart nýjum hlut-
höfum að eignaraðild sé dreifð á
margar hendur. Þegar um gróin og
lokuð fjölskyldufýrirtæki er að ræða
er þvi ekki til að dreifa. Með því að
sameinast öðrum lýrirtækjum auð-
velda fyrirtæki sér leiðina inn á mark-
aðinn. Verðmæti fýrirtækisins aukast
yfirleitt við sameiningu. Það, sem
freistar, eru rýmri fjárráð þegar nýir
hluthafar kaupa sig inn en það gefur
oft færi á langþráðum hagræðingarað-
gerðum. Mörg dæmi eru um að
kaupa þurfi út hluthafa af ýmsum
ástæðum t.d. vegna erfðamála þegar
kynslóðaskipti verða í fýrirtækjum.
BAKKIOG ÞORBJÖRN
Það vakti töluverða athygli þegar
Bakki og Þorbjörn voru sameinuð í
nýtt fýrirtæki sem mun heita Þorbjörn
hf. Fyrirtækin voru svipað stór þó að
Þuríður Ósvör
Bakki
Bakki
L
Þorbjöm
Þorbjörn hf.
Undanfarið ár hefur sameining verið eitt helsta lykilorðið í íslenskum sjávarútvegi.
sem er innan sama byggðarlags, innan fjórðungs eða þvert yfir landið.
tæki, sem stóðu fóstum fótum eins og bæjarfiallið, tilheyra
52