Frjáls verslun - 01.07.1997, Síða 64
Bæjarins bestu pylsur eru elsti skyndibitastaður á íslandi og enginn veitínga-
staður veltír meiru miðað við fermetratölu. Þarna hafa verið seldar pylsur frá
1930.
lítilli aukningu undanfarin tvö ár eftir
samdrátt margra ára sýnist óhætt að
halda því fram að pizzuætur séu að
bjarga mjólkurbændum en 10 lítra af
mjólk þarf til að framleiða eitt kíló af
osti. Þannig þarf tæpar íjórar milljónir
mjólkurlítra til að framleiða ost á allar
pizzur landsmanna.
HVERJIR MINNKAOG HVERJIR
STÆKKA?
Kjartan Örn Kjartansson, sem rek-
ur McDonald's á Islandi, sagði í blaða-
viðtali fyrr á árinu að 1,2 milljónir
manna hefðu átt viðskipti við McDon-
ald's á síðasta ári. Þetta byggir á þeirri
tölfræði að þrír einstaklingar séu bak
við hveija afgreiðslu en þær voru um
400 þúsund.
Sé horft á einstakar gerðir skyndi-
matar og reynt að átta sig á þvi hvort
markaður íyrir þær sé að stækka eða
minnka verður fátt um tölur. Sé horft til
fiölda staða, sem bjóða tiltekna tegund,
og riijað upp hvort þeim hefur fjölgað
eða fækkað má halda fram eftírfarandi:
Pizzur eru enn i sókn en markaður-
inn stækkar ekki eins hratt og hann
gerði fyrir fáum árum.
Kjúklingabitar njóta minni vinsælda
en þeir gerðu áður en sýnast eiga sína
föstu aðdáendur.
Hamborgarar eru ekki eins vinsælir
og þeir voru þegar veldi Tommaborgara
reis hvað hæst.
Mikill áhugamaður um skyndimat
sagði við Fijálsa verslun að McDonald's
væri 10 árum of seint á ferðinni á Is-
landi. Aðrir segja að með tilkomu
McDonald's og aukinni
samkeppni í kjölfarið
hafi markaðurinn
tekið kipp og
sala á hamborg-
urum yfirleitt
aukist.
Samlokur
og pítur eru lít-
ill hlutí markað-
arins. Pítur hafa dal-
að en Subway samlokur
sækja á. Júmbó- og Sómasamlokur eiga
sína traustu kúnna í sjoppunum.
Pylsurnar gömlu og góðu byggja á
fornri frægð og seljast alltaf álíka mikið
og þær gerðu áður.
Það, sem í munni almennings heitír
einu nafni Kínamatur, er í nokkurri
sókn og heimsending á slíkum mat og
framboð hefur aukist verulega.
SAGNFRÆÐISKYNDIBITANS
Það er ekki ætlun okkar með þessari
grein að sökkva okkur djúpt í sagnfræði
MÁ ÉG PANTA PIZZU?
skyndibitans en elsti skyndibitinn í ís-
lenskri matarmenningu er trúlega pylsa
í brauði sem Danir kenndu okkur að
borða. Á stríðsárunum spruttu upp í
Reykjavík „fish and chips“ sjoppur með-
an breski herinn var hér en þegar amer-
ískir hermenn leystu þá af hólmi breytt-
ist smekkurinn.
Hamborgarinn kom hingað með am-
eríska hernum en það var ekki fýrr en
seint á sjötta áratugnum sem hamborg-
arar fóru að fást á veitingastöðum. Á ár-
unum milli 1960 og 1970 fóru að fást
kjúklingar á veitingastöðum sem þóttí
mjög framúrstefnulegt. Pizzur máttu
heita óþekktar hér þar tíl Pizzahúsið var
opnað íýrir rúmum 20 árum.
Fyrir 20 árum máttí telja „skyndibita-
staði“ í höfuðborginni á fingrum annarr-
ar handar. Hlíðagrill í Suðurveri er
mörgum í minni að ógleymdum Aski við
Suðurlandsbraut en þar var fitjað upp á
mörgum nýjungum. Bæjarins bestu
pylsur hafa verið óijúfanlegur hlutí af
borgarmenningunni í meira en 60 ár og
verða áfram.
Séríslenska útgáfan af
skyndibitastað var lengi
nætursalan á BSI þar
sem hægt var að fá svið
með rófustöppu eða
kartöflumús all-
an sólarhring-
, inn.
Á árunum
milli 1981 og 1983
setti Tómas Tómasson
veitingamaður met í sölu
hamborgara og Tommaborgarar urðu
hversdagsmatur og staðir merktir
Tomma skutu upp kollinum út um allt
land.
Það er síðan á síðustu 5 árum sem
segja má að sprenging verði á þessum
markaði og erlendar keðjur fara að
skjóta upp kollinum. Pizza Hut, Kent-
ucky Fried Chicken, ChickKing, Amer-
ican Style, Domino’s, Subway og nú síð-
ast McDonald's eru nöfii sem flestir
þekkja.
Smátt og smátt myndast ákveðnir
Niðurstöður okkar benda til þess að velta skyndibitamarkaðarins sé á bilinu
4,5 til 5,0 milljarðar. Það þýðir að hver fjölskylda eyðir 50-55 þúsund
krónum á ári í skyndibita.
64