Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Qupperneq 65

Frjáls verslun - 01.07.1997, Qupperneq 65
MARKAÐSMÁL siðir og venjur í kringum neyslu skyndi- matar sem verða líkt og hluti aí menn- ingu samfélagsins. Fjölskyldan borðar saman pizzur á föstudögum og allir fá að velja sér álegg. Vinnustaðir sameinast í pizzuáti. Menn láta senda sér pizzur út á sjó, upp í ijallaskála og hvert á land sem er. Hvar sem unglingar koma saman og vaka við próflestur eða horfa saman á vídeó er pizzan ómissandi. Pizzusendill- inn hættir að vera persóna í amerískum kvikmyndum heldur verður starfsheiti og aukavinna íslenskra menntskælinga. Staðsetning skyndibitastaða í höfuð- borginni er svo alveg sérstakur kapítuli en af einhverjum ástæðum eru flestir þeirra í hverfmu sem afmarkast af Miklubraut, Suðurlandsbraut, Grensás- vegi og Skeiðarvogi. Þarna í Skeifunni og Fenjunum hefur orðið til Mekka skyndimatarins á Islandi en þar má finna á litlu svæði eftirtalda staði: McDonald's, Kentucky Fried, Boston Chicken, Subway, Domino’s og Pizza- húsið. Annars virðist vinsælasta stað- setningin vera í miðbænum við Lauga- veg eða í Kvosinni. Það er hægt að skipta skyndibita- markaðnum niður í nokkrar einingar eftir matartegundum. Um þessar mund- ir er baráttan hvað hörðust á pizzumark- aðnum og það er sá skyndimatur sem nýtur mestra vinsælda. Pizza 67 hefur lengi verið stærst ein- stakra keðja á pizzumarkaði og er ís- lensk keðja, stofnuð af ijórum ungum mönnum íyrir tæpum fimm árum. Þetta voru þeir Georg Georgiou, Guðjón Gíslason, Árni Björgvinsson og Einar Kristjánsson. Fjórmenningarnir hafa hætt beinum afskiptum af veitinga- rekstrinum sjálfum en einbeita sér að útbreiðslu keðjunnar en 17. Pizza 67 staðurinn opnaði nýlega að auki í Mosfellsbæ. Pizza 67 staðir eru í Kaupmanna- höfn, Prag og Osló. Gerður hefur verið samningur um opnun staða í Malays- íu og viðræður standa yfir við aðila í Argentínu, Chile og Dominíkanska lýðveldinu. Pizza 67 staðirnir eru ýmist í eigu annarra en fjórmenninganna eða rekst- urinn leigður út. Stærstur einstakra að- ila er Ystiklettur í eigu Hermanns Har- aldssonar sem á tvo Pizza 67 staði og leigir auk þess reksturinn á Pizza 67 í Tryggvagötu. Hver staður borgar 6% af veltu íyrir leyfið. 16 veitingastaðir undir merkinu veltu 800 milljónum á síðasta ári sem þýðir að tekjur fjórmenninganna hafa verið 48 milljónir. Eigendur Pizza 67 fullyrða að þeir hafi 35% af pizzumarkaðnum. Næstir þeim að stærð komi svo Hrói höttur, Domino’s og Pizzahúsið sem eru taldir áþekkir að stærð. Kunnugir fullyrða að saman ráði þessir íjórir aðilar yfir 80% af markaðnum. Aðrir, s.s. Jón Bakan, Eld- smiðjan og fleiri, eru svo minni. Þegar reynt er að meta stærð ein- staka pizzusala og markaðshlutdeild þeirra er rétt að hafa í huga að Pizza 67 ræður yfir flestum stöðum og er víðar á markaðnum en aðrir. Gallup könnun meðal ungs fólks á öllu landinu frá því í desember 1996 leiddi í ljós að fólk á aldrin- um 12-24 ára pant- aði sér heimsen- da pizzu að meðaltali 2,3 sinnum í mánuði. Tíðnin var 2,2 skipti í mánuði í des. 1994 svo nokkur aukning hefur orðið. Það kom fram í þessari könnun að ungmennin leggja mest upp úr gæðum en færri nefndu verð sem áhrifaþátt og 23% halda tryggð við þann pizzustað sem þau skipta við. Fáir vilja gefa upp tölur um það hvernig ein- stakir pizzustaðir skipti markaðnum en ljóst er að Domino’s og Pizza 67 beijast um það hvor hafi stærri hlut en sagt er að Hrói höttur sæki á, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Domino’s er rekið af Futura ehf. en það er í eigu Skúla Þorvaldssonar veit- ingamanns og Hofs hf. eignarhaldsfé- lags Hagkaups. PIZZUR SEM MYNDU ÞEKJA62 LAUGARDALSVELLI Vandlátir pizzuhákar segja að til þess að pizza sé virkilega góð þurfi að vera a.m.k. 150 g af osti á henni og í sumum N Hópar fólks sem æskja fræðslu um tiltekið efni sem ekki er á námsskrá geta snúið sér til okkar og við reynum að koma til móts við óskir þeirra. Skólagjöld í Námsflokkum Reykjavíkur miðast við kennslustundafjölda og er haldið í lágmarki. Kennt verður í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1 og í nýju húsnæði okkar í Mjódd, Þönglabakka 4. Upplýsingar í síma: 551 2992, fax: 562 9408, netfang: nfr@rvk.is FULLORÐINSFRÆÐSLA Prófadeild - Öldungadeild Grunnnám/Fornám: Samsvarar 8., 9. og 10. bekk grunnskóla. Framhaldsskólanám: Almennur kjami og sérgreinar heilsugœslubrauta. Aðstoðarkennsla: 1 stærðfrœði fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskóla. Sérkennsta: í lestri og skrift. Sérstakur stuðningur við vaktavinnufólk í námi. Aðgangur að nemendatölvum. Almennir flokkar - Frístundanám Tungumál (byrjenda- og framhaldsnámskeið): íslenska fyrir útlendinga. Danska, norska, sœnska, enska, þýska, hollenska, franska, ítalska, spænska, portúgalska, gríska rússneska, pólska, japanska, arabíska og kínverska. Verklegar greinar og myndlistarnámskeið: Fatasaumur, skrautskrift, postulínsmálun, bókband, glerlist, teikning, olíumálun, vatnslita- málun, prjónanámskeið og öskjugerð. Önnur námskeið: Margvísleg námskeið um sögu, menningu og trúarbrögð. ------- Starfsnámskeið: Fyrir fólk í umönnunarstörfum. Ataksverkefni: Fyrir atvinnulausa. \____________________________________________________________________________________________________________/ 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.